„Málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2018 16:25 Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, sendi fréttastofu yfirlýsingu vegna dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu. Mynd/Samsett Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu snúist ekki einungis um sig heldur um rétt sjúklinga og stefnu í íslenskum heilbrigðismálum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Alma sendi fréttastofu vegna málsins í dag.Sjá einnig: Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Alma fékk sérfræðiréttindi í Svíþjóð árið 2014 og hefur starfað þar í landi síðan þá. Vegna fjölskylduaðstæðna fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni til Íslands í fyrra og sótti hún í kjölfarið um að komast á rammasamning Sjúkratrygginga Íslands. Umsókn Ölmu var synjað, eins og allra annarra sem sótt hafa um aðild að samningnum síðan árið 2016.Búist við því að hún snúi aftur til Svíþjóðar Alma, ásamt sjö sérfræðilæknum til viðbótar í jafnmörgum sérgreinum, ákvað því að höfða dómsmál gegn ríkinu. Málið var sótt með aðstoð Læknafélags Reykjavíkur og var dómur í málinu birtur í dag. Niðurstaða héraðsdóms felldi úr gildi synjun Sjúkratrygginga á umsókn Ölmu um aðild að rammasamningnum. Mun dómurinn hafa fordæmisgildi í málum hinna læknanna sjö. „Svo ég útskýri mínar aðstæður þá starfa ég sem háls-, nef- og eyrnalæknir á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Það er ekki laus staða á Landspítala. Mér hefur verið neitað að komast inn á hinn umrædda rammasamning þannig að mín lausn er að starfa áfram í Svíþjóð,“ segir Alma í yfirlýsingu sinni. Hún flýgur nú mánaðarlega til Svíþjóðar og sinnir öðrum störfum meðfram því. Þetta segist hún gera til þess að geta framfleytt fjölskyldu sinni á Íslandi. Búist sé við því að hún snúi aftur til Svíþjóðar í fullt starf.Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, telur farsælast að heilbrigðisráðherra áfrýi ekki dómnum.vísir/gvaSigurinn einungis skref í rétta átt Alma segir dóminn í dag hluta af mun stærra máli og snerti heilbrigðiskerfið í heild. „En málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi. Þetta er einungis lítill hluti af miklu stærra máli sem snýst um rétt sjúklinga, stefnu í íslenskum heilbrigðismálum og mikilvægi þess að koma í veg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi,“ segir Alma. Þá sé einnig afar slæmt hversu neikvæð áhrif afstaða stjórnvalda í málefnum sérfræðilækna hafi á nýliðun í stéttinni á Íslandi. Þeirri þróun verði erfitt að snúa. „Sigur okkar í dag er jákvæður í alla staði en þó einungis skref í rétta átt.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en hún hefur farið yfir dóminn með ríkislögmanni. Fundur ráðherra og ríkislögmanns mun fara fram á morgun en áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna.Yfirlýsing Ölmu Gunnarsdóttur:Málið snýst ekki einungis um mig. Við erum alls 8 sérfræðilæknar sem störfum innan mismunandi sérgreina þ.e.a.s. háls,nef og eyrnalækningar, hjartalækningar, gigtarlækningar, endurhæfingalækningar, lýtalækningar, svæfingalækningar, húðlækningar og augnlækningar. Í sumum þessara sérgreina er mikill skortur á sérfræðilæknum og í öðrum er yfirvofandi skortur á næstkomandi árum.Ég fluttist til Svíþjóðar í janúar 2010 í þeim tilgangi að öðlast sérfræðimenntum í Háls-, nef og eyrnalækningum. Ég fékk sænsk sérfræðiréttindi árið 2014 og hef starfað í Svíþjóð síðan þá. Vegna fjölskylduaðstæðna fluttum við fjölskyldan aftur til Íslands fyrir einu ári síðan. Ég sótti um að komast á hinn mikið umrædda rammasamning Sjúkratrygginga Íslands í þeim tilgangi að starfa á Íslandi, en fékk synjun eins og allir aðrir sem sóttu um. Fyrir einu ári síðan ákváðum við 8 sem öll stóðum í sömu sporum, að fara í dómsmál vegna þessa með aðstoð Læknafélags Reykjavíkur. Dómsmálið var nú loksins tekið fyrir um einu ári síðar.Svo ég útskýri mínar aðstæður þá starfa ég sem Háls, nef og eyrnalæknir á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Það er ekki laus staða á Landspítala. Mér hefur verið neitað að komast inn á hinn umrædda rammasamning þannig að mín lausn er að starfa áfram í Svíþjóð. Þangað fer ég mánaðarlega og þess á milli starfa ég sem ráðgjafi og sinni ýmsum málum í gegnum tölvu og síma sem er í raun mín lausn til þess fá skikkanleg laun og framfleyta fjölskyldunni á Íslandi. Í Svíþjóð er enn búist við að ég komi aftur og starfi 100%.En málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi. Þetta er einungis lítill hluti af miklu stærra máli sem snýst um rétt sjúklinga, stefnu í íslenskum heilbrigðismálum og mikilvægi þess að koma í veg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi. Það sem einnig er afar slæmt er að neikvæð áhrif á nýliðun sérfræðilækna hérlendis sem þetta veldur, verður erfitt að snúa. Sigur okkar í dag er jákvæður í alla staði en þó einungis skref í rétta átt.Með kærri kveðju,Alma GunnarsdóttirSérfræðilæknir í háls, nef og eyrnalækningum Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Alma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í háls- nef- og eyrnalækningum, segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hennar gegn ríkinu snúist ekki einungis um sig heldur um rétt sjúklinga og stefnu í íslenskum heilbrigðismálum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Alma sendi fréttastofu vegna málsins í dag.Sjá einnig: Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Alma fékk sérfræðiréttindi í Svíþjóð árið 2014 og hefur starfað þar í landi síðan þá. Vegna fjölskylduaðstæðna fluttist hún ásamt fjölskyldu sinni til Íslands í fyrra og sótti hún í kjölfarið um að komast á rammasamning Sjúkratrygginga Íslands. Umsókn Ölmu var synjað, eins og allra annarra sem sótt hafa um aðild að samningnum síðan árið 2016.Búist við því að hún snúi aftur til Svíþjóðar Alma, ásamt sjö sérfræðilæknum til viðbótar í jafnmörgum sérgreinum, ákvað því að höfða dómsmál gegn ríkinu. Málið var sótt með aðstoð Læknafélags Reykjavíkur og var dómur í málinu birtur í dag. Niðurstaða héraðsdóms felldi úr gildi synjun Sjúkratrygginga á umsókn Ölmu um aðild að rammasamningnum. Mun dómurinn hafa fordæmisgildi í málum hinna læknanna sjö. „Svo ég útskýri mínar aðstæður þá starfa ég sem háls-, nef- og eyrnalæknir á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Það er ekki laus staða á Landspítala. Mér hefur verið neitað að komast inn á hinn umrædda rammasamning þannig að mín lausn er að starfa áfram í Svíþjóð,“ segir Alma í yfirlýsingu sinni. Hún flýgur nú mánaðarlega til Svíþjóðar og sinnir öðrum störfum meðfram því. Þetta segist hún gera til þess að geta framfleytt fjölskyldu sinni á Íslandi. Búist sé við því að hún snúi aftur til Svíþjóðar í fullt starf.Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, telur farsælast að heilbrigðisráðherra áfrýi ekki dómnum.vísir/gvaSigurinn einungis skref í rétta átt Alma segir dóminn í dag hluta af mun stærra máli og snerti heilbrigðiskerfið í heild. „En málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi. Þetta er einungis lítill hluti af miklu stærra máli sem snýst um rétt sjúklinga, stefnu í íslenskum heilbrigðismálum og mikilvægi þess að koma í veg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi,“ segir Alma. Þá sé einnig afar slæmt hversu neikvæð áhrif afstaða stjórnvalda í málefnum sérfræðilækna hafi á nýliðun í stéttinni á Íslandi. Þeirri þróun verði erfitt að snúa. „Sigur okkar í dag er jákvæður í alla staði en þó einungis skref í rétta átt.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en hún hefur farið yfir dóminn með ríkislögmanni. Fundur ráðherra og ríkislögmanns mun fara fram á morgun en áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna.Yfirlýsing Ölmu Gunnarsdóttur:Málið snýst ekki einungis um mig. Við erum alls 8 sérfræðilæknar sem störfum innan mismunandi sérgreina þ.e.a.s. háls,nef og eyrnalækningar, hjartalækningar, gigtarlækningar, endurhæfingalækningar, lýtalækningar, svæfingalækningar, húðlækningar og augnlækningar. Í sumum þessara sérgreina er mikill skortur á sérfræðilæknum og í öðrum er yfirvofandi skortur á næstkomandi árum.Ég fluttist til Svíþjóðar í janúar 2010 í þeim tilgangi að öðlast sérfræðimenntum í Háls-, nef og eyrnalækningum. Ég fékk sænsk sérfræðiréttindi árið 2014 og hef starfað í Svíþjóð síðan þá. Vegna fjölskylduaðstæðna fluttum við fjölskyldan aftur til Íslands fyrir einu ári síðan. Ég sótti um að komast á hinn mikið umrædda rammasamning Sjúkratrygginga Íslands í þeim tilgangi að starfa á Íslandi, en fékk synjun eins og allir aðrir sem sóttu um. Fyrir einu ári síðan ákváðum við 8 sem öll stóðum í sömu sporum, að fara í dómsmál vegna þessa með aðstoð Læknafélags Reykjavíkur. Dómsmálið var nú loksins tekið fyrir um einu ári síðar.Svo ég útskýri mínar aðstæður þá starfa ég sem Háls, nef og eyrnalæknir á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Það er ekki laus staða á Landspítala. Mér hefur verið neitað að komast inn á hinn umrædda rammasamning þannig að mín lausn er að starfa áfram í Svíþjóð. Þangað fer ég mánaðarlega og þess á milli starfa ég sem ráðgjafi og sinni ýmsum málum í gegnum tölvu og síma sem er í raun mín lausn til þess fá skikkanleg laun og framfleyta fjölskyldunni á Íslandi. Í Svíþjóð er enn búist við að ég komi aftur og starfi 100%.En málið snýst ekki bara um mig og mín réttindi. Þetta er einungis lítill hluti af miklu stærra máli sem snýst um rétt sjúklinga, stefnu í íslenskum heilbrigðismálum og mikilvægi þess að koma í veg fyrir tvöfalt heilbrigðiskerfi. Það sem einnig er afar slæmt er að neikvæð áhrif á nýliðun sérfræðilækna hérlendis sem þetta veldur, verður erfitt að snúa. Sigur okkar í dag er jákvæður í alla staði en þó einungis skref í rétta átt.Með kærri kveðju,Alma GunnarsdóttirSérfræðilæknir í háls, nef og eyrnalækningum
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. 18. september 2018 15:21
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45