Innlent

Stórt skref í átt að brú yfir Fossvog

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Brúin nær frá Kársnesi yfir á endann á flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli.
Brúin nær frá Kársnesi yfir á endann á flugbrautinni á Reykjavíkurflugvelli. EFLA verkfræðistofa

Bæjarstjórn Kópavogs staðfesti á fundi sínum á þriðjudag afgreiðslu skipulagsráðs þess efnis að tillaga að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog verði auglýst. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 270 metra langri brú yfir voginn frá Kársnesi, nánar tiltekið frá norðurenda Bakkabrautar að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar.Markmið tillögunar er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og ein akrein fyrir almenningssamgöngur.Hundruð íbúða byggð er í framkvæmd og á teikniborðinu á Kársnesi í framtíðinni en bryggjuhverfið er í mikilli uppbyggingu. Á svæðinu vestast á Kársnesi er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og atvinnuhúsnæðis, vistvænum samgöngum, verslun og þjónustu. Samhliða uppbyggingu verður reist brú fyrir gangandi, hjólandi og almenningsvagna yfir Fossvog sem tengja mun svæðið við háskólasvæði Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands og miðbæ Reykjavíkur.Í dag eru í megindráttum tvær leiðir fyrir fólk að komast akandi eða með strætó á milli Reykjavíkur og Kópavogs, annars vegar um stofnbraut í Fossvogsdal eða um Reykjanesbraut.


Tengdar fréttir

Göngubrú yfir Fossvog geti borið strætisvagna

Samstaða er milli borgaryfirvalda í Reykjavík og bæjaryfirvalda í Kópavogi um að fyrirhuguð brú yfir Fossvog verði hönnuð þannig að hún geti borið strætisvagna þótt hún sé fyrst og fremst ætluð fyrir gangandi vegfarendur og hjólafólk.

Fossvogsbrú komin inn á aðalskipulag

"Vistvænar samgöngur“ yfir Fossvog eru nú komnar inn á aðalskipulag bæði í Kópavogi og í Reykjavík eftir að nýsamþykktar breytingar á aðalskipulagi hvors sveitarfélags fyrir sig.

Fjórir keppa áfram á Kársnesi

Sundlaug úti í Fossvoginum og sporvagn eru meðal hugmynda í tillögum sem komust áfram í samkeppni um skipulag á Kársnesi. Hluti af keppni á Norðurlöndunum þar sem lokaverðlaun eru 15,7 milljónir króna.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.