Fjórir keppa áfram á Kársnesi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, lýsti ánægju með tillögur í hugmyndasamkeppni um Kársnesið. vísir/anton Fjórar tillögur komust áfram í annað þrep í hugmyndasamkeppni um Kársnesið í Kópavogi sem sjálfbæra líftaug. „Með því að taka inn þær nýju og fersku hugmyndir sem fram koma í tillögunum tel ég að við tryggjum að uppbygging sem framundan er á Kársnesi verði vel heppnuð,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Nítján tóku þátt í Kársness-samkeppninni sem er á vegum Nordic Built Cities. Það er verkefni sem fyrst og fremst er ætlað að efla nýsköpun og samkeppnishæfni Norðurlandanna. Kársnes var valið til þátttöku í fyrra ásamt fimm öðrum þéttbýlissvæðum á hinum Norðurlöndunum. Fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ að Nordic Built Cities leggi áherslu á að tillögurnar leiði til nýjunga í vöru eða þjónustu sem mætti mögulega nota til útflutnings frá Norðurlöndunum. Allar tillögurnar gera ráð fyrr brú frá Kársnesi yfir Fossvog til Reykjavíkur enda er sú tenging bæði í aðalskipulagi Kópavogs og höfuðborgarinnar. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, sem er formaður dómnefndar í samkeppninni, sagði í ávarpi þegar tillögurnar fjórar voru kynntar í gær, að ekki gerðu sér allir grein fyrir möguleikum Kársness eftir að Fossvogurinn hefði verið brúaður. Meðal hugmynda í tillögunum má nefna sundlaug úti á Fossvogi og sporvagna. „Það er lyftistöng fyrir bæinn að vestast á Kársnesinu verði til hverfi þar sem atvinnulíf og íbúðarbyggð blandast saman og möguleikar til fjölbreyttrar útivistar eru nýttir til fulls. Þá munu lífsgæði íbúa svæðisins aukast verulega þegar brú yfir Fossvog tengir Kársnes við Reykjavík,“ segir Ármann bæjarstjóri. Þeir fjórir keppendur sem eftir eru fá nú frest til 22. maí til að skila inn tillögum í næsta þrepi keppninnar. Í júní mun síðan dómnefndin velja eina tillögu sem verður send utan í lokakeppni Nordic Built Cities. Tillögurnar fjórar fá nú 150 þúsund norskar krónur, sem svarar til tæplega 2,3 milljóna króna, í verðlaun. Sömu upphæð fá keppendurnir síðan eftir að 2. þrepi er lokið í maí auk þess sem sigurvegarinn þá fær 250 þúsund norskar krónur til viðbótar. Vinni viðkomandi síðan heildarkeppnina bíða aðrar 500 þúsund norskar krónur í verðlaun. Samtals verða því verðlaun fyrir sigurvegarann í lokakeppninni 1.050.000 norskar krónur sem svarar til ríflega 15,7 milljóna króna. Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Fjórar tillögur komust áfram í annað þrep í hugmyndasamkeppni um Kársnesið í Kópavogi sem sjálfbæra líftaug. „Með því að taka inn þær nýju og fersku hugmyndir sem fram koma í tillögunum tel ég að við tryggjum að uppbygging sem framundan er á Kársnesi verði vel heppnuð,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Nítján tóku þátt í Kársness-samkeppninni sem er á vegum Nordic Built Cities. Það er verkefni sem fyrst og fremst er ætlað að efla nýsköpun og samkeppnishæfni Norðurlandanna. Kársnes var valið til þátttöku í fyrra ásamt fimm öðrum þéttbýlissvæðum á hinum Norðurlöndunum. Fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ að Nordic Built Cities leggi áherslu á að tillögurnar leiði til nýjunga í vöru eða þjónustu sem mætti mögulega nota til útflutnings frá Norðurlöndunum. Allar tillögurnar gera ráð fyrr brú frá Kársnesi yfir Fossvog til Reykjavíkur enda er sú tenging bæði í aðalskipulagi Kópavogs og höfuðborgarinnar. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, sem er formaður dómnefndar í samkeppninni, sagði í ávarpi þegar tillögurnar fjórar voru kynntar í gær, að ekki gerðu sér allir grein fyrir möguleikum Kársness eftir að Fossvogurinn hefði verið brúaður. Meðal hugmynda í tillögunum má nefna sundlaug úti á Fossvogi og sporvagna. „Það er lyftistöng fyrir bæinn að vestast á Kársnesinu verði til hverfi þar sem atvinnulíf og íbúðarbyggð blandast saman og möguleikar til fjölbreyttrar útivistar eru nýttir til fulls. Þá munu lífsgæði íbúa svæðisins aukast verulega þegar brú yfir Fossvog tengir Kársnes við Reykjavík,“ segir Ármann bæjarstjóri. Þeir fjórir keppendur sem eftir eru fá nú frest til 22. maí til að skila inn tillögum í næsta þrepi keppninnar. Í júní mun síðan dómnefndin velja eina tillögu sem verður send utan í lokakeppni Nordic Built Cities. Tillögurnar fjórar fá nú 150 þúsund norskar krónur, sem svarar til tæplega 2,3 milljóna króna, í verðlaun. Sömu upphæð fá keppendurnir síðan eftir að 2. þrepi er lokið í maí auk þess sem sigurvegarinn þá fær 250 þúsund norskar krónur til viðbótar. Vinni viðkomandi síðan heildarkeppnina bíða aðrar 500 þúsund norskar krónur í verðlaun. Samtals verða því verðlaun fyrir sigurvegarann í lokakeppninni 1.050.000 norskar krónur sem svarar til ríflega 15,7 milljóna króna.
Mest lesið Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira