Fjórir keppa áfram á Kársnesi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, lýsti ánægju með tillögur í hugmyndasamkeppni um Kársnesið. vísir/anton Fjórar tillögur komust áfram í annað þrep í hugmyndasamkeppni um Kársnesið í Kópavogi sem sjálfbæra líftaug. „Með því að taka inn þær nýju og fersku hugmyndir sem fram koma í tillögunum tel ég að við tryggjum að uppbygging sem framundan er á Kársnesi verði vel heppnuð,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Nítján tóku þátt í Kársness-samkeppninni sem er á vegum Nordic Built Cities. Það er verkefni sem fyrst og fremst er ætlað að efla nýsköpun og samkeppnishæfni Norðurlandanna. Kársnes var valið til þátttöku í fyrra ásamt fimm öðrum þéttbýlissvæðum á hinum Norðurlöndunum. Fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ að Nordic Built Cities leggi áherslu á að tillögurnar leiði til nýjunga í vöru eða þjónustu sem mætti mögulega nota til útflutnings frá Norðurlöndunum. Allar tillögurnar gera ráð fyrr brú frá Kársnesi yfir Fossvog til Reykjavíkur enda er sú tenging bæði í aðalskipulagi Kópavogs og höfuðborgarinnar. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, sem er formaður dómnefndar í samkeppninni, sagði í ávarpi þegar tillögurnar fjórar voru kynntar í gær, að ekki gerðu sér allir grein fyrir möguleikum Kársness eftir að Fossvogurinn hefði verið brúaður. Meðal hugmynda í tillögunum má nefna sundlaug úti á Fossvogi og sporvagna. „Það er lyftistöng fyrir bæinn að vestast á Kársnesinu verði til hverfi þar sem atvinnulíf og íbúðarbyggð blandast saman og möguleikar til fjölbreyttrar útivistar eru nýttir til fulls. Þá munu lífsgæði íbúa svæðisins aukast verulega þegar brú yfir Fossvog tengir Kársnes við Reykjavík,“ segir Ármann bæjarstjóri. Þeir fjórir keppendur sem eftir eru fá nú frest til 22. maí til að skila inn tillögum í næsta þrepi keppninnar. Í júní mun síðan dómnefndin velja eina tillögu sem verður send utan í lokakeppni Nordic Built Cities. Tillögurnar fjórar fá nú 150 þúsund norskar krónur, sem svarar til tæplega 2,3 milljóna króna, í verðlaun. Sömu upphæð fá keppendurnir síðan eftir að 2. þrepi er lokið í maí auk þess sem sigurvegarinn þá fær 250 þúsund norskar krónur til viðbótar. Vinni viðkomandi síðan heildarkeppnina bíða aðrar 500 þúsund norskar krónur í verðlaun. Samtals verða því verðlaun fyrir sigurvegarann í lokakeppninni 1.050.000 norskar krónur sem svarar til ríflega 15,7 milljóna króna. Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Fjórar tillögur komust áfram í annað þrep í hugmyndasamkeppni um Kársnesið í Kópavogi sem sjálfbæra líftaug. „Með því að taka inn þær nýju og fersku hugmyndir sem fram koma í tillögunum tel ég að við tryggjum að uppbygging sem framundan er á Kársnesi verði vel heppnuð,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Nítján tóku þátt í Kársness-samkeppninni sem er á vegum Nordic Built Cities. Það er verkefni sem fyrst og fremst er ætlað að efla nýsköpun og samkeppnishæfni Norðurlandanna. Kársnes var valið til þátttöku í fyrra ásamt fimm öðrum þéttbýlissvæðum á hinum Norðurlöndunum. Fram kemur í tilkynningu frá Kópavogsbæ að Nordic Built Cities leggi áherslu á að tillögurnar leiði til nýjunga í vöru eða þjónustu sem mætti mögulega nota til útflutnings frá Norðurlöndunum. Allar tillögurnar gera ráð fyrr brú frá Kársnesi yfir Fossvog til Reykjavíkur enda er sú tenging bæði í aðalskipulagi Kópavogs og höfuðborgarinnar. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans, sem er formaður dómnefndar í samkeppninni, sagði í ávarpi þegar tillögurnar fjórar voru kynntar í gær, að ekki gerðu sér allir grein fyrir möguleikum Kársness eftir að Fossvogurinn hefði verið brúaður. Meðal hugmynda í tillögunum má nefna sundlaug úti á Fossvogi og sporvagna. „Það er lyftistöng fyrir bæinn að vestast á Kársnesinu verði til hverfi þar sem atvinnulíf og íbúðarbyggð blandast saman og möguleikar til fjölbreyttrar útivistar eru nýttir til fulls. Þá munu lífsgæði íbúa svæðisins aukast verulega þegar brú yfir Fossvog tengir Kársnes við Reykjavík,“ segir Ármann bæjarstjóri. Þeir fjórir keppendur sem eftir eru fá nú frest til 22. maí til að skila inn tillögum í næsta þrepi keppninnar. Í júní mun síðan dómnefndin velja eina tillögu sem verður send utan í lokakeppni Nordic Built Cities. Tillögurnar fjórar fá nú 150 þúsund norskar krónur, sem svarar til tæplega 2,3 milljóna króna, í verðlaun. Sömu upphæð fá keppendurnir síðan eftir að 2. þrepi er lokið í maí auk þess sem sigurvegarinn þá fær 250 þúsund norskar krónur til viðbótar. Vinni viðkomandi síðan heildarkeppnina bíða aðrar 500 þúsund norskar krónur í verðlaun. Samtals verða því verðlaun fyrir sigurvegarann í lokakeppninni 1.050.000 norskar krónur sem svarar til ríflega 15,7 milljóna króna.
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira