New York Times fjallar ítarlega um vanda lundans við strendur Íslands Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2018 11:45 Af hverju er lundinn að hverfa? Það er djúpt á svarinu segir í fyrirsögn New York Times. Mynd/NYT Vefútgáfa bandaríska stórblaðsins New York Times sendi blaðamann og ljósmyndara til Íslands á dögunum. Tilefni ferðarinnar var að gera umfjöllun um vanda lundans við strendur Íslands, sem og víðar.Í frétt blaðsins kemur fram að fjöldi lunda á heimsvísu hafi á nokkrum árið farið úr sjö milljónum í 5,4 milljónir en frá árinu 2015 hefur lundinn verið á válista hjá Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum. Lundinn finnst helst við strendur Atlantshafsins og þá helst við strendur Íslands.Svo virðist sem að blaðamaður og ljósmyndari New York Times hafið komið víða við á Íslandi en fylgdu þeir vísindamönnum sem rannsaka stöðu lundans eftir í Grímsey, Papey og Lundey, svo dæmi séu tekin.Í frétt New York Times kemur fram að helstu ástæðurnar fyrir fækkun lundans séu líklega margar en ofveiði, skortur á æti og mengun séu taldar líklegustu ástæðurnar. Þá hjálpi loftslagsbreytingar ekki til.Blaðið fylgdi eftir Annette Fayet og Dr. Erpi Hansen, vísindamönnum sem rannsakað hafa fækkun lundans. Reyna þau að komast að því hvað lundarnir sem þau skoða hafi verið að éta auk þess sem að þau festa GPS-tæki við þá svo fylgjast megi með ferðum lundans.Rekja megi fækkun á fjölda lunda til loftslagsbreytinga Frá árinu 2010 hefur Erpur ferðast vítt og breitt um Ísland, tvisvar á ári, til þess að gera einskonar „manntal“ á lundanum. Um þessar mundir hafa vísindamennirnir þó helst áhuga á niðurstöðunum úr GPS-mælingunum.Í frétt New York Times segir að helsta ástæðan á fækkun á fjölda lunda hér við land sé skortur á sandsíli, uppáhaldsæti lundans. Skort á sandsílum megi rekja til þess að hitastig sjósins í kringum Ísland hafi hækkað, sem að mati Ævar Péturssonar fuglafræðings megi helst rekja til loftslagsbreytinga.Skorturinn á sandsílum gerir það að verkum að lundinn þurfi að fljúga lengra til þess að ná í nóg æti og það sýna GPS-gögn vísindamannanna svart á hvítu.Margir tengja lundann við Ísland.Fréttablaðið/StefánEkki sjálfbært til lengri tíma „Alls staðar eru þeir að fara lengra en við héldum,“ segir Fayet í samtali við New York Times. Það reyni mjög á fuglana þar sem flug kosti lundann mikla orku. Rannsóknir hennar, Erps og annarra vísindamanna sem starfa saman sýni að þegar lundinn geti ekki veitt nógu mikið til þess að fæða bæði sig og ungana sína sé valið einfalt, lundinn velji sjálfan sig og láti ungana mæta afgangi. Að mati rannsakenda geti þetta skýrt fækkun á fjölda lundans. Þrátt fyrir að enn séu til milljónir af lunda við strendur Atlantshafs sé þessi þróun ekki vænleg til árangurs til lengri tíma litið. „Þessir fuglar eru langlífir svo við sjáum ekki tölurnar hrynja niður,“ segir Erpur. „Þetta er ekki sjálfbært.“Umfjöllun New York Times má nálgast hér. Loftslagsmál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Vefútgáfa bandaríska stórblaðsins New York Times sendi blaðamann og ljósmyndara til Íslands á dögunum. Tilefni ferðarinnar var að gera umfjöllun um vanda lundans við strendur Íslands, sem og víðar.Í frétt blaðsins kemur fram að fjöldi lunda á heimsvísu hafi á nokkrum árið farið úr sjö milljónum í 5,4 milljónir en frá árinu 2015 hefur lundinn verið á válista hjá Alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum. Lundinn finnst helst við strendur Atlantshafsins og þá helst við strendur Íslands.Svo virðist sem að blaðamaður og ljósmyndari New York Times hafið komið víða við á Íslandi en fylgdu þeir vísindamönnum sem rannsaka stöðu lundans eftir í Grímsey, Papey og Lundey, svo dæmi séu tekin.Í frétt New York Times kemur fram að helstu ástæðurnar fyrir fækkun lundans séu líklega margar en ofveiði, skortur á æti og mengun séu taldar líklegustu ástæðurnar. Þá hjálpi loftslagsbreytingar ekki til.Blaðið fylgdi eftir Annette Fayet og Dr. Erpi Hansen, vísindamönnum sem rannsakað hafa fækkun lundans. Reyna þau að komast að því hvað lundarnir sem þau skoða hafi verið að éta auk þess sem að þau festa GPS-tæki við þá svo fylgjast megi með ferðum lundans.Rekja megi fækkun á fjölda lunda til loftslagsbreytinga Frá árinu 2010 hefur Erpur ferðast vítt og breitt um Ísland, tvisvar á ári, til þess að gera einskonar „manntal“ á lundanum. Um þessar mundir hafa vísindamennirnir þó helst áhuga á niðurstöðunum úr GPS-mælingunum.Í frétt New York Times segir að helsta ástæðan á fækkun á fjölda lunda hér við land sé skortur á sandsíli, uppáhaldsæti lundans. Skort á sandsílum megi rekja til þess að hitastig sjósins í kringum Ísland hafi hækkað, sem að mati Ævar Péturssonar fuglafræðings megi helst rekja til loftslagsbreytinga.Skorturinn á sandsílum gerir það að verkum að lundinn þurfi að fljúga lengra til þess að ná í nóg æti og það sýna GPS-gögn vísindamannanna svart á hvítu.Margir tengja lundann við Ísland.Fréttablaðið/StefánEkki sjálfbært til lengri tíma „Alls staðar eru þeir að fara lengra en við héldum,“ segir Fayet í samtali við New York Times. Það reyni mjög á fuglana þar sem flug kosti lundann mikla orku. Rannsóknir hennar, Erps og annarra vísindamanna sem starfa saman sýni að þegar lundinn geti ekki veitt nógu mikið til þess að fæða bæði sig og ungana sína sé valið einfalt, lundinn velji sjálfan sig og láti ungana mæta afgangi. Að mati rannsakenda geti þetta skýrt fækkun á fjölda lundans. Þrátt fyrir að enn séu til milljónir af lunda við strendur Atlantshafs sé þessi þróun ekki vænleg til árangurs til lengri tíma litið. „Þessir fuglar eru langlífir svo við sjáum ekki tölurnar hrynja niður,“ segir Erpur. „Þetta er ekki sjálfbært.“Umfjöllun New York Times má nálgast hér.
Loftslagsmál Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira