Ríkisstjórnin ýmis sökuð um of lítil útgjöld eða glannaskap Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2018 20:30 Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. Stjórnin var ýmist sökuð um of lítil útgjöld og skattalækkanir, eða glannaskap í útgjöldum á toppi hagsveiflunnar sem ekki yrði hægt að standa undir í framtíðinni. Í upphafsræðu sinni sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þróttmikinn vöxt undanfarinna ára hafa verið drifin áfram af vexti ferðaþjónustunnar og hefðbundnar atvinnugreinar, hátækni og hugverkaiðnaður hafi einnig stutt við hagvöxtinn. Nú væru hins vegar vísbendingar um að dragi úr hagvexti á næstu árum. Miklu skipti að búið hafi verið í haginn með mikilli niðurgreiðslu skulda. Ríkisstjórnin hefði þegar á þessu ári orðið við ýmsum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Í fjárlagafrumvarpinu væru aðgerðir sem muni auka ráðstöfunartekjur einstaklinga á næsta ári og auka svigrúm fyrirtækja með lækkun tryggingagjalds. „En með þessu útspili stjórnvalda er með ótvíræðum hætti verið að draga úr álögum á launþega og launagreiðendur og liðka þannig fyrir kjarasamningum. Ljóst er að svigrúm til launahækkana er takmarkað. Enda hefur launaþróun undanfarinna ára verið hröð og hækkanir launa komnar að mörkum þess sem viðráðanlegt er talið. Eins og meðal annars er rakið í nýútkominni skýrslu um það efn,“ sagði Bjarni. Enda hefði kaupmáttur aukist um 25 prósent á undanförnum fjórum árum. Stjórnarandstaðan hafði ýmislegt að athuga við fjárlagafrumvarpið. Þorsteinn Víglundsson fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd sagði ástandið um margt minna á stöðuna rétt fyrir hrun árið 2008. Hann gagnrýndi 55 milljarða útgjaldaaukningu á næsta ári. „Þetta er íslenska sveiflan. Þetta er sá tímapunktur í hagsveiflunni þar sem ríkissjóður kann varla aura sinna tal,“ sagði Þorsteinn. Fjármunir streymdu í ríkissjóð því allir skattstofnar væru á hápunkti, eins og einnkaneyslan, fjárfesting atvinnulífsins og bygging íbúðarhúsnæðis sem skilaði ríkissjóði gríðarlegum tekjum. Það væri ekki merkilegur árangur að skila ríkissjóði með afgangi á slíkum tímum. „Hvað er öðruvísi nú? Því þetta hefur aldrei farið vel. Þessi mikla útgjaldaþensla á þessum tímapunkti hefur aldrei verið sérstaklega góð hugmynd í íslenskri hagstjórn. Það er ástæðan fyrir því að við erum með þennan sveiflukennda gjaldmiðil. Það er ástæðan fyrir því að við erum með þessa gríðarlega háu vexti,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Fyrsta umræða um fjárlögin mun standa fram á kvöld. Henni verður svo framhaldið á morgun þegar fagráðherrar gera grein fyrir áherslum sínum. Alþingi Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Þorgerður Katrín gagnrýndi Vinstri græn harðlega Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði þátttöku Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í ríkisstjórninni að umtalsefni sínu í umræðum um stefnu forsætisráðherra. Gagnrýndi hún flokkinn harðlega fyrir að hafa gengið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 12. september 2018 21:11 Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20 Vill að Ísland verði fyrirmynd annarra í loftslagsmálum Forsætisráðherra gerði umhverfismálum hátt undir höfði í stefnuræðu. 13. september 2018 07:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um ranga forgangsröðun í fjárlagafrumvarpi næsta árs í fyrstu umræðu um frumvarpið sem hófst á Alþingi í dag. Stjórnin var ýmist sökuð um of lítil útgjöld og skattalækkanir, eða glannaskap í útgjöldum á toppi hagsveiflunnar sem ekki yrði hægt að standa undir í framtíðinni. Í upphafsræðu sinni sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þróttmikinn vöxt undanfarinna ára hafa verið drifin áfram af vexti ferðaþjónustunnar og hefðbundnar atvinnugreinar, hátækni og hugverkaiðnaður hafi einnig stutt við hagvöxtinn. Nú væru hins vegar vísbendingar um að dragi úr hagvexti á næstu árum. Miklu skipti að búið hafi verið í haginn með mikilli niðurgreiðslu skulda. Ríkisstjórnin hefði þegar á þessu ári orðið við ýmsum kröfum verkalýðshreyfingarinnar. Í fjárlagafrumvarpinu væru aðgerðir sem muni auka ráðstöfunartekjur einstaklinga á næsta ári og auka svigrúm fyrirtækja með lækkun tryggingagjalds. „En með þessu útspili stjórnvalda er með ótvíræðum hætti verið að draga úr álögum á launþega og launagreiðendur og liðka þannig fyrir kjarasamningum. Ljóst er að svigrúm til launahækkana er takmarkað. Enda hefur launaþróun undanfarinna ára verið hröð og hækkanir launa komnar að mörkum þess sem viðráðanlegt er talið. Eins og meðal annars er rakið í nýútkominni skýrslu um það efn,“ sagði Bjarni. Enda hefði kaupmáttur aukist um 25 prósent á undanförnum fjórum árum. Stjórnarandstaðan hafði ýmislegt að athuga við fjárlagafrumvarpið. Þorsteinn Víglundsson fulltrúi Viðreisnar í fjárlaganefnd sagði ástandið um margt minna á stöðuna rétt fyrir hrun árið 2008. Hann gagnrýndi 55 milljarða útgjaldaaukningu á næsta ári. „Þetta er íslenska sveiflan. Þetta er sá tímapunktur í hagsveiflunni þar sem ríkissjóður kann varla aura sinna tal,“ sagði Þorsteinn. Fjármunir streymdu í ríkissjóð því allir skattstofnar væru á hápunkti, eins og einnkaneyslan, fjárfesting atvinnulífsins og bygging íbúðarhúsnæðis sem skilaði ríkissjóði gríðarlegum tekjum. Það væri ekki merkilegur árangur að skila ríkissjóði með afgangi á slíkum tímum. „Hvað er öðruvísi nú? Því þetta hefur aldrei farið vel. Þessi mikla útgjaldaþensla á þessum tímapunkti hefur aldrei verið sérstaklega góð hugmynd í íslenskri hagstjórn. Það er ástæðan fyrir því að við erum með þennan sveiflukennda gjaldmiðil. Það er ástæðan fyrir því að við erum með þessa gríðarlega háu vexti,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Fyrsta umræða um fjárlögin mun standa fram á kvöld. Henni verður svo framhaldið á morgun þegar fagráðherrar gera grein fyrir áherslum sínum.
Alþingi Tengdar fréttir Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00 Þorgerður Katrín gagnrýndi Vinstri græn harðlega Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði þátttöku Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í ríkisstjórninni að umtalsefni sínu í umræðum um stefnu forsætisráðherra. Gagnrýndi hún flokkinn harðlega fyrir að hafa gengið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 12. september 2018 21:11 Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20 Vill að Ísland verði fyrirmynd annarra í loftslagsmálum Forsætisráðherra gerði umhverfismálum hátt undir höfði í stefnuræðu. 13. september 2018 07:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Traust á stjórnmálum verði líklega aldrei jafnmikið og rétt fyrir hrun Forsætisráðherra fór um víðan völl í stefnuræðu sinni í kvöld. 12. september 2018 20:00
Þorgerður Katrín gagnrýndi Vinstri græn harðlega Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, gerði þátttöku Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í ríkisstjórninni að umtalsefni sínu í umræðum um stefnu forsætisráðherra. Gagnrýndi hún flokkinn harðlega fyrir að hafa gengið í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. 12. september 2018 21:11
Sigmundur Davíð: „Verða þeir stoppaðir við nýju tollahlið samgönguráðherra og sagt að hjóla að borgarlínunni?“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, var harðorður í garð ríkisstjórnarinnar og Framsóknarflokksins, síns gamla flokks, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. 12. september 2018 20:20
Vill að Ísland verði fyrirmynd annarra í loftslagsmálum Forsætisráðherra gerði umhverfismálum hátt undir höfði í stefnuræðu. 13. september 2018 07:30