Krabbameinssjúklingar eyða stórfé í frjósemismeðferðir Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. janúar 2018 20:00 Fyrsta maí síðastliðinn tók nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu gildi þar sem ákveðið þak er á greiðslum. Aftur á móti er allur annar kostnaður, sem tengist þó veikindum fólks beint, enn óniðurgreiddur að mestu. Af þeim sökum sækja margir um styrk í neyðarsjóð Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og sýna þá reikninga sína síðustu tvö ár. Hér er eitt lýsandi dæmi frá síðasta hausti um reikninga námsmanns í krabbameinsmeðferð. Lækniskostnaður: 133.239 Lyfjakaup: 80.261 Frjósemismeðferð: 707.000 Hjálpartæki: 23.854 Sálfræðikostnaður: 29.000Samtals 973.354Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts er eiginkona manns sem hefur barist við krabbamein í fimm ár. Hún segir undarlegt að ekki skuli vera þak á lyfjakostnaði krabbameinssjúklinga en einnig að ungt fólk með krabbamein skuli ekki fá fjárhagslegan stuðning við frjósemismeðferðir en lyfjameðferðir geta valdið ófrjósemi. „Þetta er gífurlegur kostnaður. Það þarf að greiða fyrir eggheimtu, hormónameðferð, uppsetningu og alls kyns annan kostnað sem fylgir þessu. Þetta er bæði erfitt líkamlega og andlega.“Lífið er núna!Ástrós segir einnig erfitt og sligandi að safna pening í fleiri mánuði og jafnvel ár til að eignast barn þegar krabbameinið og bati eru efst í huga sjúklinga og aðstandenda. „Af því að þú þarft að sneiða frá svo miklu til að hafa efni á meðferðinni. Ein meðferð hefur kostað okkur hjónin 900 þúsund og það þarf oft margar meðferðir. En ég er ólétt í dag þannig að þetta tókst! Sem betur fer eigum við góða að sem hafa hjálpað okkur fjárhagslega - annars hefðum við ekki getað látið þennan draum rætast,“ segir Ástrós Rut. Þessa dagana er Kraftur með átak þar sem sjónum er einmitt beint að aðstæðum ungs fólks með krabbamein og aflað er fjár, til að mynda fyrir neyðarsjóðinn, með sölu armbanda þar sem stendur „Lífið er núna.“ Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Sjá meira
Fyrsta maí síðastliðinn tók nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna heilbrigðisþjónustu gildi þar sem ákveðið þak er á greiðslum. Aftur á móti er allur annar kostnaður, sem tengist þó veikindum fólks beint, enn óniðurgreiddur að mestu. Af þeim sökum sækja margir um styrk í neyðarsjóð Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og sýna þá reikninga sína síðustu tvö ár. Hér er eitt lýsandi dæmi frá síðasta hausti um reikninga námsmanns í krabbameinsmeðferð. Lækniskostnaður: 133.239 Lyfjakaup: 80.261 Frjósemismeðferð: 707.000 Hjálpartæki: 23.854 Sálfræðikostnaður: 29.000Samtals 973.354Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts er eiginkona manns sem hefur barist við krabbamein í fimm ár. Hún segir undarlegt að ekki skuli vera þak á lyfjakostnaði krabbameinssjúklinga en einnig að ungt fólk með krabbamein skuli ekki fá fjárhagslegan stuðning við frjósemismeðferðir en lyfjameðferðir geta valdið ófrjósemi. „Þetta er gífurlegur kostnaður. Það þarf að greiða fyrir eggheimtu, hormónameðferð, uppsetningu og alls kyns annan kostnað sem fylgir þessu. Þetta er bæði erfitt líkamlega og andlega.“Lífið er núna!Ástrós segir einnig erfitt og sligandi að safna pening í fleiri mánuði og jafnvel ár til að eignast barn þegar krabbameinið og bati eru efst í huga sjúklinga og aðstandenda. „Af því að þú þarft að sneiða frá svo miklu til að hafa efni á meðferðinni. Ein meðferð hefur kostað okkur hjónin 900 þúsund og það þarf oft margar meðferðir. En ég er ólétt í dag þannig að þetta tókst! Sem betur fer eigum við góða að sem hafa hjálpað okkur fjárhagslega - annars hefðum við ekki getað látið þennan draum rætast,“ segir Ástrós Rut. Þessa dagana er Kraftur með átak þar sem sjónum er einmitt beint að aðstæðum ungs fólks með krabbamein og aflað er fjár, til að mynda fyrir neyðarsjóðinn, með sölu armbanda þar sem stendur „Lífið er núna.“
Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Harmar mistök og tekur annmarkana mjög alvarlega Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Sjá meira