Sýndi tveimur föstum Kínverjum sveitina og gaf þeim síðan í nefið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. febrúar 2018 06:00 Ferðamennirnir tveir, sáttir við matarborðið. Viðar Drjúgur hluti landsmanna hélt sig innandyra í gær enda lítið hægt að vera á ferðinni sökum veðurs. Það gilti líka um þá tvo kínversku ferðamenn sem Viðar Guðmundsson, bóndi í Miðhúsum í Kollafirði, hefur hýst frá því á laugardaginn. „Við fundum þau hérna þar sem bíllinn þeirra hafði farið út af. Þau voru að bíða eftir dráttarbíl,“ segir Viðar. Ljóst var að mati Viðars að þau væru ekki að fara neitt áfram á bílnum sem þau voru á. Til þess hafi færðin verið allt of þung. Miðhúsamenn brugðu þá á það ráð að bjóða ferðamönnunum heim með sér til að bíða storminn af sér.Viðar Guðmundsson, bóndi, með gestunum.Viðar„Þau eru hér enn. Það er allt ófært,“ segir Viðar en Fréttablaðið náði af honum tali í gærkvöldi. Býst Viðar við því að ferðamennirnir komist í burtu í dag enda hvorki færð né ferðaveður í gær. Ekki var boðlegt að ferðamennirnir sætu bara og létu sér leiðast. „Þau eru áhugasöm um Ísland og eru búin að koma með okkur í fjárhúsin og hafa fengið að fræðast um eitt og annað tengt landinu. Svo hafa þau fengið í nefið og gert ýmislegt annað sem allir þurfa að gera sem hingað koma,“ segir Viðar. Að sögn Viðars eru ferðamennirnir ánægðir með ævintýrið. „Þau eru afskaplega ánægð með að hafa lent í einhverju svona lókal. Hann sagði, maðurinn, að hann hefði komið á sama tíma í fyrra. Þá var ekki snjókorn að sjá,“ segir Viðar. Hann bætir því við að karlmaðurinn kínverski hafi því verið að vonast eftir því, eftir snjólausa síðustu ferð sína, að hann fengi að sjá smá snjó í þetta skiptið. „En núna er hann á því að hann sé búinn að fá að sjá alveg nóg af snjó,“ segir Viðar enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira
Drjúgur hluti landsmanna hélt sig innandyra í gær enda lítið hægt að vera á ferðinni sökum veðurs. Það gilti líka um þá tvo kínversku ferðamenn sem Viðar Guðmundsson, bóndi í Miðhúsum í Kollafirði, hefur hýst frá því á laugardaginn. „Við fundum þau hérna þar sem bíllinn þeirra hafði farið út af. Þau voru að bíða eftir dráttarbíl,“ segir Viðar. Ljóst var að mati Viðars að þau væru ekki að fara neitt áfram á bílnum sem þau voru á. Til þess hafi færðin verið allt of þung. Miðhúsamenn brugðu þá á það ráð að bjóða ferðamönnunum heim með sér til að bíða storminn af sér.Viðar Guðmundsson, bóndi, með gestunum.Viðar„Þau eru hér enn. Það er allt ófært,“ segir Viðar en Fréttablaðið náði af honum tali í gærkvöldi. Býst Viðar við því að ferðamennirnir komist í burtu í dag enda hvorki færð né ferðaveður í gær. Ekki var boðlegt að ferðamennirnir sætu bara og létu sér leiðast. „Þau eru áhugasöm um Ísland og eru búin að koma með okkur í fjárhúsin og hafa fengið að fræðast um eitt og annað tengt landinu. Svo hafa þau fengið í nefið og gert ýmislegt annað sem allir þurfa að gera sem hingað koma,“ segir Viðar. Að sögn Viðars eru ferðamennirnir ánægðir með ævintýrið. „Þau eru afskaplega ánægð með að hafa lent í einhverju svona lókal. Hann sagði, maðurinn, að hann hefði komið á sama tíma í fyrra. Þá var ekki snjókorn að sjá,“ segir Viðar. Hann bætir því við að karlmaðurinn kínverski hafi því verið að vonast eftir því, eftir snjólausa síðustu ferð sína, að hann fengi að sjá smá snjó í þetta skiptið. „En núna er hann á því að hann sé búinn að fá að sjá alveg nóg af snjó,“ segir Viðar enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Fleiri fréttir Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Sjá meira