Vara við hættunni vegna frétta af neyslu ungmenna Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 16:37 Landlæknisembættið hefur áhyggjur af ástandinu. Vísir/Stefán Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum.Sjá einnig: Gagnrýnir brottvísun sonar síns af meðferðarheimili: „Nú væri hægt að grípa inn í áður en allt fer til fjandans“ „Ef of stór skammtur ávanabindandi lyfja er tekinn geta afleiðingarnar verð bæði bráðar og óafturkræfar fyrir einstaklinginn,“ segir í tilkynningu frá Landlækni. Þá eru teknar saman nokkrar tegundir slíkra lyfja og afleiðingar sem neysla þeirra kynni að hafa í för með sér. Við neyslu sterkra verkalyfja á borð við oxycontin, fentanyl og contalgin er varað við blóðþrýstingsfalli, svefnhöfgi og hættu á dái eða dauða vegna öndunarbælingar. Þessi lyf eru jafnframt sögð þau hættulegustu. Þá er varað við neyslu róandi lyfja á borð við alprazolam (innihaldsefni í Xanax), sobril og stesolid. Þau geti verið lífshættuleg séu þau tekin með áfengi og öðrum lyfjum sem hafa bælandi áhrif á miðtaugakerfið. Bráð ofskömmtun örvandi lyfja eins og amfetamíns, ritalíns og concerta getur leitt til krampa, ofskynjana, óráðs, ofurhita, hraðtakts og háþrýstings. Þá er fólki ráðið frá notkun margra efna samtímis. Einnig er bent á að lyf sem eru flutt inn af einstaklingum eða búin til á ólöglegan hátt eru mun hættulegri en önnur þar sem þau geta innihaldið ýmis aukaefni. „Dæmi um slíkt lyf er Xanax sem ekki er á markaði hér á landi. Xanax inniheldur alprazolam og iðulega önnur efni sem bætt hefur verið við.“ Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Stofnuðu minningarsjóð í nafni Einars Darra til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. 14. júní 2018 14:15 Gagnrýnir brottvísun sonar síns af meðferðarheimili: „Nú væri hægt að grípa inn í áður en allt fer til fjandans“ Móðir ungs manns, sem vísað var af meðferðarheimilinu Vík vegna "ófullnægjandi þvagprufu“, gagnrýnir harðlega úrræðaleysi í málaflokknum. 16. ágúst 2018 13:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Landlæknisembættið varar við misnotkun á ávanabindandi lyfjum. Embættið kemur upplýsingunum á framfæri vegna frétta sem fluttar hafa verið af notkun ungmenna á lyfjunum.Sjá einnig: Gagnrýnir brottvísun sonar síns af meðferðarheimili: „Nú væri hægt að grípa inn í áður en allt fer til fjandans“ „Ef of stór skammtur ávanabindandi lyfja er tekinn geta afleiðingarnar verð bæði bráðar og óafturkræfar fyrir einstaklinginn,“ segir í tilkynningu frá Landlækni. Þá eru teknar saman nokkrar tegundir slíkra lyfja og afleiðingar sem neysla þeirra kynni að hafa í för með sér. Við neyslu sterkra verkalyfja á borð við oxycontin, fentanyl og contalgin er varað við blóðþrýstingsfalli, svefnhöfgi og hættu á dái eða dauða vegna öndunarbælingar. Þessi lyf eru jafnframt sögð þau hættulegustu. Þá er varað við neyslu róandi lyfja á borð við alprazolam (innihaldsefni í Xanax), sobril og stesolid. Þau geti verið lífshættuleg séu þau tekin með áfengi og öðrum lyfjum sem hafa bælandi áhrif á miðtaugakerfið. Bráð ofskömmtun örvandi lyfja eins og amfetamíns, ritalíns og concerta getur leitt til krampa, ofskynjana, óráðs, ofurhita, hraðtakts og háþrýstings. Þá er fólki ráðið frá notkun margra efna samtímis. Einnig er bent á að lyf sem eru flutt inn af einstaklingum eða búin til á ólöglegan hátt eru mun hættulegri en önnur þar sem þau geta innihaldið ýmis aukaefni. „Dæmi um slíkt lyf er Xanax sem ekki er á markaði hér á landi. Xanax inniheldur alprazolam og iðulega önnur efni sem bætt hefur verið við.“
Heilbrigðismál Lyf Tengdar fréttir Stofnuðu minningarsjóð í nafni Einars Darra til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. 14. júní 2018 14:15 Gagnrýnir brottvísun sonar síns af meðferðarheimili: „Nú væri hægt að grípa inn í áður en allt fer til fjandans“ Móðir ungs manns, sem vísað var af meðferðarheimilinu Vík vegna "ófullnægjandi þvagprufu“, gagnrýnir harðlega úrræðaleysi í málaflokknum. 16. ágúst 2018 13:00 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Stofnuðu minningarsjóð í nafni Einars Darra til hjálpar ungu fólki í fíkniefnavanda Einar Darri Óskarsson lést á heimili sínu í Hvalfjarðarsveit þann 25. maí síðastliðinn aðeins 18 ára gamall. 14. júní 2018 14:15
Gagnrýnir brottvísun sonar síns af meðferðarheimili: „Nú væri hægt að grípa inn í áður en allt fer til fjandans“ Móðir ungs manns, sem vísað var af meðferðarheimilinu Vík vegna "ófullnægjandi þvagprufu“, gagnrýnir harðlega úrræðaleysi í málaflokknum. 16. ágúst 2018 13:00