Alvöru vetrarveður í kortunum: „Ekkert ferðaveður þessa helgi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 10:39 Það verður hvassviðri og éljagangur á höfuðborgarsvæðinu á morgun og mjög slæmt veður víða um land samkvæmt veðurspám. vísir/hanna Það verður ekkert ferðaveður á landinu um helgina að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. „Þetta lítur svolítið skrautlega út,“ segir Þorsteinn aðspurður um hvernig veðurspáin lítur fyrir helgina. Dagurinn í dag verði þokkalegur en svo byrjar að hvessa í kvöld undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Í nótt mun síðan hvessa í Öræfum og fylgir þessu hvassviðri snjókoma á öllu sunnanverðu landinu. „Svo gengur þetta líka yfir Austurlandið í fyrramálið, hvassviðri og hríðaveður, og síðan á morgun snýst í vestan storm eða rok og það verður jafnvel ofsaveður á Suðausturlandi annað kvöld,“ segir Þorsteinn.Vont og leiðinlegt veður líka allan sunnudaginn Þessum vestanstormi fylgir hríðaveður, snjókoma og í raun léleg færð um allt land. „Það er varla hægt að mæla með neinum ferðalögum þessa helgi því það verður áfram vont og leiðinlegt veður allan sunnudaginn.“ Sjá einnig:Veðurvefur Vísis Þorsteinn segir að á morgun verði veðrið hvað verst undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. „Annað kvöld þá gengur þetta svo austur á Kirkjubæjarklaustur og að Öræfum og þá er í raun allt Suðausturlandið undir,“ segir Þorsteinn og ítrekar að á Suðausturlandi sé jafnvel von á ofsaveðri sem eru 11 gömul vindstig.Hvassviðri og dimm él á höfuðborgarsvæðinu Það verður síðan mjög blint og hríðaveður á vestanverðu landinu á morgun og á höfuðborgarsvæðinu má búast við hvassviðri og dimmum éljum þannig að það gæti orðið blint með köflum. Vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu þurfa því líka að hafa varann á í umferðinni. Hvað varðar Norðurlandið þá segir Þorsteinn að þar verði talsverð mikil snjókoma og þá sérstaklega á norðvestanverðu landinu. Austurlandið virðist sleppa best fram að aðfaranótt sunnudags en þá hvessir líka mikið þar. „Það er sem sagt ekkert ferðaveður þessa helgi. Fólk ætti bara að halda sig inni ef það getur og fylgjast með spánum og veðrinu og festa niður allt lauslegt sem gæti fokið,“ segir Þorsteinn og bætir við að alvöru vetrarveður sé í kortunum. Veðrið byrjar síðan að ganga niður á sunnudagskvöld. Veður Tengdar fréttir Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Það verður ekkert ferðaveður á landinu um helgina að sögn Þorsteins V. Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. „Þetta lítur svolítið skrautlega út,“ segir Þorsteinn aðspurður um hvernig veðurspáin lítur fyrir helgina. Dagurinn í dag verði þokkalegur en svo byrjar að hvessa í kvöld undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Í nótt mun síðan hvessa í Öræfum og fylgir þessu hvassviðri snjókoma á öllu sunnanverðu landinu. „Svo gengur þetta líka yfir Austurlandið í fyrramálið, hvassviðri og hríðaveður, og síðan á morgun snýst í vestan storm eða rok og það verður jafnvel ofsaveður á Suðausturlandi annað kvöld,“ segir Þorsteinn.Vont og leiðinlegt veður líka allan sunnudaginn Þessum vestanstormi fylgir hríðaveður, snjókoma og í raun léleg færð um allt land. „Það er varla hægt að mæla með neinum ferðalögum þessa helgi því það verður áfram vont og leiðinlegt veður allan sunnudaginn.“ Sjá einnig:Veðurvefur Vísis Þorsteinn segir að á morgun verði veðrið hvað verst undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. „Annað kvöld þá gengur þetta svo austur á Kirkjubæjarklaustur og að Öræfum og þá er í raun allt Suðausturlandið undir,“ segir Þorsteinn og ítrekar að á Suðausturlandi sé jafnvel von á ofsaveðri sem eru 11 gömul vindstig.Hvassviðri og dimm él á höfuðborgarsvæðinu Það verður síðan mjög blint og hríðaveður á vestanverðu landinu á morgun og á höfuðborgarsvæðinu má búast við hvassviðri og dimmum éljum þannig að það gæti orðið blint með köflum. Vegfarendur á höfuðborgarsvæðinu þurfa því líka að hafa varann á í umferðinni. Hvað varðar Norðurlandið þá segir Þorsteinn að þar verði talsverð mikil snjókoma og þá sérstaklega á norðvestanverðu landinu. Austurlandið virðist sleppa best fram að aðfaranótt sunnudags en þá hvessir líka mikið þar. „Það er sem sagt ekkert ferðaveður þessa helgi. Fólk ætti bara að halda sig inni ef það getur og fylgjast með spánum og veðrinu og festa niður allt lauslegt sem gæti fokið,“ segir Þorsteinn og bætir við að alvöru vetrarveður sé í kortunum. Veðrið byrjar síðan að ganga niður á sunnudagskvöld.
Veður Tengdar fréttir Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent