Eignir meðlima Sigur Rósar áfram í frosti Sigurður Mikael Jónsson skrifar 16. ágúst 2018 05:00 Jón Þór Birgisson í Sigur Rós. Fréttablaðið/GVA Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest kyrrsetningu eigna meðlima hljómsveitarinnar Sigur Rósar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum þeirra. Eignir þeirra hafa sætt kyrrsetningu frá því í desember síðastliðnum. Fréttablaðið greindi frá því í mars að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Holm og Orra Páls Dýrasonar að kröfu tollstjóra og að um væri að ræða kyrrsetningu upp á tæpar 800 milljónir króna alls. Hæsta krafan var á hendur söngvaranum Jóni Þór, betur þekktum sem Jónsa, upp á 638 milljónir. Rannsókn á meintum brotum hófst í ársbyrjun 2016. Meðlimir Sigur Rósar hafa lýst því yfir að ekki hafi verið um að ræða ásetning heldur handvömm endurskoðanda. Tónlistarmennirnir fóru allir með mál sín fyrir héraðsdóm og kröfðust þess að kyrrsetningargerðin yrði felld úr gildi og kyrrsetningu á eignum þeirra aflétt. Samkvæmt úrskurðinum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, hafnar dómurinn kröfu þremenninganna. Kyrrsetning eigna þeirra stendur því og rannsókn skattrannsóknarstjóra á meintum brotum stendur enn yfir. Í máli Jónsa var um að ræða kyrrsetningu á átta fasteignum, fjórum ökutækjum, bankareikningum og hlutafé í þremur félögum. Þá voru tvær fasteignir í eigu trommarans Orra Páls kyrrsettar, en verðmæti þeirra er um 82 milljónir króna. Tvær fasteignir í eigu bassaleikarans Georgs Holm voru kyrrsettar og er verðmæti þeirra 78,5 milljónir. Í úrskurði dómsins í stærsta málinu, er varðar Jónsa, er upplýst að hann hafi komið með talsverða fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og að hinar kyrrsettu fasteignir, sem metnar voru af tollstjóra á alls tæpar 400 milljónir króna, hafi verið bundnar kvöðum bankans vegna þess. Kvöðum sem lögmaður Jónsa taldi gera kyrrsetningu þeirra óþarfa en á það féllst dómurinn ekki. Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður þremenninganna í málunum þremur, segir að niðurstöðu héraðsdóms verði áfrýjað til Landsréttar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54 Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru alls metnar á 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá. 16. mars 2018 16:45 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest kyrrsetningu eigna meðlima hljómsveitarinnar Sigur Rósar vegna rannsóknar á meintum skattalagabrotum þeirra. Eignir þeirra hafa sætt kyrrsetningu frá því í desember síðastliðnum. Fréttablaðið greindi frá því í mars að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefði kyrrsett eignir þeirra Jóns Þórs Birgissonar, Georgs Holm og Orra Páls Dýrasonar að kröfu tollstjóra og að um væri að ræða kyrrsetningu upp á tæpar 800 milljónir króna alls. Hæsta krafan var á hendur söngvaranum Jóni Þór, betur þekktum sem Jónsa, upp á 638 milljónir. Rannsókn á meintum brotum hófst í ársbyrjun 2016. Meðlimir Sigur Rósar hafa lýst því yfir að ekki hafi verið um að ræða ásetning heldur handvömm endurskoðanda. Tónlistarmennirnir fóru allir með mál sín fyrir héraðsdóm og kröfðust þess að kyrrsetningargerðin yrði felld úr gildi og kyrrsetningu á eignum þeirra aflétt. Samkvæmt úrskurðinum, sem Fréttablaðið hefur undir höndum, hafnar dómurinn kröfu þremenninganna. Kyrrsetning eigna þeirra stendur því og rannsókn skattrannsóknarstjóra á meintum brotum stendur enn yfir. Í máli Jónsa var um að ræða kyrrsetningu á átta fasteignum, fjórum ökutækjum, bankareikningum og hlutafé í þremur félögum. Þá voru tvær fasteignir í eigu trommarans Orra Páls kyrrsettar, en verðmæti þeirra er um 82 milljónir króna. Tvær fasteignir í eigu bassaleikarans Georgs Holm voru kyrrsettar og er verðmæti þeirra 78,5 milljónir. Í úrskurði dómsins í stærsta málinu, er varðar Jónsa, er upplýst að hann hafi komið með talsverða fjármuni til landsins í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og að hinar kyrrsettu fasteignir, sem metnar voru af tollstjóra á alls tæpar 400 milljónir króna, hafi verið bundnar kvöðum bankans vegna þess. Kvöðum sem lögmaður Jónsa taldi gera kyrrsetningu þeirra óþarfa en á það féllst dómurinn ekki. Hjördís Halldórsdóttir, lögmaður þremenninganna í málunum þremur, segir að niðurstöðu héraðsdóms verði áfrýjað til Landsréttar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54 Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru alls metnar á 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá. 16. mars 2018 16:45 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar stefna tollstjóra Þeir Georg Holm, Jón Þór Birgisson og Orri Páll Dýrason, meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rós, hafa stefnt tollstjóra. 16. maí 2018 10:54
Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru alls metnar á 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá. 16. mars 2018 16:45
Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00