Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2018 16:45 Jónsi á þó nokkuð margar eignir við Spítalastíg í Reykjavík. vísir/rakel Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru metnar á alls 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Eignirnar voru kyrrsettar af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í desember síðastliðnum að kröfu tollstjóra vegna meintra skattalagabrota meðlima Sigur Rósar. Var hljómsveitinni tilkynnt það síðla árs 2014 að ekki hefði verið staðið rétt að framtalsgerðsskilum meðlima sveitarinnar á árunum 2010 til 2014.Sjá einnig:Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Segir Sigur Rós í yfirlýsingu að hljómsveitin hafi fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þyki miður að ákveðið hafi verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra, sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafi meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins.Jónsi rekur verslun ásamt fjölskyldu sinni við Fischersund 3.vísir/rakelÍ kyrrsetningargerðinni, sem Vísir hefur undir höndum, eru taldar upp þær eignir meðlima hljómsveitarinnar sem kyrrsettar eru. Í tilfelli Jónsa, eins og söngvarinn er betur þekktur, eru alls þrettán fasteignir en tíu þeirra eru við Spítalastíg. Í fyrsta lagi er um að ræða þrjár íbúðir við Spítalastíg 4B en húsið var byggt árið 1903. Eru íbúðirnar metnar á samtals 99,3 milljónir króna. Í öðru lagi er um að ræða fjórar íbúðir í húsi við Spítalastíg 6 sem byggt er árið 1904. Eru þær íbúðir metnar á samtals 124,9 milljónir króna. Í þriðja lagi er svo um ræða lítið raðhús við Spítalastíg 4 sem byggt var árið 1946 og er metið á tæpar 25,5 milljónir króna. Sjá einnig:Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvikEin af fasteignum Jónsa sem kyrrsettar voru er á Stokkseyri.vísir/rakelAuk þessa íbúðarhúsnæðis við Spítalastíg eru eignirnar Spítalastígur 6A og Spítalastígur 4A í eigu Jónsa en í báðum tilfellum er um að ræða íbúðarlóðir. Er lóðin við Spítalastíg 6A metin á rúmlega 11,8 milljónir króna og lóðin á Spítalastíg 4A metin á 14,7 milljónir króna. Jónsi á síðan fasteign við Fischersund 3 í Reykjavík en í desember síðastliðnum opnaði hann verslun þar ásamt fjölskyldu sinni. Þá á hann helmingshlut í eign við Bergstaðastræti í Reykjavík og íbúðarhús á Stokkseyri. Kyrrsetning eigna Jónsa nemur alls 638 milljónum króna og ná til ofantaldra fasteigna auk tveggja bifhjóla, tveggja bifreiða, sex bankareikninga og hlutafjár í þremur fyrirtækjum. Þá voru tvær fasteignir í eigu Orra Páls Dýrasonar, trommara, kyrrsettar sem og tvær fasteignir í eigu bassaleikarans, Georgs Holm. Samtals nemur fjárhæð eignanna sem kyrrsettar voru tæplega 800 milljónum króna. Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir. 16. mars 2018 04:51 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru metnar á alls 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Eignirnar voru kyrrsettar af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í desember síðastliðnum að kröfu tollstjóra vegna meintra skattalagabrota meðlima Sigur Rósar. Var hljómsveitinni tilkynnt það síðla árs 2014 að ekki hefði verið staðið rétt að framtalsgerðsskilum meðlima sveitarinnar á árunum 2010 til 2014.Sjá einnig:Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Segir Sigur Rós í yfirlýsingu að hljómsveitin hafi fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þyki miður að ákveðið hafi verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra, sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafi meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins.Jónsi rekur verslun ásamt fjölskyldu sinni við Fischersund 3.vísir/rakelÍ kyrrsetningargerðinni, sem Vísir hefur undir höndum, eru taldar upp þær eignir meðlima hljómsveitarinnar sem kyrrsettar eru. Í tilfelli Jónsa, eins og söngvarinn er betur þekktur, eru alls þrettán fasteignir en tíu þeirra eru við Spítalastíg. Í fyrsta lagi er um að ræða þrjár íbúðir við Spítalastíg 4B en húsið var byggt árið 1903. Eru íbúðirnar metnar á samtals 99,3 milljónir króna. Í öðru lagi er um að ræða fjórar íbúðir í húsi við Spítalastíg 6 sem byggt er árið 1904. Eru þær íbúðir metnar á samtals 124,9 milljónir króna. Í þriðja lagi er svo um ræða lítið raðhús við Spítalastíg 4 sem byggt var árið 1946 og er metið á tæpar 25,5 milljónir króna. Sjá einnig:Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvikEin af fasteignum Jónsa sem kyrrsettar voru er á Stokkseyri.vísir/rakelAuk þessa íbúðarhúsnæðis við Spítalastíg eru eignirnar Spítalastígur 6A og Spítalastígur 4A í eigu Jónsa en í báðum tilfellum er um að ræða íbúðarlóðir. Er lóðin við Spítalastíg 6A metin á rúmlega 11,8 milljónir króna og lóðin á Spítalastíg 4A metin á 14,7 milljónir króna. Jónsi á síðan fasteign við Fischersund 3 í Reykjavík en í desember síðastliðnum opnaði hann verslun þar ásamt fjölskyldu sinni. Þá á hann helmingshlut í eign við Bergstaðastræti í Reykjavík og íbúðarhús á Stokkseyri. Kyrrsetning eigna Jónsa nemur alls 638 milljónum króna og ná til ofantaldra fasteigna auk tveggja bifhjóla, tveggja bifreiða, sex bankareikninga og hlutafjár í þremur fyrirtækjum. Þá voru tvær fasteignir í eigu Orra Páls Dýrasonar, trommara, kyrrsettar sem og tvær fasteignir í eigu bassaleikarans, Georgs Holm. Samtals nemur fjárhæð eignanna sem kyrrsettar voru tæplega 800 milljónum króna.
Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir. 16. mars 2018 04:51 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir. 16. mars 2018 04:51
Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00