Eignir Jónsa við Spítalastíg metnar á 276 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. mars 2018 16:45 Jónsi á þó nokkuð margar eignir við Spítalastíg í Reykjavík. vísir/rakel Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru metnar á alls 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Eignirnar voru kyrrsettar af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í desember síðastliðnum að kröfu tollstjóra vegna meintra skattalagabrota meðlima Sigur Rósar. Var hljómsveitinni tilkynnt það síðla árs 2014 að ekki hefði verið staðið rétt að framtalsgerðsskilum meðlima sveitarinnar á árunum 2010 til 2014.Sjá einnig:Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Segir Sigur Rós í yfirlýsingu að hljómsveitin hafi fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þyki miður að ákveðið hafi verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra, sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafi meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins.Jónsi rekur verslun ásamt fjölskyldu sinni við Fischersund 3.vísir/rakelÍ kyrrsetningargerðinni, sem Vísir hefur undir höndum, eru taldar upp þær eignir meðlima hljómsveitarinnar sem kyrrsettar eru. Í tilfelli Jónsa, eins og söngvarinn er betur þekktur, eru alls þrettán fasteignir en tíu þeirra eru við Spítalastíg. Í fyrsta lagi er um að ræða þrjár íbúðir við Spítalastíg 4B en húsið var byggt árið 1903. Eru íbúðirnar metnar á samtals 99,3 milljónir króna. Í öðru lagi er um að ræða fjórar íbúðir í húsi við Spítalastíg 6 sem byggt er árið 1904. Eru þær íbúðir metnar á samtals 124,9 milljónir króna. Í þriðja lagi er svo um ræða lítið raðhús við Spítalastíg 4 sem byggt var árið 1946 og er metið á tæpar 25,5 milljónir króna. Sjá einnig:Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvikEin af fasteignum Jónsa sem kyrrsettar voru er á Stokkseyri.vísir/rakelAuk þessa íbúðarhúsnæðis við Spítalastíg eru eignirnar Spítalastígur 6A og Spítalastígur 4A í eigu Jónsa en í báðum tilfellum er um að ræða íbúðarlóðir. Er lóðin við Spítalastíg 6A metin á rúmlega 11,8 milljónir króna og lóðin á Spítalastíg 4A metin á 14,7 milljónir króna. Jónsi á síðan fasteign við Fischersund 3 í Reykjavík en í desember síðastliðnum opnaði hann verslun þar ásamt fjölskyldu sinni. Þá á hann helmingshlut í eign við Bergstaðastræti í Reykjavík og íbúðarhús á Stokkseyri. Kyrrsetning eigna Jónsa nemur alls 638 milljónum króna og ná til ofantaldra fasteigna auk tveggja bifhjóla, tveggja bifreiða, sex bankareikninga og hlutafjár í þremur fyrirtækjum. Þá voru tvær fasteignir í eigu Orra Páls Dýrasonar, trommara, kyrrsettar sem og tvær fasteignir í eigu bassaleikarans, Georgs Holm. Samtals nemur fjárhæð eignanna sem kyrrsettar voru tæplega 800 milljónum króna. Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir. 16. mars 2018 04:51 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Tíu eignir Jóns Þórs Birgissonar, söngvara Sigur Rósar, við Spítalastíg í miðborg Reykjavíkur eru metnar á alls 276,2 milljónir króna samkvæmt fasteignamati í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands. Eignirnar voru kyrrsettar af sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í desember síðastliðnum að kröfu tollstjóra vegna meintra skattalagabrota meðlima Sigur Rósar. Var hljómsveitinni tilkynnt það síðla árs 2014 að ekki hefði verið staðið rétt að framtalsgerðsskilum meðlima sveitarinnar á árunum 2010 til 2014.Sjá einnig:Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Segir Sigur Rós í yfirlýsingu að hljómsveitin hafi fullan skilning á rannsókn skattrannsóknarstjóra en þyki miður að ákveðið hafi verið að krefjast kyrrsetningar á eignum þeirra, sérstaklega vegna þess að frá upphafi hafi meðlimir hljómsveitarinnar verið samstarfsfúsir við rannsókn málsins.Jónsi rekur verslun ásamt fjölskyldu sinni við Fischersund 3.vísir/rakelÍ kyrrsetningargerðinni, sem Vísir hefur undir höndum, eru taldar upp þær eignir meðlima hljómsveitarinnar sem kyrrsettar eru. Í tilfelli Jónsa, eins og söngvarinn er betur þekktur, eru alls þrettán fasteignir en tíu þeirra eru við Spítalastíg. Í fyrsta lagi er um að ræða þrjár íbúðir við Spítalastíg 4B en húsið var byggt árið 1903. Eru íbúðirnar metnar á samtals 99,3 milljónir króna. Í öðru lagi er um að ræða fjórar íbúðir í húsi við Spítalastíg 6 sem byggt er árið 1904. Eru þær íbúðir metnar á samtals 124,9 milljónir króna. Í þriðja lagi er svo um ræða lítið raðhús við Spítalastíg 4 sem byggt var árið 1946 og er metið á tæpar 25,5 milljónir króna. Sjá einnig:Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvikEin af fasteignum Jónsa sem kyrrsettar voru er á Stokkseyri.vísir/rakelAuk þessa íbúðarhúsnæðis við Spítalastíg eru eignirnar Spítalastígur 6A og Spítalastígur 4A í eigu Jónsa en í báðum tilfellum er um að ræða íbúðarlóðir. Er lóðin við Spítalastíg 6A metin á rúmlega 11,8 milljónir króna og lóðin á Spítalastíg 4A metin á 14,7 milljónir króna. Jónsi á síðan fasteign við Fischersund 3 í Reykjavík en í desember síðastliðnum opnaði hann verslun þar ásamt fjölskyldu sinni. Þá á hann helmingshlut í eign við Bergstaðastræti í Reykjavík og íbúðarhús á Stokkseyri. Kyrrsetning eigna Jónsa nemur alls 638 milljónum króna og ná til ofantaldra fasteigna auk tveggja bifhjóla, tveggja bifreiða, sex bankareikninga og hlutafjár í þremur fyrirtækjum. Þá voru tvær fasteignir í eigu Orra Páls Dýrasonar, trommara, kyrrsettar sem og tvær fasteignir í eigu bassaleikarans, Georgs Holm. Samtals nemur fjárhæð eignanna sem kyrrsettar voru tæplega 800 milljónum króna.
Tengdar fréttir Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir. 16. mars 2018 04:51 Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Meðlimir Sigur Rósar sakaðir um skattsvik Sýslumaður kyrrsetti eignir meðlima Sigur Rósar upp á tæplega 800 milljónir króna vegna meintra skattalagabrota. Hljómsveitarmeðlimir mótmæltu allir. 16. mars 2018 04:51
Eintómt klúður segir bassaleikari Sigur Rósar Georg Holm, bassaleikari Sigur Rósar, segir að verið sé að vinna í því að laga það sem fór úrskeiðis varðandi uppgjör hans og tveggja annarra meðlima hljómsveitarinnar, þá Orra Páls Dýrasonar og Jóns Þórs Birgissonar, við skattayfirvöld. 16. mars 2018 16:00