Þakklætisvottur fyrir uppsafnaða hamingju Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 16. ágúst 2018 06:45 Ragna, dóttir Helgu Rögnu Pálsdóttur og Helga Eggertssonar í Gróðrarstöðinni í Kjarri, tók við viðurkenningunni fyrir þeirra hönd. Elliði er í miðið og Jónas lengst til hægri. Eitt af fyrstu verkefnum Elliða Vignissonar, nýs bæjarstóra Ölfuss, var að veita bæði lista- og menningarverðlaun og umhverfisverðlaun Ölfuss fyrir árið 2018. Þau fyrrnefndu hlaut tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson fyrir framlag sitt á sviði lista og menningar til sveitarfélagsins. Í rökstuðningi kom fram að hann hafi margoft haldið tónleika eða verið hluti af menningarviðburðum í Þorlákshöfn og sé alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, hafi hann tök á því. Því var við hæfi að heyra í Jónasi. „Ég er frá Þorlákshöfn, fæddur og uppalinn þar og byrjaði í tónlist í Lúðrasveit Þorlákshafnar,“ útskýrir hann. „Svo gerði ég dálítið stórt heimabyggðarverkefni árið 2012. Þá var ég með Lúðrasveit Þorlákshafnar í að gera plötu. Þar var lag sem var mikið spilað sem heitir Hafið er svart, það var til dæmis tekið upp af mér með Lúðrasveit Þorlákshafnar í kirkjunni í Þorlákshöfn,“ segir Jónas sem kveðst alltaf halda góðum tengslum við sína heimabyggð og hugsa hlýtt til hennar. Nefnir annað dæmi um það. „Ég hef haft það prinsipp að láta ekki nota tónlistina mína í auglýsingar. En svo sýndi sveitarfélagið Ölfus áhuga á að nota lagið mitt Hamingjan er hér í auglýsingu og ég gaf því ótakmarkað leyfi fyrir því lagi. Nú hefur það verið með auglýsingaherferð í tvö ár þar sem þetta lag hefur hljómað. Það virkar svona vel. Ég held að þessi viðurkenning sé þakklætisvottur fyrir uppsafnaða hamingju. Mér þykir mjög vænt um það.“ Umhverfisverðlaun Ölfuss 2018 hlaut Gróðrarstöðin í Kjarri fyrir einstaklega fallegt og snyrtilegt umhverfi. Gróðrarstöðin er í eigu hjónanna Helgu Rögnu Pálsdóttur og Helga Eggertssonar og frá árinu 1981 hafa þau byggt þar upp garðplöntuframleiðslu. Ragna, dóttir Helgu og Helga, tók við verðlaununum fyrir þeirra hönd. Verðlaunagripina gerði Dagný Magnúsdóttir glerlistakona og eigandi kaffihússins/glerlistasmiðjunnar Hendur í Höfn í Þorlákshöfn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Eitt af fyrstu verkefnum Elliða Vignissonar, nýs bæjarstóra Ölfuss, var að veita bæði lista- og menningarverðlaun og umhverfisverðlaun Ölfuss fyrir árið 2018. Þau fyrrnefndu hlaut tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson fyrir framlag sitt á sviði lista og menningar til sveitarfélagsins. Í rökstuðningi kom fram að hann hafi margoft haldið tónleika eða verið hluti af menningarviðburðum í Þorlákshöfn og sé alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd, hafi hann tök á því. Því var við hæfi að heyra í Jónasi. „Ég er frá Þorlákshöfn, fæddur og uppalinn þar og byrjaði í tónlist í Lúðrasveit Þorlákshafnar,“ útskýrir hann. „Svo gerði ég dálítið stórt heimabyggðarverkefni árið 2012. Þá var ég með Lúðrasveit Þorlákshafnar í að gera plötu. Þar var lag sem var mikið spilað sem heitir Hafið er svart, það var til dæmis tekið upp af mér með Lúðrasveit Þorlákshafnar í kirkjunni í Þorlákshöfn,“ segir Jónas sem kveðst alltaf halda góðum tengslum við sína heimabyggð og hugsa hlýtt til hennar. Nefnir annað dæmi um það. „Ég hef haft það prinsipp að láta ekki nota tónlistina mína í auglýsingar. En svo sýndi sveitarfélagið Ölfus áhuga á að nota lagið mitt Hamingjan er hér í auglýsingu og ég gaf því ótakmarkað leyfi fyrir því lagi. Nú hefur það verið með auglýsingaherferð í tvö ár þar sem þetta lag hefur hljómað. Það virkar svona vel. Ég held að þessi viðurkenning sé þakklætisvottur fyrir uppsafnaða hamingju. Mér þykir mjög vænt um það.“ Umhverfisverðlaun Ölfuss 2018 hlaut Gróðrarstöðin í Kjarri fyrir einstaklega fallegt og snyrtilegt umhverfi. Gróðrarstöðin er í eigu hjónanna Helgu Rögnu Pálsdóttur og Helga Eggertssonar og frá árinu 1981 hafa þau byggt þar upp garðplöntuframleiðslu. Ragna, dóttir Helgu og Helga, tók við verðlaununum fyrir þeirra hönd. Verðlaunagripina gerði Dagný Magnúsdóttir glerlistakona og eigandi kaffihússins/glerlistasmiðjunnar Hendur í Höfn í Þorlákshöfn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira