Samningaviðræður um Heklureitinn strand Sveinn Arnarsson skrifar 16. ágúst 2018 05:52 Heklureiturinn á að skila borginni um 350 íbúðum miðsvæðis. Samningaviðræður þokast hægt. Fréttablaðið/Eyþór. Samkomulag á milli Heklu og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á Heklureitnum og þéttingu byggðar við Laugaveg er enn ekki í augsýn þrátt fyrir vilja beggja til að byggja upp á reitnum og færa höfuðstöðvar Heklu upp í Breiðholt. Formaður skipulagsráðs borgarinnar segir mikilvægt að gæta hagsmuna borgarinnar í hvívetna við samningagerðina. Í byrjun maímánaðar, rétt fyrir kosningar til sveitarstjórna, var kynnt með pompi og prakt viljayfirlýsing Heklu hf. og Reykjavíkurborgar um að byggðar yrðu um 350 íbúðir þar sem höfuðstöðvar Heklu eru nú við Laugaveg. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, skrifuðu þá undir yfirlýsinguna um samstillta uppbyggingu og flutning höfuðstöðvanna. Síðan þá hefur heldur sigið á ógæfuhliðina í samningaviðræðunum og sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa samningar ekki náðst þar sem Hekla telur Reykjavíkurborg reyna um of að rýra hag fyrirtækisins af þessum vistaskiptum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagssviðs borgarinnar.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir mikilvægt að gæta hagsmuna borgarbúa. „Nei, það hafa ekki náðst samningar. Þetta er að mínu mati mikilvægur þéttingarreitur í borginni og við vonumst eftir því að samningar muni nást með haustinu. Samningaviðræður eru í gangi og þær taka bara tíma en ég er jákvæð um að þær klárist,“ segir hún. Þegar Sigurborg Ósk er spurð út í hvort borgin sé of kröfuhörð í samningaviðræðunum og hvort eigendur Heklu telji sig svikna af viljayfirlýsingunni segist hún ekki geta farið ítarlega yfir samninginn í fjölmiðl- um. „Ég get ekki farið ofan í saumana á þeim atriðum sem við erum að semja um. Við gætum hagsmuna Reykjavíkurborgar og almennings og það er það sem vakir fyrir okkur í öllum samningaviðræðum,“ segir hún. „Þegar samningar nást hefst hefðbundið skipulagsferli. Við vonumst eftir því að framkvæmdir geti hafist á næsta ári.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Samkomulag á milli Heklu og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á Heklureitnum og þéttingu byggðar við Laugaveg er enn ekki í augsýn þrátt fyrir vilja beggja til að byggja upp á reitnum og færa höfuðstöðvar Heklu upp í Breiðholt. Formaður skipulagsráðs borgarinnar segir mikilvægt að gæta hagsmuna borgarinnar í hvívetna við samningagerðina. Í byrjun maímánaðar, rétt fyrir kosningar til sveitarstjórna, var kynnt með pompi og prakt viljayfirlýsing Heklu hf. og Reykjavíkurborgar um að byggðar yrðu um 350 íbúðir þar sem höfuðstöðvar Heklu eru nú við Laugaveg. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Friðbert Friðbertsson, forstjóri Heklu, skrifuðu þá undir yfirlýsinguna um samstillta uppbyggingu og flutning höfuðstöðvanna. Síðan þá hefur heldur sigið á ógæfuhliðina í samningaviðræðunum og sam- kvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa samningar ekki náðst þar sem Hekla telur Reykjavíkurborg reyna um of að rýra hag fyrirtækisins af þessum vistaskiptum. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagssviðs borgarinnar.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs, segir mikilvægt að gæta hagsmuna borgarbúa. „Nei, það hafa ekki náðst samningar. Þetta er að mínu mati mikilvægur þéttingarreitur í borginni og við vonumst eftir því að samningar muni nást með haustinu. Samningaviðræður eru í gangi og þær taka bara tíma en ég er jákvæð um að þær klárist,“ segir hún. Þegar Sigurborg Ósk er spurð út í hvort borgin sé of kröfuhörð í samningaviðræðunum og hvort eigendur Heklu telji sig svikna af viljayfirlýsingunni segist hún ekki geta farið ítarlega yfir samninginn í fjölmiðl- um. „Ég get ekki farið ofan í saumana á þeim atriðum sem við erum að semja um. Við gætum hagsmuna Reykjavíkurborgar og almennings og það er það sem vakir fyrir okkur í öllum samningaviðræðum,“ segir hún. „Þegar samningar nást hefst hefðbundið skipulagsferli. Við vonumst eftir því að framkvæmdir geti hafist á næsta ári.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira