Tók yfirdrátt fyrir brjóstnámi í Englandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. september 2018 20:00 Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. Síðasta haust komst Linda Unnarsdóttir að því að hún er með stökkbreytingu í BRCA1-geni sem eykur líkurnar á því að hún greinist einhvern tímann með brjóstakrabbamein um allt að áttatíu prósent. „Ég var í rauninni þá bara strax búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera. Það var ekkert annað í boði og ég ætlaði bara að fara í brjóstnám," segir Linda. Á Landspítalanum var einungis ein aðgerð í boði. Að fara í brjóstnám og fá sílíkonpúða í kjölfarið. Þar sem Linda hafði heyrt slæmar reynslusögur um þá leið óskaði hún eftir aðgerð sem felur í sér uppbyggingu á eigin brjóstvef eftir brjóstnám. „Og ég fékk þá neitun. Það er vegna þess að það er bara einn æðaskurðlæknir sem starfar á Íslandi og framkvæmir þessa aðgerð. En hann er búsettur erlendis og kemur bara á nokkurra vikna fresti og framkvæmir þessa aðgerð," segir Linda. Þar sem konur sem hafa greinst með krabbamein fá einungis að fara í aðgerðina á Landspítalanum sneri Linda sér til læknis á Klíníkinni. Hann starfrækir einnig stofu á Englandi og sagði hana að eiga kost á aðgerðinni þar. „Hann segir mér þá að ég eigi rétt á því að fara þessa leið. Þessa sjúkratryggingaleið og hann fer bara strax í það að sækja fyrir mig um endurgreiðslu frá sjúkratryggingum," segir Linda.Klíníkin við Ármúla 9 er heilsumiðstöð í eigu lækna sem þar starfa.Vísir/ErnirSamkvæmt lögum um sjúkratryggingar eiga íslenskir ríkisborgarar rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðru EES-ríki og sjúkratryggingar endurgreiða kostnaðinn við sambærilega aðgerð hér á landi. Þar sem samningar við sérfræðilækna renna út um áramótin er að sögn læknis á Klíníkinni þegar farið að skipuleggja nokkrar sambærilegar aðgerðir í Englandi þar sem rétturinn til endurgreiðslu frá sjúkratryggingum er tryggður. Í Morgunblaðinu í dag var til dæmis rætt við konu sem hyggur á sömu aðgerð í Englandi. Linda þurfti sjálf að greiða fyrir flug, sjúkrahótel og uppihald auk þess að leggja út fyrir aðgerðinni sem kostar þrjár og hálfa milljón. Fleiri konur hyggjast fara sömu leið en undanfarið hafa 284 konur greinst með stökkbreytingu í brakkageni. „Ég þurfti náttúrulega að taka yfirdrátt fyrir þessu þar sem maður á ekkert þrjár og hálfa milljón á hverju strái. Og svo er þetta þannig að bankinn er líka að græða á mér. Af því ég er líka að greiða vexti af yfirdráttarheimild af því ég þurfti að greiða fyrir aðgerðina áður en ég fór út," segir Linda. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Kona sem greindist með stökkbreytingu í brakkageni þurfti að fara í brjóstnám á Englandi hjá íslenskum lækni, sem starfar á Íslandi, til þess að fá aðgerðina niðurgreidda hjá Sjúkratryggingum Íslands. Hún tók þriggja og hálfrar milljóna króna yfirdrátt til þess að eiga fyrir aðgerðinni. Síðasta haust komst Linda Unnarsdóttir að því að hún er með stökkbreytingu í BRCA1-geni sem eykur líkurnar á því að hún greinist einhvern tímann með brjóstakrabbamein um allt að áttatíu prósent. „Ég var í rauninni þá bara strax búin að ákveða hvað ég ætlaði að gera. Það var ekkert annað í boði og ég ætlaði bara að fara í brjóstnám," segir Linda. Á Landspítalanum var einungis ein aðgerð í boði. Að fara í brjóstnám og fá sílíkonpúða í kjölfarið. Þar sem Linda hafði heyrt slæmar reynslusögur um þá leið óskaði hún eftir aðgerð sem felur í sér uppbyggingu á eigin brjóstvef eftir brjóstnám. „Og ég fékk þá neitun. Það er vegna þess að það er bara einn æðaskurðlæknir sem starfar á Íslandi og framkvæmir þessa aðgerð. En hann er búsettur erlendis og kemur bara á nokkurra vikna fresti og framkvæmir þessa aðgerð," segir Linda. Þar sem konur sem hafa greinst með krabbamein fá einungis að fara í aðgerðina á Landspítalanum sneri Linda sér til læknis á Klíníkinni. Hann starfrækir einnig stofu á Englandi og sagði hana að eiga kost á aðgerðinni þar. „Hann segir mér þá að ég eigi rétt á því að fara þessa leið. Þessa sjúkratryggingaleið og hann fer bara strax í það að sækja fyrir mig um endurgreiðslu frá sjúkratryggingum," segir Linda.Klíníkin við Ármúla 9 er heilsumiðstöð í eigu lækna sem þar starfa.Vísir/ErnirSamkvæmt lögum um sjúkratryggingar eiga íslenskir ríkisborgarar rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu í öðru EES-ríki og sjúkratryggingar endurgreiða kostnaðinn við sambærilega aðgerð hér á landi. Þar sem samningar við sérfræðilækna renna út um áramótin er að sögn læknis á Klíníkinni þegar farið að skipuleggja nokkrar sambærilegar aðgerðir í Englandi þar sem rétturinn til endurgreiðslu frá sjúkratryggingum er tryggður. Í Morgunblaðinu í dag var til dæmis rætt við konu sem hyggur á sömu aðgerð í Englandi. Linda þurfti sjálf að greiða fyrir flug, sjúkrahótel og uppihald auk þess að leggja út fyrir aðgerðinni sem kostar þrjár og hálfa milljón. Fleiri konur hyggjast fara sömu leið en undanfarið hafa 284 konur greinst með stökkbreytingu í brakkageni. „Ég þurfti náttúrulega að taka yfirdrátt fyrir þessu þar sem maður á ekkert þrjár og hálfa milljón á hverju strái. Og svo er þetta þannig að bankinn er líka að græða á mér. Af því ég er líka að greiða vexti af yfirdráttarheimild af því ég þurfti að greiða fyrir aðgerðina áður en ég fór út," segir Linda.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira