Innri endurskoðun sem fer með fjármála-og stjórnsýslueftirlit hjá Reykjavíkurborg skilar eftir nokkrar vikur skýrslu um fjögur framúrkeyrsluverkefni að því er fram kemur í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.
Skýrslan fjallar um úttektir á Sundhöll Reykjavíkur, Mathöllinni á Hlemmi, Vesturbæjarskóla og hjólastígunum á Grensásvegi.
Í gær birti Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar skýrslu um endurgerð Braggans við Nauthólsveg 100 en í henni kom fram að koma hefði mátt í veg fyrir framúrkeyrsluna ef gerðar hefðu verið úrbætur í samræmi við ábendingar frá árinu 2015 og þá hafi sveitarstjórnarlög og lög um skjalasöfn verið brotin.
Samtals fóru verkefnin fjögur mörg hundruð milljónir fram úr kostnaðaráætlun.
Von á nýrri úttekt Innri endurskoðunar vegna fjögurra verkefna

Tengdar fréttir

Segist ósáttur við framúrkeyrslu og finnur til ábyrgðar vegna Braggamálsins
Vill nýta skýrslu Innri endurskoðunar til umbóta.

Dagur ætlar ekki að segja af sér vegna braggamálsins
Borgarstjóri segir að gera verði betur og að farið hafi verið í pólitískar skotgrafir þegar málið kom upp í sumar.

Borgarfulltrúar í miklum umbótaham eftir útgáfu Braggaskýrslunnar
Borgarfulltrúar sem Vísir náði tali af í dag sammælast um draga þurfi lærdóm af Braggamálinu en skýrsla Innri endurskoðunar varðandi framkvæmdirnar var birt síðdegis.

Hrólfur hlýtur harða útreið í Braggaskýrslu Innri endurskoðunar
Dæmi eru um að villandi og jafnvel rangar upplýsingar varðandi framkvæmdir við Braggann í Nauthólsvík hafi farið til borgarráðs, auk þess sem borgarráð var ekki nægilega upplýst um framvindu mála.