Ráðherra segir einingu innan ríkisstjórnar um orkupakkann Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. nóvember 2018 08:00 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að falla frá frumvarpi sem heimilaði lagningu raflína frá Kröfluvirkjun að Bakka. Fréttablaðið/anton Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. „Menn verða að horfa á þetta í því samhengi sem málið er í. Þetta snýst um EES-samninginn. Ég hef áður reifað það að þetta er ekki fyrsta málið þar sem menn hafa áhyggjur af því að tveggja stoða kerfið sé ekki virt sem skyldi og að við séum að ganga of langt gagnvart stjórnarskránni,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra um þriðja orkupakka ESB. Sameiginlega EES-nefndin samþykkti í maí á síðasta ári að taka þriðja orkupakka ESB upp í EES-samninginn. Noregur og Liechtenstein hafa þegar samþykkt tilskipunina en þurfa að bíða þess að Ísland geri það svo hún öðlist gildi. Til stendur að leggja fram þingmál í febrúar til að afgreiða málið. „Það er engin óeining innan ríkisstjórnarinnar um málið,“ segir Þórdís. Þær lagagerðir sem mynda þriðja orkupakka ESB voru samþykktar 2009. Um var að ræða breytingar á lagaumhverfi innri markaðar ESB fyrir raforku og jarðgas. Með pakkanum var gerð enn skýrari aðgreining milli eignarhalds flutningskerfis raforku og annarrar orkutengdrar starfsemi. Þá er lögð áhersla á sjálfstæði innlendra eftirlitsstofnana og sett var á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði sem beri heitið ACER. Sú stofnun getur tekið lagalega bindandi ákvarðanir gagnvart eftirlitsaðilum aðildarríkja ESB. Samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar mun Eftirlitsstofnun EFTA hafa þessar valdheimildir þegar kemur að ríkjum EES. „Þetta er auðvitað mál sem kemur inn á tilfinningar fólks af því að Íslendingar, sem betur fer, átta sig á því að við erum mjög rík af náttúruauðlindum og við viljum hafa stjórn á þeim sjálf,“ segir Þórdís. Hún bendir á að þetta mál snúi eingöngu að því að þegar við höfum tekið ákvörðun um að nýta sameiginlegar auðlindir til að framleiða raforku, sé litið á raforkuna sem vöru. „Það er ekkert sem er að gerast með innleiðingu á þriðja orkupakkanum. Það er búið að vera þannig frá því að fyrsti orkupakkinn var innleiddur 2003.“ Ekkert liggi þó á og verið sé að skoða málið með ítarlegri hætti en áður hafi verið gert. Ráðherrann segist skilja að spurt sé hvers vegna verið sé að innleiða reglugerðir og tilskipanir sem snúi að meginstefinu til um sameiginlegan orkumarkað þegar Íslendingar séu með einangrað raforkukerfi sem ekki standi til að breyta „Við höfum aldrei látið á það reyna að segja einfaldlega nei við að innleiða gerðir sem hafa verið teknar upp í sameiginlegu EES-nefndinni. Það er auðvitað okkar ákvörðun að gera það. Þá verða menn bara að vera tilbúnir að taka afleiðingunum. Við höfum í 25 ár talið að hagsmunum okkar sé betur borgið með EES-samningnum. Ég er ennþá þeirrar skoðunar og það er ríkisstjórnin líka.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir að horfa verði á þriðja orkupakkann í samhengi við EES-samninginn. Ekki í fyrsta skipti sem því sé haldið fram að of langt sé gengið gagnvart stjórnarskrá. „Menn verða að horfa á þetta í því samhengi sem málið er í. Þetta snýst um EES-samninginn. Ég hef áður reifað það að þetta er ekki fyrsta málið þar sem menn hafa áhyggjur af því að tveggja stoða kerfið sé ekki virt sem skyldi og að við séum að ganga of langt gagnvart stjórnarskránni,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra um þriðja orkupakka ESB. Sameiginlega EES-nefndin samþykkti í maí á síðasta ári að taka þriðja orkupakka ESB upp í EES-samninginn. Noregur og Liechtenstein hafa þegar samþykkt tilskipunina en þurfa að bíða þess að Ísland geri það svo hún öðlist gildi. Til stendur að leggja fram þingmál í febrúar til að afgreiða málið. „Það er engin óeining innan ríkisstjórnarinnar um málið,“ segir Þórdís. Þær lagagerðir sem mynda þriðja orkupakka ESB voru samþykktar 2009. Um var að ræða breytingar á lagaumhverfi innri markaðar ESB fyrir raforku og jarðgas. Með pakkanum var gerð enn skýrari aðgreining milli eignarhalds flutningskerfis raforku og annarrar orkutengdrar starfsemi. Þá er lögð áhersla á sjálfstæði innlendra eftirlitsstofnana og sett var á fót samstarfsstofnun eftirlitsaðila á orkumarkaði sem beri heitið ACER. Sú stofnun getur tekið lagalega bindandi ákvarðanir gagnvart eftirlitsaðilum aðildarríkja ESB. Samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar mun Eftirlitsstofnun EFTA hafa þessar valdheimildir þegar kemur að ríkjum EES. „Þetta er auðvitað mál sem kemur inn á tilfinningar fólks af því að Íslendingar, sem betur fer, átta sig á því að við erum mjög rík af náttúruauðlindum og við viljum hafa stjórn á þeim sjálf,“ segir Þórdís. Hún bendir á að þetta mál snúi eingöngu að því að þegar við höfum tekið ákvörðun um að nýta sameiginlegar auðlindir til að framleiða raforku, sé litið á raforkuna sem vöru. „Það er ekkert sem er að gerast með innleiðingu á þriðja orkupakkanum. Það er búið að vera þannig frá því að fyrsti orkupakkinn var innleiddur 2003.“ Ekkert liggi þó á og verið sé að skoða málið með ítarlegri hætti en áður hafi verið gert. Ráðherrann segist skilja að spurt sé hvers vegna verið sé að innleiða reglugerðir og tilskipanir sem snúi að meginstefinu til um sameiginlegan orkumarkað þegar Íslendingar séu með einangrað raforkukerfi sem ekki standi til að breyta „Við höfum aldrei látið á það reyna að segja einfaldlega nei við að innleiða gerðir sem hafa verið teknar upp í sameiginlegu EES-nefndinni. Það er auðvitað okkar ákvörðun að gera það. Þá verða menn bara að vera tilbúnir að taka afleiðingunum. Við höfum í 25 ár talið að hagsmunum okkar sé betur borgið með EES-samningnum. Ég er ennþá þeirrar skoðunar og það er ríkisstjórnin líka.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira