Reginn telur of langt gengið í að vernda íbúana Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. janúar 2018 08:00 Bergstaðastræti þar sem gatan gengur í gegn um Bjargarstíg. Báðar göturnar á að skilgreina sem aðalgötur. vísir/anton brink Fasteignafélög og íbúasamtök miðborgarinnar eru meðal þeirra sem gera athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi miðbæjar Reykjavíkur vegna veitingahúsa og gististaða. Ýmis sjónarmið togast á. Fasteignafélagið Reginn sem á Lokastíg 2 og Þórsgötu 1 þar sem Hótel Óðinsvé er til húsa mótmælir breytingu á svæðinu þar sem felur í sér að ekki megi breyta núverandi atvinnu- og íbúðarhúsnæði þar í gistiþjónustu. Þetta sé hamlandi fyrir vöxt og viðgang núverandi hótels sem eigi þá ekki lengur möguleika á að taka fleiri byggingar við eða í næsta nágrenni undir hótelið.Benóný Ægisson, formaður Íbúsamtaka Miðborgar Reykjavíkur.vísir/andri marinó„Þetta ógnar rekstri Hótel Óðinsvéa til framtíðar í samkeppni við ný hótel og bindur hendur rekstraraðila Hótels Óðinsvéa til að efla rekstrareininguna með fjölgun herbergja. Fasteignafélagið Reginn telur að með þessari viðbót sé óþarflega langt gengið í þeirri viðleitni að vernda íbúasamfélagið í jaðri miðborgarkjarnans,“ segir í bréfi Regins þar sem vísað er í viðkomandi svæði virki jafnframt sem bakland fyrir miðborgarkjarnann. Stjórn Íbúsamtaka Miðborgarinnar vill þrengri skilgreiningu á aðalgötum og meiri takmarkanir á veitingahúsa- og gistihúsarekstri í miðbænum en í öðrum hverfum. Lögð er áhersla á að hornhús við aðalgötur sem til heyra þó hliðagötum fá ekki sömu heimildir til slíks rekstrar og gildir um aðalgötur. Opnunatími nærri íbúabyggð verði ekki lengdur. „Miðað við venju á íslenskum veitingastöðum eru drykkir framreiddir að lokunartíma og því getur háreysti og ónæði fylgt fram yfir miðnætti," segir í bréfi frá Benóný Ægissyni, formanni íbúasamtakanna. Í greinargerð frá borginni segir meðal annars að ákvæði um veitingastaði miði almennt að því að tryggja að við staðsetningu vínveitingastaða og ákvörðun um opnunartíma þeirra sé tekið tillit til nálægðar við íbúabyggð. „Jafnframt er markmiðið með skýrari ákvæðum að tryggja aukinn sveigjanleika þannig að matsölustaðir með vínveitingaleyfi geti þrifist á völdum svæðum innan íbúðarbyggðar, samanber markmið um fjölbreytni og mannlíf innan hverfanna,“ segir í greinargerðinni. Breytingin var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í þarsíðustu viku og málinu vísað áfram til meðferðar í borgarráði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fasteignafélög og íbúasamtök miðborgarinnar eru meðal þeirra sem gera athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi miðbæjar Reykjavíkur vegna veitingahúsa og gististaða. Ýmis sjónarmið togast á. Fasteignafélagið Reginn sem á Lokastíg 2 og Þórsgötu 1 þar sem Hótel Óðinsvé er til húsa mótmælir breytingu á svæðinu þar sem felur í sér að ekki megi breyta núverandi atvinnu- og íbúðarhúsnæði þar í gistiþjónustu. Þetta sé hamlandi fyrir vöxt og viðgang núverandi hótels sem eigi þá ekki lengur möguleika á að taka fleiri byggingar við eða í næsta nágrenni undir hótelið.Benóný Ægisson, formaður Íbúsamtaka Miðborgar Reykjavíkur.vísir/andri marinó„Þetta ógnar rekstri Hótel Óðinsvéa til framtíðar í samkeppni við ný hótel og bindur hendur rekstraraðila Hótels Óðinsvéa til að efla rekstrareininguna með fjölgun herbergja. Fasteignafélagið Reginn telur að með þessari viðbót sé óþarflega langt gengið í þeirri viðleitni að vernda íbúasamfélagið í jaðri miðborgarkjarnans,“ segir í bréfi Regins þar sem vísað er í viðkomandi svæði virki jafnframt sem bakland fyrir miðborgarkjarnann. Stjórn Íbúsamtaka Miðborgarinnar vill þrengri skilgreiningu á aðalgötum og meiri takmarkanir á veitingahúsa- og gistihúsarekstri í miðbænum en í öðrum hverfum. Lögð er áhersla á að hornhús við aðalgötur sem til heyra þó hliðagötum fá ekki sömu heimildir til slíks rekstrar og gildir um aðalgötur. Opnunatími nærri íbúabyggð verði ekki lengdur. „Miðað við venju á íslenskum veitingastöðum eru drykkir framreiddir að lokunartíma og því getur háreysti og ónæði fylgt fram yfir miðnætti," segir í bréfi frá Benóný Ægissyni, formanni íbúasamtakanna. Í greinargerð frá borginni segir meðal annars að ákvæði um veitingastaði miði almennt að því að tryggja að við staðsetningu vínveitingastaða og ákvörðun um opnunartíma þeirra sé tekið tillit til nálægðar við íbúabyggð. „Jafnframt er markmiðið með skýrari ákvæðum að tryggja aukinn sveigjanleika þannig að matsölustaðir með vínveitingaleyfi geti þrifist á völdum svæðum innan íbúðarbyggðar, samanber markmið um fjölbreytni og mannlíf innan hverfanna,“ segir í greinargerðinni. Breytingin var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í þarsíðustu viku og málinu vísað áfram til meðferðar í borgarráði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira