Reginn telur of langt gengið í að vernda íbúana Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. janúar 2018 08:00 Bergstaðastræti þar sem gatan gengur í gegn um Bjargarstíg. Báðar göturnar á að skilgreina sem aðalgötur. vísir/anton brink Fasteignafélög og íbúasamtök miðborgarinnar eru meðal þeirra sem gera athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi miðbæjar Reykjavíkur vegna veitingahúsa og gististaða. Ýmis sjónarmið togast á. Fasteignafélagið Reginn sem á Lokastíg 2 og Þórsgötu 1 þar sem Hótel Óðinsvé er til húsa mótmælir breytingu á svæðinu þar sem felur í sér að ekki megi breyta núverandi atvinnu- og íbúðarhúsnæði þar í gistiþjónustu. Þetta sé hamlandi fyrir vöxt og viðgang núverandi hótels sem eigi þá ekki lengur möguleika á að taka fleiri byggingar við eða í næsta nágrenni undir hótelið.Benóný Ægisson, formaður Íbúsamtaka Miðborgar Reykjavíkur.vísir/andri marinó„Þetta ógnar rekstri Hótel Óðinsvéa til framtíðar í samkeppni við ný hótel og bindur hendur rekstraraðila Hótels Óðinsvéa til að efla rekstrareininguna með fjölgun herbergja. Fasteignafélagið Reginn telur að með þessari viðbót sé óþarflega langt gengið í þeirri viðleitni að vernda íbúasamfélagið í jaðri miðborgarkjarnans,“ segir í bréfi Regins þar sem vísað er í viðkomandi svæði virki jafnframt sem bakland fyrir miðborgarkjarnann. Stjórn Íbúsamtaka Miðborgarinnar vill þrengri skilgreiningu á aðalgötum og meiri takmarkanir á veitingahúsa- og gistihúsarekstri í miðbænum en í öðrum hverfum. Lögð er áhersla á að hornhús við aðalgötur sem til heyra þó hliðagötum fá ekki sömu heimildir til slíks rekstrar og gildir um aðalgötur. Opnunatími nærri íbúabyggð verði ekki lengdur. „Miðað við venju á íslenskum veitingastöðum eru drykkir framreiddir að lokunartíma og því getur háreysti og ónæði fylgt fram yfir miðnætti," segir í bréfi frá Benóný Ægissyni, formanni íbúasamtakanna. Í greinargerð frá borginni segir meðal annars að ákvæði um veitingastaði miði almennt að því að tryggja að við staðsetningu vínveitingastaða og ákvörðun um opnunartíma þeirra sé tekið tillit til nálægðar við íbúabyggð. „Jafnframt er markmiðið með skýrari ákvæðum að tryggja aukinn sveigjanleika þannig að matsölustaðir með vínveitingaleyfi geti þrifist á völdum svæðum innan íbúðarbyggðar, samanber markmið um fjölbreytni og mannlíf innan hverfanna,“ segir í greinargerðinni. Breytingin var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í þarsíðustu viku og málinu vísað áfram til meðferðar í borgarráði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Sjá meira
Fasteignafélög og íbúasamtök miðborgarinnar eru meðal þeirra sem gera athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi miðbæjar Reykjavíkur vegna veitingahúsa og gististaða. Ýmis sjónarmið togast á. Fasteignafélagið Reginn sem á Lokastíg 2 og Þórsgötu 1 þar sem Hótel Óðinsvé er til húsa mótmælir breytingu á svæðinu þar sem felur í sér að ekki megi breyta núverandi atvinnu- og íbúðarhúsnæði þar í gistiþjónustu. Þetta sé hamlandi fyrir vöxt og viðgang núverandi hótels sem eigi þá ekki lengur möguleika á að taka fleiri byggingar við eða í næsta nágrenni undir hótelið.Benóný Ægisson, formaður Íbúsamtaka Miðborgar Reykjavíkur.vísir/andri marinó„Þetta ógnar rekstri Hótel Óðinsvéa til framtíðar í samkeppni við ný hótel og bindur hendur rekstraraðila Hótels Óðinsvéa til að efla rekstrareininguna með fjölgun herbergja. Fasteignafélagið Reginn telur að með þessari viðbót sé óþarflega langt gengið í þeirri viðleitni að vernda íbúasamfélagið í jaðri miðborgarkjarnans,“ segir í bréfi Regins þar sem vísað er í viðkomandi svæði virki jafnframt sem bakland fyrir miðborgarkjarnann. Stjórn Íbúsamtaka Miðborgarinnar vill þrengri skilgreiningu á aðalgötum og meiri takmarkanir á veitingahúsa- og gistihúsarekstri í miðbænum en í öðrum hverfum. Lögð er áhersla á að hornhús við aðalgötur sem til heyra þó hliðagötum fá ekki sömu heimildir til slíks rekstrar og gildir um aðalgötur. Opnunatími nærri íbúabyggð verði ekki lengdur. „Miðað við venju á íslenskum veitingastöðum eru drykkir framreiddir að lokunartíma og því getur háreysti og ónæði fylgt fram yfir miðnætti," segir í bréfi frá Benóný Ægissyni, formanni íbúasamtakanna. Í greinargerð frá borginni segir meðal annars að ákvæði um veitingastaði miði almennt að því að tryggja að við staðsetningu vínveitingastaða og ákvörðun um opnunartíma þeirra sé tekið tillit til nálægðar við íbúabyggð. „Jafnframt er markmiðið með skýrari ákvæðum að tryggja aukinn sveigjanleika þannig að matsölustaðir með vínveitingaleyfi geti þrifist á völdum svæðum innan íbúðarbyggðar, samanber markmið um fjölbreytni og mannlíf innan hverfanna,“ segir í greinargerðinni. Breytingin var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í þarsíðustu viku og málinu vísað áfram til meðferðar í borgarráði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Skotvopnin reyndust eftirlíkingar Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Sjá meira