Ingi Kristján segir erfitt að bera af sér sakir í því andrúmslofti sem nú ríkir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. janúar 2018 22:45 Ingi Kristján Sigurmarsson segist verða að tjá sig um ásakanir fyrrverandi sambýliskonu sinnar um kynferðislegt ofbeldi þar hann og vinir hans verði fyrir sífellt grófari persónuárásum, hótunum og atvinnurógi. vísir/ernir Ingi Kristján Sigurmarsson segir erfitt að bera af sér sakir um kynferðislegt ofbeldi í því andrúmslofti sem nú ríkir í kjölfar #MeToo-byltingarinnar. Hann verði engu að síður tjá sig þar sem hann og vinir hans verði fyrir sífellt grófari persónuárásum, hótunum og atvinnurógi. Þetta kemur fram í ítarlegri færslu sem Ingi Kristján birti nú í kvöld á Facebook-síðu sinni en málið snýst um ásakanir fyrrverandi sambýliskonu hans, Dýrfinnu Benitu, sem sagt hefur frá því opinberlega að Ingi Kristján hafi nauðgað sér á meðan þau voru par á árunum 2010 og 2011.Viðtal birtist við Dýrfinnu Benitu í DV í liðinni viku þar sem hún lýsti líkamsárás sem hún og kærasti hennar, Þórður Ingi Jónsson, urðu fyrir að morgni Þorláksmessu og lögregla hefur til rannsóknar. Dýrfinna sagði árásina tilraun til þöggunar eftir frásögn hennar í #MeToo-byltingunni en hún segir Inga Kristján vera einn fjögurra manna sem hefðu nauðgað henni um ævina.Þvertekur fyrir að hafa brotið gegn Dýrfinnu á nokkurn háttVísir sagði frá yfirlýsingu Inga Kristjáns vegna málsins í gær þar sem hann hafnaði alfarið „þessum ósönnu fullyrðingum“ og minnti á að hann hefði aldrei verið kærður til lögreglu. Í Facebook-færslu sinni í kvöld ítrekar Ingi Kristján þetta og segist þvertaka fyrir það að hafa brotið á Dýrfinnu á nokkurn hátt. Þá hafi hann aldrei ekkert komið nálægt slagsmálunum á Þorláksmessu. Þau hafi verið ótengd honum og hann ætli ekki að ræða þau eða svara fyrir þau að öðru leyti en því að hann fordæmi allt ofbeldi og haf aldrei „kastað höggi“ á ævinni. „Ég og Dýrfinna Benita vorum í sambandi á árunum 2010 og 2011. Í pistli á Facebook 17. október 2017 sakar hún mig um tvö kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað á þeim tíma. Það er ekki mitt að efast um upplifun annarra. Mín upplifun af okkar samskiptum er þó stórkostlega ólík. Þetta var okkar fyrsta alvöru samband og margt sem hefði mátt fara betur, enda vorum við ung að reyna að fóta okkur í sambúð í fyrsta sinn. Í sambandi okkar komu upp atvik sem við þurftum bæði að biðjast afsökunar á, og var það gert og leyst úr öllum málum strax. Ég þvertek fyrir það að hafa brotið á henni á nokkurn hátt. Ég hlýt að velta fyrir mér hver ástæðan er fyrir því að hún ræðst nú fyrst að mér á jafn óvæginn hátt, sex árum síðar. Af hverju beinir hún reiði sinni að mér einum af þeim fjórum mönnum sem hún sakar um nauðgun? Af hverju beinir hún pistli sínum að vinum mínum en ekki að mér beint? Þetta veldur því að ég get mig hvergi hreyft og hef þurft að sitja undir þessu án leiða til að verja mig eða deila minni reynslu. Þetta mál hefur aldrei snúist um fyrirgefningu eða yfirbót. Það er einungis sett fram af heift, offorsi og blindu hatri, og ég fæ ekki séð að tilgangurinn sé að bæta hennar líðan heldur einungis að eyðileggja líf mitt og mannorð,“ segir Ingi Kristján í upphafi færslu sinnar.„Nú snýst þetta ekki lengur um mig einan heldur þrjátíu manna hóp og því get ég ekki lengur setið hjá“ Í lokin gerir hann síðan #MeToo-byltinguna að umræðuefni: „Kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi á sér djúpar rætur í okkar samfélagi og tímabært að breyting verði þar á. #MeToo hefur valdið gífurlegum þjóðfélagslegum umræðum síðustu mánuði og þegar valdið marktækum breytingum til hins betra. Hreyfingin er afl til að sýna fram á hversu algengt kynbundið ofbeldi er, til að opna á umræðu og styðja við og viðurkenna frásagnir kvenna af ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Að fara út af því spori til að ná fram persónulegum hefndum á nafngreindan einstakling veldur því að ég hef engan vettvang að leiðréttingu á nokkurn hátt. Ég er afar hryggur yfir því að hvergi hafi verið reynt að hafa samband við mig og að ég skuli hafa uppgötvað eðli þessara ásakana í fyrsta sinn með þessum hætti. Fólk fer ólíkar og persónubundnar leiðir til að vinna úr áföllum í lífinu. Ég hef aldrei nokkurn tímann gefið Dýrfinnu ástæðu til að óttast mig eða hræðast – þvert á móti. Ég er ekki hér til að reyna að segja öðrum hvernig þeim á að líða. Ég veit þó að heift, hatur og persónuárásir af þessu tagi gera engan að betri manni, hvorki þá sem beita þeim né þá sem verða fyrir þeim heldur. Það er erfitt að bera af sér sakir í því andrúmslofti sem nú ríkir, en nú snýst þetta ekki lengur um mig einan heldur þrjátíu manna hóp og því get ég ekki lengur setið hjá og látið þetta yfir mig og aðra ganga. Þetta vildi ég sagt hafa og hef engu við að bæta.“Færslu Inga Kristjáns má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Ingi Kristján segir sárt að sitja undir ásökunum um nauðgun Kallaði Egil Einarsson nauðgaraómenni árið 2012 og situr nú undir sams konar ásökunum. 2. janúar 2018 15:15 Ingi Kristján: „Mjög sáttur með dóminn“ „Ég er fyrst og fremst ánægður að þetta mál sé nú lokins frá. Þetta hefur tekið langan tíma og gott að þessu sé lokið,“ segir Ingi Kristján Sigurmarsson. 1. nóvember 2013 14:45 Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ingi Kristján Sigurmarsson segir erfitt að bera af sér sakir um kynferðislegt ofbeldi í því andrúmslofti sem nú ríkir í kjölfar #MeToo-byltingarinnar. Hann verði engu að síður tjá sig þar sem hann og vinir hans verði fyrir sífellt grófari persónuárásum, hótunum og atvinnurógi. Þetta kemur fram í ítarlegri færslu sem Ingi Kristján birti nú í kvöld á Facebook-síðu sinni en málið snýst um ásakanir fyrrverandi sambýliskonu hans, Dýrfinnu Benitu, sem sagt hefur frá því opinberlega að Ingi Kristján hafi nauðgað sér á meðan þau voru par á árunum 2010 og 2011.Viðtal birtist við Dýrfinnu Benitu í DV í liðinni viku þar sem hún lýsti líkamsárás sem hún og kærasti hennar, Þórður Ingi Jónsson, urðu fyrir að morgni Þorláksmessu og lögregla hefur til rannsóknar. Dýrfinna sagði árásina tilraun til þöggunar eftir frásögn hennar í #MeToo-byltingunni en hún segir Inga Kristján vera einn fjögurra manna sem hefðu nauðgað henni um ævina.Þvertekur fyrir að hafa brotið gegn Dýrfinnu á nokkurn háttVísir sagði frá yfirlýsingu Inga Kristjáns vegna málsins í gær þar sem hann hafnaði alfarið „þessum ósönnu fullyrðingum“ og minnti á að hann hefði aldrei verið kærður til lögreglu. Í Facebook-færslu sinni í kvöld ítrekar Ingi Kristján þetta og segist þvertaka fyrir það að hafa brotið á Dýrfinnu á nokkurn hátt. Þá hafi hann aldrei ekkert komið nálægt slagsmálunum á Þorláksmessu. Þau hafi verið ótengd honum og hann ætli ekki að ræða þau eða svara fyrir þau að öðru leyti en því að hann fordæmi allt ofbeldi og haf aldrei „kastað höggi“ á ævinni. „Ég og Dýrfinna Benita vorum í sambandi á árunum 2010 og 2011. Í pistli á Facebook 17. október 2017 sakar hún mig um tvö kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað á þeim tíma. Það er ekki mitt að efast um upplifun annarra. Mín upplifun af okkar samskiptum er þó stórkostlega ólík. Þetta var okkar fyrsta alvöru samband og margt sem hefði mátt fara betur, enda vorum við ung að reyna að fóta okkur í sambúð í fyrsta sinn. Í sambandi okkar komu upp atvik sem við þurftum bæði að biðjast afsökunar á, og var það gert og leyst úr öllum málum strax. Ég þvertek fyrir það að hafa brotið á henni á nokkurn hátt. Ég hlýt að velta fyrir mér hver ástæðan er fyrir því að hún ræðst nú fyrst að mér á jafn óvæginn hátt, sex árum síðar. Af hverju beinir hún reiði sinni að mér einum af þeim fjórum mönnum sem hún sakar um nauðgun? Af hverju beinir hún pistli sínum að vinum mínum en ekki að mér beint? Þetta veldur því að ég get mig hvergi hreyft og hef þurft að sitja undir þessu án leiða til að verja mig eða deila minni reynslu. Þetta mál hefur aldrei snúist um fyrirgefningu eða yfirbót. Það er einungis sett fram af heift, offorsi og blindu hatri, og ég fæ ekki séð að tilgangurinn sé að bæta hennar líðan heldur einungis að eyðileggja líf mitt og mannorð,“ segir Ingi Kristján í upphafi færslu sinnar.„Nú snýst þetta ekki lengur um mig einan heldur þrjátíu manna hóp og því get ég ekki lengur setið hjá“ Í lokin gerir hann síðan #MeToo-byltinguna að umræðuefni: „Kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi á sér djúpar rætur í okkar samfélagi og tímabært að breyting verði þar á. #MeToo hefur valdið gífurlegum þjóðfélagslegum umræðum síðustu mánuði og þegar valdið marktækum breytingum til hins betra. Hreyfingin er afl til að sýna fram á hversu algengt kynbundið ofbeldi er, til að opna á umræðu og styðja við og viðurkenna frásagnir kvenna af ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Að fara út af því spori til að ná fram persónulegum hefndum á nafngreindan einstakling veldur því að ég hef engan vettvang að leiðréttingu á nokkurn hátt. Ég er afar hryggur yfir því að hvergi hafi verið reynt að hafa samband við mig og að ég skuli hafa uppgötvað eðli þessara ásakana í fyrsta sinn með þessum hætti. Fólk fer ólíkar og persónubundnar leiðir til að vinna úr áföllum í lífinu. Ég hef aldrei nokkurn tímann gefið Dýrfinnu ástæðu til að óttast mig eða hræðast – þvert á móti. Ég er ekki hér til að reyna að segja öðrum hvernig þeim á að líða. Ég veit þó að heift, hatur og persónuárásir af þessu tagi gera engan að betri manni, hvorki þá sem beita þeim né þá sem verða fyrir þeim heldur. Það er erfitt að bera af sér sakir í því andrúmslofti sem nú ríkir, en nú snýst þetta ekki lengur um mig einan heldur þrjátíu manna hóp og því get ég ekki lengur setið hjá og látið þetta yfir mig og aðra ganga. Þetta vildi ég sagt hafa og hef engu við að bæta.“Færslu Inga Kristjáns má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Ingi Kristján segir sárt að sitja undir ásökunum um nauðgun Kallaði Egil Einarsson nauðgaraómenni árið 2012 og situr nú undir sams konar ásökunum. 2. janúar 2018 15:15 Ingi Kristján: „Mjög sáttur með dóminn“ „Ég er fyrst og fremst ánægður að þetta mál sé nú lokins frá. Þetta hefur tekið langan tíma og gott að þessu sé lokið,“ segir Ingi Kristján Sigurmarsson. 1. nóvember 2013 14:45 Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ingi Kristján segir sárt að sitja undir ásökunum um nauðgun Kallaði Egil Einarsson nauðgaraómenni árið 2012 og situr nú undir sams konar ásökunum. 2. janúar 2018 15:15
Ingi Kristján: „Mjög sáttur með dóminn“ „Ég er fyrst og fremst ánægður að þetta mál sé nú lokins frá. Þetta hefur tekið langan tíma og gott að þessu sé lokið,“ segir Ingi Kristján Sigurmarsson. 1. nóvember 2013 14:45
Íslenska ríkið braut á mannréttindum Egils Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í máli Egils Einarssonar, betur þekktur sem Gillzenegger, gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi verið brot á áttundu grein mannréttindasáttmálans. 7. nóvember 2017 09:40