Lífið

Nunna í lagadeilum vegna Katy Perry lést í réttarsal

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Katy Perry reyndi að kaupa klaustur af nunnum árið 2015.
Katy Perry reyndi að kaupa klaustur af nunnum árið 2015. Vísir/afp
Söngkonan Katy Perry hefur síðan árið 2015 verið í lagadeilum við nunnurnar Rita Callanan og Catherine Rose Holzman vegna klausturs sem hún reyndi að kaupa af þeim í Los Angeles. Önnur nunnan, Catherine Rose, lést í réttarsal á föstudag, hún var 89 ára gömul. Sér ekki enn fyrir endann á deilunum í tengslum við klaustrið. 

Nunnurnar voru mótfallnar því að söngkonan keypti húsið, þar sem þær voru ekki hrifnar af textum hennar í lögum eins og I kissed a girl og California Curls. Nunnurnar sögðu einnig að hún væri oft óviðeigandi klædd. Þær seldu því viðskiptakonunni Dönu Hollister eignina, fyrir mun lægri upphæð en þá sem Perry ætlaði að borga.

Perry reyndi allt til að sannfæra nunnurnar án árangurs. Samkvæmt frétt BBC fór hún meðal annars í heimsókn og söng fyrir þær og sýndi þeim húðflúr sitt af Jesú.

Klaustrið sem Katy Perry vildi kaupa.Vísir/Getty
Dómari komst að þeirri niðurstöðu á síðasta ári að nunnurnar hefðu ekki haft heimild til að selja viðskiptakonunni klaustrið, þær hefðu ekki fengið leyfi frá erkibiskupnum Jose Gomez. Hefði þetta augljóslega verið gert til þess að eyðileggja kaup söngkonunnar.

Perry og Kaþólska kirkjan fengu dæmdar skaðabætur frá Hollister vegna þess að málið endaði fyrir dómstólum, hún lýsti sig í kjölfarið gjaldþrota. Deilurnar hafa dregist lengi og í ljósi andláts nunnunnar gæti þetta tafist áfram. 


Tengdar fréttir

Tíu bestu Carpool Karaoke ársins

Breski þáttastjórnandinn James Corden er með einn vinsælasta dagskrá lið heims í spjallþætti sínum sem ber nafnið Carpool Karaoke. Þá fær hann til sín þekkta listamenn og fer með þeim á rúntinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×