Lífið

Katy Perry þrumaði risabolta beint í andlitið á tónleikagesti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Töluvert óheppinn tónleikagestur.
Töluvert óheppinn tónleikagestur.
Söngkonan Katy Perry lenti í skemmtilegu atviki á tónleikum sínum í Salt Lake City á föstudagskvöldið.

Á miðjum tónleikum var nokkrum stórum gúmmíboltum hent út í áhorfandaskarann, eins og þekkist víða um heim á tónleikum.

Þegar Perry tók lagið sitt Roar kom einn af umræddum boltum svífandi að henni og gerði hún það sem sennilega margir myndu gera, hún sparkaði þéttingsfast í boltann.

Það fór ekki betur en svo að boltinn hafnaði í andlitinu á ungum manni sem einmitt að taka upp myndband frá tónleikunum á símann sinn.

Hér að neðan má sjá atvikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.