Borgin hafi gefið frá sér gæði með lúsarleigu við Grandagarð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 19. nóvember 2018 08:00 Alliance-húsið hýsir meðal annars veitingastaðinn Mat og drykk. fréttablaðið/ernir Reykjavíkurborg greiddi 106 milljónir króna fyrir að láta gera Alliance-húsið svokallaða upp að utan. Borgin keypti húsið að Grandagarði 2 af félagi athafnakonunnar Ingunnar Wernersdóttur árið 2012 á 350 milljónir. Nýverið var tilkynnt um sölu á húsinu og byggingarrétti á lóðinni í kring á 900 milljónir. Borgarfulltrúi gagnrýnir hagstæð leigukjör í húsinu og segir borgina hafa verið að gefa frá sér gæði. Sögusafnið og veitingahúsið Matur og drykkur eru með starfsemi í húsinu, þar er einnig Norðurljósasýning og nokkrir listamenn hafa haft aðstöðu á efri hæðum hússins. Húsið er selt með núverandi leigusamningum en þeir voru birtir með gögnum málsins í borgarráði. Þeir afhjúpa kostakjör leigjenda undanfarin ár. Fjórir leigjendur eru að nokkrum rýmum á efri hæð en stærð þeirra er ekki tilgreind. Samkvæmt samningunum, sem undirritaðir voru í nóvember 2012 og tóku gildi 1. janúar 2013, greiddu listamennirnir aðeins 15 þúsund krónur á mánuði í leigu. Meðal leigjenda að tveimur rýmum, bæði persónulega og í gegnum Gjörningaklúbbinn, er Sigrún Inga Hrólfsdóttir. Hún er dóttir Hrólfs Jónssonar, sem var þáverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg. Skrifstofunnar sem gerði samningana. Samkvæmt svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins voru allir þessir leigjendur til staðar í húsinu þegar borgin keypti það og enginn þeirra greiddi leigu. Fréttablaðið spurði hvernig þessi leiguupphæð var ákvörðuð á sínum tíma en fékk aðeins þau svör að leiguupphæðin hafi verið samkomulag milli aðila. Kjörin eru ekki síður hagstæð á tveimur stærri rýmum hússins. Félagið Bismarck ehf. leigir samkvæmt leigusamningi 444 fermetra byggingu að norðanverðu við aðalbygginguna á 400 þúsund krónur á mánuði, eða um 900 krónur fermetrann. Sögusafnið Perlunni ehf. leigir svo alla 1. hæðina, alls 725,6 fermetra á 580.480 krónur, eða um 800 krónur fermetrann. Í öllum leigusamningunum er kveðið á um að upphæðir breytast með vísitölu til hækkunar eða lækkunar mánaðarlega. Hafa tölurnar því hækkað lítillega frá undirritun. Frá ársbyrjun 2013 hefur borgin því haft rúma milljón í leigutekjur af Grandagarði 2 á mánuði eða alls rúmar 72 milljónir á tímabilinu sem duga skammt upp í útlagðan kostnað við að gera upp húsið. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur sjálf lagt fram fyrirspurn um húsið í borgarráði og segir ljóst að ekki sé allt með felldu. „Ekki frekar en í öðrum verkefnum borgarinnar að undanförnu. Það er með ólíkindum að borgin sé sem leigusali að gera samninga á miklu hagstæðari kjörum en hún sjálf leigir húsnæði, á, til dæmis í Borgartúni,“ segir Vigdís. Ljóst er að fermetraleiguverðið í Alliance-húsinu hefur verið enn lægra en til dæmis í Mathöllinni á Hlemmi, sem þó hefur sætt gagnrýni eftir fjárútlát borgarinnar. „Þetta er svo úr takti við allt sem gengur og gerist,“ segir Vigdís um Alliance-húsið. „Borgin er beinlínis að gefa frá sér gæði, takmarkaða auðlind, á fyrstu og annarri hæð þessa húss. Að leigja svona á innan við þúsund krónur fermetrann, fólk mun verða brjálað.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Reykjavíkurborg greiddi 106 milljónir króna fyrir að láta gera Alliance-húsið svokallaða upp að utan. Borgin keypti húsið að Grandagarði 2 af félagi athafnakonunnar Ingunnar Wernersdóttur árið 2012 á 350 milljónir. Nýverið var tilkynnt um sölu á húsinu og byggingarrétti á lóðinni í kring á 900 milljónir. Borgarfulltrúi gagnrýnir hagstæð leigukjör í húsinu og segir borgina hafa verið að gefa frá sér gæði. Sögusafnið og veitingahúsið Matur og drykkur eru með starfsemi í húsinu, þar er einnig Norðurljósasýning og nokkrir listamenn hafa haft aðstöðu á efri hæðum hússins. Húsið er selt með núverandi leigusamningum en þeir voru birtir með gögnum málsins í borgarráði. Þeir afhjúpa kostakjör leigjenda undanfarin ár. Fjórir leigjendur eru að nokkrum rýmum á efri hæð en stærð þeirra er ekki tilgreind. Samkvæmt samningunum, sem undirritaðir voru í nóvember 2012 og tóku gildi 1. janúar 2013, greiddu listamennirnir aðeins 15 þúsund krónur á mánuði í leigu. Meðal leigjenda að tveimur rýmum, bæði persónulega og í gegnum Gjörningaklúbbinn, er Sigrún Inga Hrólfsdóttir. Hún er dóttir Hrólfs Jónssonar, sem var þáverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg. Skrifstofunnar sem gerði samningana. Samkvæmt svari borgarinnar við fyrirspurn Fréttablaðsins voru allir þessir leigjendur til staðar í húsinu þegar borgin keypti það og enginn þeirra greiddi leigu. Fréttablaðið spurði hvernig þessi leiguupphæð var ákvörðuð á sínum tíma en fékk aðeins þau svör að leiguupphæðin hafi verið samkomulag milli aðila. Kjörin eru ekki síður hagstæð á tveimur stærri rýmum hússins. Félagið Bismarck ehf. leigir samkvæmt leigusamningi 444 fermetra byggingu að norðanverðu við aðalbygginguna á 400 þúsund krónur á mánuði, eða um 900 krónur fermetrann. Sögusafnið Perlunni ehf. leigir svo alla 1. hæðina, alls 725,6 fermetra á 580.480 krónur, eða um 800 krónur fermetrann. Í öllum leigusamningunum er kveðið á um að upphæðir breytast með vísitölu til hækkunar eða lækkunar mánaðarlega. Hafa tölurnar því hækkað lítillega frá undirritun. Frá ársbyrjun 2013 hefur borgin því haft rúma milljón í leigutekjur af Grandagarði 2 á mánuði eða alls rúmar 72 milljónir á tímabilinu sem duga skammt upp í útlagðan kostnað við að gera upp húsið. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur sjálf lagt fram fyrirspurn um húsið í borgarráði og segir ljóst að ekki sé allt með felldu. „Ekki frekar en í öðrum verkefnum borgarinnar að undanförnu. Það er með ólíkindum að borgin sé sem leigusali að gera samninga á miklu hagstæðari kjörum en hún sjálf leigir húsnæði, á, til dæmis í Borgartúni,“ segir Vigdís. Ljóst er að fermetraleiguverðið í Alliance-húsinu hefur verið enn lægra en til dæmis í Mathöllinni á Hlemmi, sem þó hefur sætt gagnrýni eftir fjárútlát borgarinnar. „Þetta er svo úr takti við allt sem gengur og gerist,“ segir Vigdís um Alliance-húsið. „Borgin er beinlínis að gefa frá sér gæði, takmarkaða auðlind, á fyrstu og annarri hæð þessa húss. Að leigja svona á innan við þúsund krónur fermetrann, fólk mun verða brjálað.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira