Maðurinn sem byrjaði ensku "vító-bölvunina“ endaði hana líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2018 09:30 Gareth Southgate 2018 og 1996. Vísir/Getty Gareth Southgate og lærisveinar hans í enska landsliðinu afrekuðu það í gær sem enska þjóðin var hætt að trúa að væri hægt. Jú, þeir unnu vítakeppni. Það hafði ekki gerst í meira en tvo áratugi. Það vita kannski færri að það var einmitt klúður Gareth Southgate sjálfs sem byrjaði bölvun enska landsliðsins í vítakeppnum fyrir 22 árum síðan. Englendingar voru þá að halda Evrópukeppnina sjálfir og töldu sig vera með lið líklegt til mikilla afreka. Paul Gascoigne var aftur búinn að finna taktinn frá HM 1990, þeir áttu einn besta framherja Evrópu í Alan Shearer og fyrirliðinn var hinn 29 ára gamli Tony Adams. Restin af liðinu var góð blanda af ungum og reynslumiklum mönnum. Það var allt til alls til að fara langt. Gareth Southgate klikkaði á síðustu spyrnu enska landsliðsins í vítakeppni á móti Þjóðverjum á EM í Englandi sumarið 1996. Þjóðverjar skoruðu úr lokaspyrnu sinni og unnu vítakeppnina 6-5. Gareth Southgate var sá eini sem klúðraði í þessari vítakeppni. Þýska liðið fór síðan og varð Evrópumeistari eftir sigur á Tékkum í úrslitaleiknum á sjálfum Wembley-leikvanginum. Við tók hinsvegar 22 ára martröð enska landsliðsins á stórmótum.Gareth Southgate klikkar á vítinu í undanúrslitaleik EM 1996.Vísir/GettyÞetta er eini undanúrslitaleikur enska landsliðsins á þessum tveimur áratugum en langt frá því að vera eina vítakeppnin. Raunar höfðu Englendingar í tvígang lent í vítakeppni áður en kom að klúðrinu hjá Southgate. Stuart Pearce og Chris Waddle klikkuðu gegn Vestur-Þjóðverjum í undanúrslitum á HM 1990. Pearce fékk uppreisn æru þegar hann skoraði í vítakeppni gegn Spánverjum í átta liða úrslitum á EM 1996. Við tók eyðimerkurganga Englands á vítapunktinum. Enska landsliðið var búið að tapa fimm vítakeppnum í röð þegar kom að leiknum í gær. Þeir töpuðu á móti Argentínu á HM 1998, á móti Portúgal á EM 2004, á móti Portúgal á HM 2006 og á móti Ítalíu á EM 2012. Nú, á fyrsta stórmóti Gareth Southgate sem þjálfari enska landsliðsins, tókst enska landsliðinu loksins að enda vítaspyrnubölvunina og vinna. Fyrir vikið er enska landsliðið komið í átta liða úrslit á HM sem er besti árangur enska liðsins á heimsmeistaramóti í tólf ár. Það var kannski vel við hæfi að maðurinn sem klúðraði vítinu á Wembley 26. júní 1996 væri maðurinn sem stjórnaði liðinu sem endaði bölvunina þótt að það væri kominn 3. júlí 2018.Gareth Southgate fagnar sigri í vítakeppninni í gær.Vísir/GettyGareth Southgate var kátur í leikslok. Hér er hann með Jordan Henderson sem var sá eini af ensku landsliðsmönnunum sem klikkaði í gær. Það kom ekki að sök.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Sjá meira
Gareth Southgate og lærisveinar hans í enska landsliðinu afrekuðu það í gær sem enska þjóðin var hætt að trúa að væri hægt. Jú, þeir unnu vítakeppni. Það hafði ekki gerst í meira en tvo áratugi. Það vita kannski færri að það var einmitt klúður Gareth Southgate sjálfs sem byrjaði bölvun enska landsliðsins í vítakeppnum fyrir 22 árum síðan. Englendingar voru þá að halda Evrópukeppnina sjálfir og töldu sig vera með lið líklegt til mikilla afreka. Paul Gascoigne var aftur búinn að finna taktinn frá HM 1990, þeir áttu einn besta framherja Evrópu í Alan Shearer og fyrirliðinn var hinn 29 ára gamli Tony Adams. Restin af liðinu var góð blanda af ungum og reynslumiklum mönnum. Það var allt til alls til að fara langt. Gareth Southgate klikkaði á síðustu spyrnu enska landsliðsins í vítakeppni á móti Þjóðverjum á EM í Englandi sumarið 1996. Þjóðverjar skoruðu úr lokaspyrnu sinni og unnu vítakeppnina 6-5. Gareth Southgate var sá eini sem klúðraði í þessari vítakeppni. Þýska liðið fór síðan og varð Evrópumeistari eftir sigur á Tékkum í úrslitaleiknum á sjálfum Wembley-leikvanginum. Við tók hinsvegar 22 ára martröð enska landsliðsins á stórmótum.Gareth Southgate klikkar á vítinu í undanúrslitaleik EM 1996.Vísir/GettyÞetta er eini undanúrslitaleikur enska landsliðsins á þessum tveimur áratugum en langt frá því að vera eina vítakeppnin. Raunar höfðu Englendingar í tvígang lent í vítakeppni áður en kom að klúðrinu hjá Southgate. Stuart Pearce og Chris Waddle klikkuðu gegn Vestur-Þjóðverjum í undanúrslitum á HM 1990. Pearce fékk uppreisn æru þegar hann skoraði í vítakeppni gegn Spánverjum í átta liða úrslitum á EM 1996. Við tók eyðimerkurganga Englands á vítapunktinum. Enska landsliðið var búið að tapa fimm vítakeppnum í röð þegar kom að leiknum í gær. Þeir töpuðu á móti Argentínu á HM 1998, á móti Portúgal á EM 2004, á móti Portúgal á HM 2006 og á móti Ítalíu á EM 2012. Nú, á fyrsta stórmóti Gareth Southgate sem þjálfari enska landsliðsins, tókst enska landsliðinu loksins að enda vítaspyrnubölvunina og vinna. Fyrir vikið er enska landsliðið komið í átta liða úrslit á HM sem er besti árangur enska liðsins á heimsmeistaramóti í tólf ár. Það var kannski vel við hæfi að maðurinn sem klúðraði vítinu á Wembley 26. júní 1996 væri maðurinn sem stjórnaði liðinu sem endaði bölvunina þótt að það væri kominn 3. júlí 2018.Gareth Southgate fagnar sigri í vítakeppninni í gær.Vísir/GettyGareth Southgate var kátur í leikslok. Hér er hann með Jordan Henderson sem var sá eini af ensku landsliðsmönnunum sem klikkaði í gær. Það kom ekki að sök.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Sjá meira