Antoine Griezmann skoraði eitt fjögurra marka Frakka í 4-2 sigri á Króatíu í úrslitaleik HM í Rússlandi í dag.
„Ég veit ekki hvar ég er. Ég er ótrúlega ánægður,“ sagði Griezmann í leikslok við franska fjölmiðla.
Griezmann var valinn maður úrslitaleiksins. Hann átti sendinguna inn á teiginn sem Mario Mandzukic stýrði í eigið mark og skoraði annað mark Frakka úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.
„Þetta var mjög erfiður leikur. Króatar spiluðu vel en við mættum varkárir til leiks. Við unnum okkur inn í leikinn og náðum að skora nokkur mörk.“

