Átökum milli gamalla félaga lýst sem skilnaðarrifrildi á þinginu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. nóvember 2018 06:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins. Fréttablaðið/Eyþór Þingmenn Miðflokks sökuðu Framsóknarflokk um að stela frumvarpi á þingfundi í gær. Framsóknarmenn telja á móti að málið hafi upphaflega verið frá þeim. Umrætt frumvarp er um breytingu á búvörulögum sem heimilar afurðastöðvum í kjötiðnaði að hafa með sér samráð til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Breytingin er nær samhljóða grein í frumvarpi sem Gunnar Bragi Sveinsson, Miðflokksmaður en þá Framsóknarmaður, lagði fram í fyrra. „Í október sagði [Gunnar Bragi] að von væri á þessu máli aftur. Fáeinum dögum síðar birtist frá Framsóknarflokknum frumvarp sem er nánast orðrétt frumvarp [hans] nema nú er hann ekki skráður fyrir því,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Allir vildu Lilju kveðið hafa. […] Þó [Gunnar Bragi] hafi skipt um kápu þá er þetta Framsóknarmál og þó hann hafi nefnt það í ræðu þá gerði Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður Framsóknar, það líka,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar. Öðrum þingmönnum var nokkuð skemmt yfir þessu skilnaðarrifrildi og voru flokkarnir tveir ítrekað uppnefndir Framsóknarflokkur eitt og tvö. Þó bentu nokkrir á það að sú hefð væri á þingi að ef leggja ætti fram frumvarp sem annar hafði lagt fram áður þá væri haft samráð við fyrri flutningsmann og þess getið að áþekkt frumvarp hafi verið lagt fram á fyrra þingi. „Það er spurning hvort forseti Alþingis beiti sér ekki fyrir því að komið verði á sáttaferli milli Framsóknarflokks eitt og Framsóknarflokks tvö svo við börnin þurfum ekki að fylgjast með foreldrunum rífast,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, Vinstri grænum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Þingmenn Miðflokks sökuðu Framsóknarflokk um að stela frumvarpi á þingfundi í gær. Framsóknarmenn telja á móti að málið hafi upphaflega verið frá þeim. Umrætt frumvarp er um breytingu á búvörulögum sem heimilar afurðastöðvum í kjötiðnaði að hafa með sér samráð til að halda niðri kostnaði við framleiðslu, geymslu og dreifingu kjötvara. Breytingin er nær samhljóða grein í frumvarpi sem Gunnar Bragi Sveinsson, Miðflokksmaður en þá Framsóknarmaður, lagði fram í fyrra. „Í október sagði [Gunnar Bragi] að von væri á þessu máli aftur. Fáeinum dögum síðar birtist frá Framsóknarflokknum frumvarp sem er nánast orðrétt frumvarp [hans] nema nú er hann ekki skráður fyrir því,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Allir vildu Lilju kveðið hafa. […] Þó [Gunnar Bragi] hafi skipt um kápu þá er þetta Framsóknarmál og þó hann hafi nefnt það í ræðu þá gerði Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður Framsóknar, það líka,“ sagði Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknar. Öðrum þingmönnum var nokkuð skemmt yfir þessu skilnaðarrifrildi og voru flokkarnir tveir ítrekað uppnefndir Framsóknarflokkur eitt og tvö. Þó bentu nokkrir á það að sú hefð væri á þingi að ef leggja ætti fram frumvarp sem annar hafði lagt fram áður þá væri haft samráð við fyrri flutningsmann og þess getið að áþekkt frumvarp hafi verið lagt fram á fyrra þingi. „Það er spurning hvort forseti Alþingis beiti sér ekki fyrir því að komið verði á sáttaferli milli Framsóknarflokks eitt og Framsóknarflokks tvö svo við börnin þurfum ekki að fylgjast með foreldrunum rífast,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, Vinstri grænum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira