Segir engan hafa „pikkað upp“ komu Piu í tilkynningu Hersir Aron Ólafsson skrifar 22. júlí 2018 14:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, gat ekki samvisku sinnar vegna mætt á hátíðarfundinn. Fréttablaðið/Anton Þingflokksformaður Pírata segir að ekki hafi verið haft samráð við flokkinn um komu Piu Kjærsgaard á hátíðarfund Alþingis á miðvikudag, þrátt fyrir að koma hennar hafi verið boðuð í fréttatilkynningu í apríl. Þingmaður Vinstri grænna telur málflutninginn ótrúverðugan og segir þingmenn þurfa að taka ábyrgð á sjálfum sér.Sniðgengu fundinn vegna Kjærsgaard Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þórhildur Sunna segir þingmenn Pírata undanfarna daga hafa legið yfir því hvernig koma danska þingforsetans Piu Kjærsgaard var skipulögð, en Píratar sniðgengu fundinn vegna hennar, og vísuðu til hræðilegra og andlýðræðislegra skoðana Kjærsgaard, þá sérstaklega í innflytjendamálum. „Það sem við komumst svona næst er að í ágúst í fyrra, ef ég man rétt, þá hafi forseti fengið umboð frá þingflokksformönnum og forsætisnefnd þess tíma til þess að skipuleggja þennan fund nánar. Þar kom fram í fundargerð forsætisnefndar að það yrði mögulega ávarp frá erlendum gestum. Svo var þar innan sviga að mögulega yrði það danski þingforsetinn,“ segir Þórhildur Sunna.Sami fulltrúi Pírata í nefndinni Kolbeinn gagnrýnir málflutninginn og telur ólíklegt að Píratar hafi ekkert vitað af komu Kjærsgaard. „Þetta er búið að liggja fyrir síðan í ágúst í fyrra. Þetta er ekki eins og Steingrímur hafi verið einn í Danmörku í apríl. Þetta var ferð forsætisnefndar og svo fer hann og hittir Piu. Það átti öllum sem virkilega voru eitthvað að velta þessu fyrir sér að vera það ljóst sem sátu í þessum nefndum. Ég veit ekki betur en að það hafi verið sami fulltrúi Pírata sem sat þá, Jón Þór Ólafsson,“ segir Kolbeinn. Þórhildur Sunna segir að betra samráð hefði þurft að eiga sér stað inni á sjálfu Alþingi.Birt neðst í lítilli fréttatilkynningu „Svo hefur verið vísað í það að það birtist þarna einhver lítil fréttatilkynning undir yfirskriftinni að forseti Alþingis hefði sagt danska þjóðþinginu frá hátíðarhöldunum vegna 100 ára afmælisins og þar neðst kemur fram að Pia Kjærsgaard muni flytja ávarp, jújú, það kemur fram. En það pikkar það enginn upp, ekki við og ekki neinn að mér vitandi,“ segir Þórhildur Sunna. „Mér finnst þetta narratíf sem er búið að vera að búa til, eins og það hafi verið eitthvað agenda hjá fyrst Unni Brá og svo Steingrími J. Sigfússyni, að lauma Piu Kjærsgaard inn og halda því leyndu fram á síðustu stundu. Ég verð bara að segja það, þetta er ekki trúverðugt, bara því miður, og mér finnst að fólk verði aðeins að taka ábyrgð á sjálfu sér,“ segir Kolbeinn. Tengdar fréttir Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Þingflokksformaður Pírata segir að ekki hafi verið haft samráð við flokkinn um komu Piu Kjærsgaard á hátíðarfund Alþingis á miðvikudag, þrátt fyrir að koma hennar hafi verið boðuð í fréttatilkynningu í apríl. Þingmaður Vinstri grænna telur málflutninginn ótrúverðugan og segir þingmenn þurfa að taka ábyrgð á sjálfum sér.Sniðgengu fundinn vegna Kjærsgaard Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, voru meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi í morgun. Þórhildur Sunna segir þingmenn Pírata undanfarna daga hafa legið yfir því hvernig koma danska þingforsetans Piu Kjærsgaard var skipulögð, en Píratar sniðgengu fundinn vegna hennar, og vísuðu til hræðilegra og andlýðræðislegra skoðana Kjærsgaard, þá sérstaklega í innflytjendamálum. „Það sem við komumst svona næst er að í ágúst í fyrra, ef ég man rétt, þá hafi forseti fengið umboð frá þingflokksformönnum og forsætisnefnd þess tíma til þess að skipuleggja þennan fund nánar. Þar kom fram í fundargerð forsætisnefndar að það yrði mögulega ávarp frá erlendum gestum. Svo var þar innan sviga að mögulega yrði það danski þingforsetinn,“ segir Þórhildur Sunna.Sami fulltrúi Pírata í nefndinni Kolbeinn gagnrýnir málflutninginn og telur ólíklegt að Píratar hafi ekkert vitað af komu Kjærsgaard. „Þetta er búið að liggja fyrir síðan í ágúst í fyrra. Þetta er ekki eins og Steingrímur hafi verið einn í Danmörku í apríl. Þetta var ferð forsætisnefndar og svo fer hann og hittir Piu. Það átti öllum sem virkilega voru eitthvað að velta þessu fyrir sér að vera það ljóst sem sátu í þessum nefndum. Ég veit ekki betur en að það hafi verið sami fulltrúi Pírata sem sat þá, Jón Þór Ólafsson,“ segir Kolbeinn. Þórhildur Sunna segir að betra samráð hefði þurft að eiga sér stað inni á sjálfu Alþingi.Birt neðst í lítilli fréttatilkynningu „Svo hefur verið vísað í það að það birtist þarna einhver lítil fréttatilkynning undir yfirskriftinni að forseti Alþingis hefði sagt danska þjóðþinginu frá hátíðarhöldunum vegna 100 ára afmælisins og þar neðst kemur fram að Pia Kjærsgaard muni flytja ávarp, jújú, það kemur fram. En það pikkar það enginn upp, ekki við og ekki neinn að mér vitandi,“ segir Þórhildur Sunna. „Mér finnst þetta narratíf sem er búið að vera að búa til, eins og það hafi verið eitthvað agenda hjá fyrst Unni Brá og svo Steingrími J. Sigfússyni, að lauma Piu Kjærsgaard inn og halda því leyndu fram á síðustu stundu. Ég verð bara að segja það, þetta er ekki trúverðugt, bara því miður, og mér finnst að fólk verði aðeins að taka ábyrgð á sjálfu sér,“ segir Kolbeinn.
Tengdar fréttir Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30 Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07 Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Logi segir embætti Kjærsgaard ekki gefa henni fjarvistarsönnun frá skoðunum hennar Formaður Samfylkingarinnar er ekki sáttur við stefnubreytingu danskra jafnaðarmanna í útlendingamála sem beri keim af því að flokkurinn sé að reyna að ná sér í skammtíma vinsældir. 20. júlí 2018 18:30
Hlutverk Kjærsgaard í hátíðardagskrá kynnt forsætisnefnd í ágúst í fyrra Fulltrúum, sem sátu í forsætisnefnd Alþingis fyrir síðustu kosningar, hefði mátt vera ljóst hlutverk Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins, í hátíðardagskrá þingfundarins sem haldinn var á Þingvöllum síðastliðinn miðvikudag. 20. júlí 2018 16:07
Elísabet Ronaldsdóttir skilar fálkaorðunni: „Get ekki verið í riddaraklúbbi með kynþáttahatara“ Gerir það eftir að hún komst að því að Pia Kjærsgaard hefði fengið fálkaorðuna. 20. júlí 2018 21:16