Siðfræðistofnun þyrfti aukinn styrk til að ráðleggja stjórnvöldum Kristín Ýrr Gunarsdóttir skrifar 7. september 2018 18:51 Formaður stjórnar Siðfræðistofnunar segir að ráða þurfi inn starfsmenn og auka fjármagn til stofnunarinnar eigi hún að vera ráðgefandi um siðferðileg álitamál fyrir stjórnvöld eins lagt er til í skýrslu um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Starfshópur á vegum forsætisráðherra sendi frá sér skýrsluna fyrr í vikunni. Ein af tillögum hópsins er að Siðfræðistofnun Háskóla Íslands taki að sér að veita stjórnvöldum ráðgjöf um siðferðileg álitamál. Formaður hópsins sagði í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag að verði þetta að veruleika gæti það falið í sér jákvæðar breytingar á kerfinu. Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnar Siðfræðistofnunar segir aukið fjármagn þurfa að koma til eigi stofnunin að geta sinnt verkefni sem þessu. „Þetta er mjög algengt í nágrannalöndum okkar þar sem hafa verið starfandi einskonar landsiðaráð. Þar sem að stofnun á borð við Siðfræðistofnun er þá stjórnvöldum til ráðgjafar í undirbúningi löggjafar sem varðar siðferðileg álitamál sem síðan getur orðið grundvöllur fyrir almenna umræðu og jafnvel efnt til málþinga þannig að það verði upplýst umræða í samfélaginu í aðdraganda löggjafar,” segir Vilhjálmur. Siðfræðistofnun heyrir undir hugvísindasvið háskólans og fær rekstrafé þaðan. Stofnunin er hins vegar fjármögnuð að stórum hluta með sjálfsaflafé og styrkjum til sérstakra verkefna. „Hér er fagleg þekking til staðar en Siðfræðistofnun hefur staðið mjög höllum fæti fjárhagslega. Það er til dæmis enginn starfandi forstöðumaður hjá okkur núna. Þannig að það þarf að koma til að við getum ráðið starfsmann eða starfsmenn sem geta helgað sig þessu,” bendir hann á.Hefur eitthvað verið rætt við ykkur? „Nei, ekki af hálfu stjórnvalda. Mér var kunnugt um þessa tillögu og hún borin stuttlega undir mig í aðdragandanum. En ekki verið rætt við okkur á neinn formlegan hátt,” segir hann. Tengdar fréttir Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Formaður stjórnar Siðfræðistofnunar segir að ráða þurfi inn starfsmenn og auka fjármagn til stofnunarinnar eigi hún að vera ráðgefandi um siðferðileg álitamál fyrir stjórnvöld eins lagt er til í skýrslu um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Starfshópur á vegum forsætisráðherra sendi frá sér skýrsluna fyrr í vikunni. Ein af tillögum hópsins er að Siðfræðistofnun Háskóla Íslands taki að sér að veita stjórnvöldum ráðgjöf um siðferðileg álitamál. Formaður hópsins sagði í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag að verði þetta að veruleika gæti það falið í sér jákvæðar breytingar á kerfinu. Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnar Siðfræðistofnunar segir aukið fjármagn þurfa að koma til eigi stofnunin að geta sinnt verkefni sem þessu. „Þetta er mjög algengt í nágrannalöndum okkar þar sem hafa verið starfandi einskonar landsiðaráð. Þar sem að stofnun á borð við Siðfræðistofnun er þá stjórnvöldum til ráðgjafar í undirbúningi löggjafar sem varðar siðferðileg álitamál sem síðan getur orðið grundvöllur fyrir almenna umræðu og jafnvel efnt til málþinga þannig að það verði upplýst umræða í samfélaginu í aðdraganda löggjafar,” segir Vilhjálmur. Siðfræðistofnun heyrir undir hugvísindasvið háskólans og fær rekstrafé þaðan. Stofnunin er hins vegar fjármögnuð að stórum hluta með sjálfsaflafé og styrkjum til sérstakra verkefna. „Hér er fagleg þekking til staðar en Siðfræðistofnun hefur staðið mjög höllum fæti fjárhagslega. Það er til dæmis enginn starfandi forstöðumaður hjá okkur núna. Þannig að það þarf að koma til að við getum ráðið starfsmann eða starfsmenn sem geta helgað sig þessu,” bendir hann á.Hefur eitthvað verið rætt við ykkur? „Nei, ekki af hálfu stjórnvalda. Mér var kunnugt um þessa tillögu og hún borin stuttlega undir mig í aðdragandanum. En ekki verið rætt við okkur á neinn formlegan hátt,” segir hann.
Tengdar fréttir Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42