Siðfræðistofnun þyrfti aukinn styrk til að ráðleggja stjórnvöldum Kristín Ýrr Gunarsdóttir skrifar 7. september 2018 18:51 Formaður stjórnar Siðfræðistofnunar segir að ráða þurfi inn starfsmenn og auka fjármagn til stofnunarinnar eigi hún að vera ráðgefandi um siðferðileg álitamál fyrir stjórnvöld eins lagt er til í skýrslu um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Starfshópur á vegum forsætisráðherra sendi frá sér skýrsluna fyrr í vikunni. Ein af tillögum hópsins er að Siðfræðistofnun Háskóla Íslands taki að sér að veita stjórnvöldum ráðgjöf um siðferðileg álitamál. Formaður hópsins sagði í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag að verði þetta að veruleika gæti það falið í sér jákvæðar breytingar á kerfinu. Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnar Siðfræðistofnunar segir aukið fjármagn þurfa að koma til eigi stofnunin að geta sinnt verkefni sem þessu. „Þetta er mjög algengt í nágrannalöndum okkar þar sem hafa verið starfandi einskonar landsiðaráð. Þar sem að stofnun á borð við Siðfræðistofnun er þá stjórnvöldum til ráðgjafar í undirbúningi löggjafar sem varðar siðferðileg álitamál sem síðan getur orðið grundvöllur fyrir almenna umræðu og jafnvel efnt til málþinga þannig að það verði upplýst umræða í samfélaginu í aðdraganda löggjafar,” segir Vilhjálmur. Siðfræðistofnun heyrir undir hugvísindasvið háskólans og fær rekstrafé þaðan. Stofnunin er hins vegar fjármögnuð að stórum hluta með sjálfsaflafé og styrkjum til sérstakra verkefna. „Hér er fagleg þekking til staðar en Siðfræðistofnun hefur staðið mjög höllum fæti fjárhagslega. Það er til dæmis enginn starfandi forstöðumaður hjá okkur núna. Þannig að það þarf að koma til að við getum ráðið starfsmann eða starfsmenn sem geta helgað sig þessu,” bendir hann á.Hefur eitthvað verið rætt við ykkur? „Nei, ekki af hálfu stjórnvalda. Mér var kunnugt um þessa tillögu og hún borin stuttlega undir mig í aðdragandanum. En ekki verið rætt við okkur á neinn formlegan hátt,” segir hann. Tengdar fréttir Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
Formaður stjórnar Siðfræðistofnunar segir að ráða þurfi inn starfsmenn og auka fjármagn til stofnunarinnar eigi hún að vera ráðgefandi um siðferðileg álitamál fyrir stjórnvöld eins lagt er til í skýrslu um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Starfshópur á vegum forsætisráðherra sendi frá sér skýrsluna fyrr í vikunni. Ein af tillögum hópsins er að Siðfræðistofnun Háskóla Íslands taki að sér að veita stjórnvöldum ráðgjöf um siðferðileg álitamál. Formaður hópsins sagði í fréttum Stöðvar 2 á miðvikudag að verði þetta að veruleika gæti það falið í sér jákvæðar breytingar á kerfinu. Vilhjálmur Árnason, formaður stjórnar Siðfræðistofnunar segir aukið fjármagn þurfa að koma til eigi stofnunin að geta sinnt verkefni sem þessu. „Þetta er mjög algengt í nágrannalöndum okkar þar sem hafa verið starfandi einskonar landsiðaráð. Þar sem að stofnun á borð við Siðfræðistofnun er þá stjórnvöldum til ráðgjafar í undirbúningi löggjafar sem varðar siðferðileg álitamál sem síðan getur orðið grundvöllur fyrir almenna umræðu og jafnvel efnt til málþinga þannig að það verði upplýst umræða í samfélaginu í aðdraganda löggjafar,” segir Vilhjálmur. Siðfræðistofnun heyrir undir hugvísindasvið háskólans og fær rekstrafé þaðan. Stofnunin er hins vegar fjármögnuð að stórum hluta með sjálfsaflafé og styrkjum til sérstakra verkefna. „Hér er fagleg þekking til staðar en Siðfræðistofnun hefur staðið mjög höllum fæti fjárhagslega. Það er til dæmis enginn starfandi forstöðumaður hjá okkur núna. Þannig að það þarf að koma til að við getum ráðið starfsmann eða starfsmenn sem geta helgað sig þessu,” bendir hann á.Hefur eitthvað verið rætt við ykkur? „Nei, ekki af hálfu stjórnvalda. Mér var kunnugt um þessa tillögu og hún borin stuttlega undir mig í aðdragandanum. En ekki verið rætt við okkur á neinn formlegan hátt,” segir hann.
Tengdar fréttir Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
Minna hugað að vörnum gegn spillingu á Íslandi Formaður starfshóps sem kannaði hvernig auka mætti traust á stjórnmálum og stjórnsýslu segir að tryggja verði að almenningur hafi trú á að stjórnkerfið leysi mál þess af hæfni. 5. september 2018 17:42