Telja fiskeldi verða fyrir „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2018 15:17 Eldiskvíar í Tálknafirði Arnarlax Stjórn Vestfjarðastofu, ásamt sveitarfélögunum Ísafjarðarbæ, Bolungarvík, Súðavík, Vesturbyggð, Tálknafirði og Strandabyggð, harma niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi í gær úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti Fjarðarlaxi og Arctic Sea Farm til eldis á 17.500 tonnum af laxi í Patreksfirði og Tálknafirði. Vestfjarðarstofa er hagsmunaafl sveitarfélaganna á Vestfjörðum en í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vegna ákvörðunarinnar kemur fram að úrskurðurinn muni hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf á Vestfjörðum sem og landið í heild. Er það Vestfjarðastofu og sveitarfélaganna að gera megi ráð fyrir miklu tapi á útflutningstekjum vegna úrskurðarins og krefst stjórn Vestfjarðarstofu þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að tryggja áframhaldandandi atvinnuuppbyggingu á svæðinu.Telja yfirvöld hafa áhrif á starfsöryggi með mistökumPétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður stjórnar Vestfjarðastofu.Er því haldið fram að úrskurðurinn sé áfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum og ljóst sé að með skorti á stefnu, aðgerðarleysi og mistökum hafi yfirvöld haft grafalvarleg áhrif á atvinnuuppbyggingu og starfsöryggi fjölda manns. „Um er að ræða skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu þar sem framtíð fjölda fólks og margra byggðarlaga er sett í uppnám með einu pennastriki. Umhugsunarvert er hvernig stjórnsýslan hefur þróað með sér kerfi þar sem ákvarðanir eru teknar án þess að minnst sé á fólk, fjölskyldur eða samfélagslegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að Vestfirðingar hafi í gegnum aldirnar byggt afkomu sína á sjávarútvegi og að landshlutinn sé sá eini á Íslandi þar sem öll sveitarfélögin hafa umhverfisvottun Earth Check.Veki upp spurningar um stöðu annarra greina Í yfirlýsingunni er fiskeldi sagt umhverfisvæn atvinnugrein sem skapað geti umtalsverð útflutningsverðmæti fyrir land og þjóð og haft í för með sér jákvæða íbúaþróun. Þá er tekið fram að Vestfirðir sé stóriðjulausir og fjórðungurinn verði það áfram um ókomna tíð. Í ljósi þessa séu Vestfirðir í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum landsins. Þá er úrskurðurinn talinn vekja upp spurningar um stöðu annarra atvinnugreina og nýtingu náttúrunnar, hvort sem er til fiskeldis, ferðaþjónustu eða landbúnaðar gagnvart því sem kallað er „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna.“ „Það getur ekki verið vilji samfélagsins að stöðva allar framkvæmdir, hvort sem um er að ræða atvinnuuppbyggingu, úrbætur í vegamálum eða orkuflutningi og framleiðslu, með flókum kerfum sem ekki tala saman,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Eru Vestfirðingar sagðir forviða yfir þessum úrskurði og beina þeim tilmælum til stjórnvalda að horfa til heildarhagsmuna þjóðarinnar í málefnum fiskeldis. „Sem er atvinnugrein í örum vexti á heimsvísu, enda ein umhverfisvænasta framleiðsluaðferð á matvælum sem mannkynið býr yfir. Mikilvægt er að fiskeldisuppbygging endi ekki í þeim sorglega farvegi að velkjast um í kerfinu í áratugi með óbætanlegu tjóni fyrir fyrirtækin, samfélögin sem um ræðir og þjóðarbúið.“ Bolungarvík Fiskeldi Strandabyggð Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Tengdar fréttir Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Stjórn Vestfjarðastofu, ásamt sveitarfélögunum Ísafjarðarbæ, Bolungarvík, Súðavík, Vesturbyggð, Tálknafirði og Strandabyggð, harma niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi í gær úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti Fjarðarlaxi og Arctic Sea Farm til eldis á 17.500 tonnum af laxi í Patreksfirði og Tálknafirði. Vestfjarðarstofa er hagsmunaafl sveitarfélaganna á Vestfjörðum en í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vegna ákvörðunarinnar kemur fram að úrskurðurinn muni hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf á Vestfjörðum sem og landið í heild. Er það Vestfjarðastofu og sveitarfélaganna að gera megi ráð fyrir miklu tapi á útflutningstekjum vegna úrskurðarins og krefst stjórn Vestfjarðarstofu þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að tryggja áframhaldandandi atvinnuuppbyggingu á svæðinu.Telja yfirvöld hafa áhrif á starfsöryggi með mistökumPétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður stjórnar Vestfjarðastofu.Er því haldið fram að úrskurðurinn sé áfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum og ljóst sé að með skorti á stefnu, aðgerðarleysi og mistökum hafi yfirvöld haft grafalvarleg áhrif á atvinnuuppbyggingu og starfsöryggi fjölda manns. „Um er að ræða skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu þar sem framtíð fjölda fólks og margra byggðarlaga er sett í uppnám með einu pennastriki. Umhugsunarvert er hvernig stjórnsýslan hefur þróað með sér kerfi þar sem ákvarðanir eru teknar án þess að minnst sé á fólk, fjölskyldur eða samfélagslegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að Vestfirðingar hafi í gegnum aldirnar byggt afkomu sína á sjávarútvegi og að landshlutinn sé sá eini á Íslandi þar sem öll sveitarfélögin hafa umhverfisvottun Earth Check.Veki upp spurningar um stöðu annarra greina Í yfirlýsingunni er fiskeldi sagt umhverfisvæn atvinnugrein sem skapað geti umtalsverð útflutningsverðmæti fyrir land og þjóð og haft í för með sér jákvæða íbúaþróun. Þá er tekið fram að Vestfirðir sé stóriðjulausir og fjórðungurinn verði það áfram um ókomna tíð. Í ljósi þessa séu Vestfirðir í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum landsins. Þá er úrskurðurinn talinn vekja upp spurningar um stöðu annarra atvinnugreina og nýtingu náttúrunnar, hvort sem er til fiskeldis, ferðaþjónustu eða landbúnaðar gagnvart því sem kallað er „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna.“ „Það getur ekki verið vilji samfélagsins að stöðva allar framkvæmdir, hvort sem um er að ræða atvinnuuppbyggingu, úrbætur í vegamálum eða orkuflutningi og framleiðslu, með flókum kerfum sem ekki tala saman,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Eru Vestfirðingar sagðir forviða yfir þessum úrskurði og beina þeim tilmælum til stjórnvalda að horfa til heildarhagsmuna þjóðarinnar í málefnum fiskeldis. „Sem er atvinnugrein í örum vexti á heimsvísu, enda ein umhverfisvænasta framleiðsluaðferð á matvælum sem mannkynið býr yfir. Mikilvægt er að fiskeldisuppbygging endi ekki í þeim sorglega farvegi að velkjast um í kerfinu í áratugi með óbætanlegu tjóni fyrir fyrirtækin, samfélögin sem um ræðir og þjóðarbúið.“
Bolungarvík Fiskeldi Strandabyggð Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Tengdar fréttir Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir „Gervigreindin er náttúrlega bara einn enn pensilinn í höndum listamanna“ Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Sjá meira
Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53