Samgönguráðherra segir aldrei meira fé hafa farið í nýframkvæmdir Heimir Már Pétursson skrifar 28. september 2018 19:52 Samgönguráðherra segir að aldrei hafi verið settir eins miklir fjármunir í nýframkvæmdir í vegakerfinu og ráðgert sé samkvæmt samgönguáætlun sem lögð var fram á Alþingi í gær. Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. Mörg stórverkefni eru nefnd í fimm ára vegaáætlun en einnig verður lögð fram áætlun til næstu fimmtán ára. Fyrri umræða um samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fer fram í þar næstu viku en þingmenn verða í kjördæmum sínum í næstu viku. „Við höfum ekki verið með meira fé eins og núna sérstaklega fyrstu þrjú árin. Við erum með þrettán og hálfan milljarð á ári í nýframkvæmdir næstu þrjú ár,” segir ráðherra. Enn meiri fjármunir komi síðan á næstu fimmtán árum og þótt mörgum kynni að finnast það langur tími, verði mun meira gert á þeim tíma en á síðustu fimmtán árum. „Þá verðum við búin að aðskilja akstursstefnur til að mynda hér á Vesturlandsveginum, Reykjanesbrautinni, á Selfossi. Bæði upp í Borgarnes, austur á Hellu, tvöfalda inn í flugstöð og klára grunnkerfið á Vestfjörðum. Allar stóru brýrnar og gera stórátak í tengivegum, fækka einbreiðum brúm. Þannig að já þetta er samgönguáætlun sem horfir bæði til langs tíma og stórra verkefna hringinn í kring um landið,” segir Sigurður Ingi. Vestfirðingar hafa þegar kvartað undan því að ekki verði lokið við vegaframkvæmdir í kring um Dýrafjarðargöng, en þeim á að ljúka árið 2020. Ráðherra segir að menn hefðu betur horft fram í tímann eins og nú sé gert við áætlanir fyrir vestan. „En ekki bara tekið ákvörðun um að fara í göng áður en menn voru búnir að sjá fyrir sér hvaða verkefni verið var að fara í. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að horfa til fimmtán ára og við séum með raunhæfa áætlun. Til að við getum skipulagt verkefnin og þá komi ekki svona gat í kerfið eins og við erum að horfa upp á þegar göngin verða klár en það verður bið í vegina,” segir Sigurður Ingi. Ráðherra hefur heyrt áhyggjur úr flestum landshlutum og segir sjálfsagt að Alþingi geri einhverjar breytingar á áætluninni. „Það er bara eitt sem ekki má gera. Það má ekki gera samgönguáætlun óraunhæfa með því að setja miklu, miklu meiri fjármuni inn en við höfum. Því það munum við ekki geta staðið við.”Nánar verður rætt við samgönguráðherra í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun. Alþingi Dýrafjarðargöng Samgöngur Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Samgönguráðherra segir að aldrei hafi verið settir eins miklir fjármunir í nýframkvæmdir í vegakerfinu og ráðgert sé samkvæmt samgönguáætlun sem lögð var fram á Alþingi í gær. Reiknað er með 106 milljörðum til viðhalds og nýframkvæmda í vegakerfinu á næstu fimm árum. Mörg stórverkefni eru nefnd í fimm ára vegaáætlun en einnig verður lögð fram áætlun til næstu fimmtán ára. Fyrri umræða um samgönguáætlun Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra fer fram í þar næstu viku en þingmenn verða í kjördæmum sínum í næstu viku. „Við höfum ekki verið með meira fé eins og núna sérstaklega fyrstu þrjú árin. Við erum með þrettán og hálfan milljarð á ári í nýframkvæmdir næstu þrjú ár,” segir ráðherra. Enn meiri fjármunir komi síðan á næstu fimmtán árum og þótt mörgum kynni að finnast það langur tími, verði mun meira gert á þeim tíma en á síðustu fimmtán árum. „Þá verðum við búin að aðskilja akstursstefnur til að mynda hér á Vesturlandsveginum, Reykjanesbrautinni, á Selfossi. Bæði upp í Borgarnes, austur á Hellu, tvöfalda inn í flugstöð og klára grunnkerfið á Vestfjörðum. Allar stóru brýrnar og gera stórátak í tengivegum, fækka einbreiðum brúm. Þannig að já þetta er samgönguáætlun sem horfir bæði til langs tíma og stórra verkefna hringinn í kring um landið,” segir Sigurður Ingi. Vestfirðingar hafa þegar kvartað undan því að ekki verði lokið við vegaframkvæmdir í kring um Dýrafjarðargöng, en þeim á að ljúka árið 2020. Ráðherra segir að menn hefðu betur horft fram í tímann eins og nú sé gert við áætlanir fyrir vestan. „En ekki bara tekið ákvörðun um að fara í göng áður en menn voru búnir að sjá fyrir sér hvaða verkefni verið var að fara í. Þess vegna er svo mikilvægt að við séum að horfa til fimmtán ára og við séum með raunhæfa áætlun. Til að við getum skipulagt verkefnin og þá komi ekki svona gat í kerfið eins og við erum að horfa upp á þegar göngin verða klár en það verður bið í vegina,” segir Sigurður Ingi. Ráðherra hefur heyrt áhyggjur úr flestum landshlutum og segir sjálfsagt að Alþingi geri einhverjar breytingar á áætluninni. „Það er bara eitt sem ekki má gera. Það má ekki gera samgönguáætlun óraunhæfa með því að setja miklu, miklu meiri fjármuni inn en við höfum. Því það munum við ekki geta staðið við.”Nánar verður rætt við samgönguráðherra í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu á morgun.
Alþingi Dýrafjarðargöng Samgöngur Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira