Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Jakob Bjarnar skrifar 8. mars 2018 10:56 Ómar lenti heldur betur í hremmingum í Rússlandi hvar hann var að huga að aðstæðum ásamt öðrum í sendinefnd KSÍ. visir/gva „Já, ég lenti í smá veseni,“ segir Ómar Smárason, starfsmaður KSÍ í samtali við Vísi. Fæstir myndu reyndar flokka þetta sem „smá vesen“ því Ómar fékk á dögunum heilablóðfall þá er hann var staddur í Rússlandi ásamt sendinefnd KSÍ í aðdraganda HM í knattspyrnu sem fram fer þar í landi í sumar. Okkar strákar verða í fyrsta skipti meðal keppnisþjóða og að mörgu að hyggja fyrir starfsfólk KSÍ. „Þetta var ráðstefna og vinnuferð – við vorum að skoða hótel og æfingasvæðið. Þegar þangað var komið, en við vorum búin með vinnustofuna í Sochi og fórum þaðan niður eftir til Gelendzhik, þar sem æfingabúðirnar eru, þegar ég lenti í þessu.“Ætlar alls ekki að missa af HMÓmar segist hafa verið fluttur með þyrlu frá Gelendzhik á hátæknisjúkrahúsið í Krasnodar, þar sem hann eyddi nokkrum dögum á gjörgæsludeild. „Já, ég var aðeins lengur í Rússlandi en ég ætlaði mér.“Ómar í Rússlandi. Hann gefur rússneskri heilbrigðisþjónustu toppeinkunn.Ómar er brattur. Hann er nú í endurhæfingu, segist fílhraustur ungur maður, 45 ára gamall og þetta sé vissulega nokkuð sem hann hafði ekki reiknað með. Né hafi hann af þessu reynslu. Hann er þrekaður og orkulítill en það er allt að koma.En, þýðir þetta ekki óhjákvæmilega það að þú munir missa af HM í Rússlandi í sumar? „Nei,“ segir Ómar harðákveðinn. Og lýsir því yfir að það þurfi mannskap í það ef það á að halda honum frá HM. „Ég fer á HM. Þetta tekur mig nokkrar vikur að ná fullum styrk. Maður verður að vera skynsamur.“Rússnesk heilbrigðisþjónusta fær topp einkunnEitt er að fá heilablóðfall, annað er að fá heilablóðfall og vera staddur í Rússlandi. „Já, það var svolítið langt heim. Þetta var erfiðast fyrir konuna mína. En ég var í góðum höndum, góðum félagsskap og ég gef rússneskri heilbrigðisþjónustu topp einkunn. Ekki undan neinu að kvarta. Rússarnir hugsuðu vel um mig og þeim fannst stórmerkilegt að vera með Íslending hjá sér. Frændi minn og starfsfélagi Víðir Reynisson var mér svo til halds og trausts,“ segir Ómar. Og heldur áfram: „Bara vera með Google translate í símanum og tryggingaskírteini út prentað, þá eru manni allir vegir færir,“ segir Ómar og má líta á þetta sem ráðleggingu frá honum til handa öllum þeim Íslendingum sem eru á leið til Rússlands í sumar. Þar sem Ómar og auðvitað landsmenn allir, gera ráð fyrir að íslenska liðið sé að fara að gera góða hluti. Og styttist nú óðum í þá stóru stund. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Já, ég lenti í smá veseni,“ segir Ómar Smárason, starfsmaður KSÍ í samtali við Vísi. Fæstir myndu reyndar flokka þetta sem „smá vesen“ því Ómar fékk á dögunum heilablóðfall þá er hann var staddur í Rússlandi ásamt sendinefnd KSÍ í aðdraganda HM í knattspyrnu sem fram fer þar í landi í sumar. Okkar strákar verða í fyrsta skipti meðal keppnisþjóða og að mörgu að hyggja fyrir starfsfólk KSÍ. „Þetta var ráðstefna og vinnuferð – við vorum að skoða hótel og æfingasvæðið. Þegar þangað var komið, en við vorum búin með vinnustofuna í Sochi og fórum þaðan niður eftir til Gelendzhik, þar sem æfingabúðirnar eru, þegar ég lenti í þessu.“Ætlar alls ekki að missa af HMÓmar segist hafa verið fluttur með þyrlu frá Gelendzhik á hátæknisjúkrahúsið í Krasnodar, þar sem hann eyddi nokkrum dögum á gjörgæsludeild. „Já, ég var aðeins lengur í Rússlandi en ég ætlaði mér.“Ómar í Rússlandi. Hann gefur rússneskri heilbrigðisþjónustu toppeinkunn.Ómar er brattur. Hann er nú í endurhæfingu, segist fílhraustur ungur maður, 45 ára gamall og þetta sé vissulega nokkuð sem hann hafði ekki reiknað með. Né hafi hann af þessu reynslu. Hann er þrekaður og orkulítill en það er allt að koma.En, þýðir þetta ekki óhjákvæmilega það að þú munir missa af HM í Rússlandi í sumar? „Nei,“ segir Ómar harðákveðinn. Og lýsir því yfir að það þurfi mannskap í það ef það á að halda honum frá HM. „Ég fer á HM. Þetta tekur mig nokkrar vikur að ná fullum styrk. Maður verður að vera skynsamur.“Rússnesk heilbrigðisþjónusta fær topp einkunnEitt er að fá heilablóðfall, annað er að fá heilablóðfall og vera staddur í Rússlandi. „Já, það var svolítið langt heim. Þetta var erfiðast fyrir konuna mína. En ég var í góðum höndum, góðum félagsskap og ég gef rússneskri heilbrigðisþjónustu topp einkunn. Ekki undan neinu að kvarta. Rússarnir hugsuðu vel um mig og þeim fannst stórmerkilegt að vera með Íslending hjá sér. Frændi minn og starfsfélagi Víðir Reynisson var mér svo til halds og trausts,“ segir Ómar. Og heldur áfram: „Bara vera með Google translate í símanum og tryggingaskírteini út prentað, þá eru manni allir vegir færir,“ segir Ómar og má líta á þetta sem ráðleggingu frá honum til handa öllum þeim Íslendingum sem eru á leið til Rússlands í sumar. Þar sem Ómar og auðvitað landsmenn allir, gera ráð fyrir að íslenska liðið sé að fara að gera góða hluti. Og styttist nú óðum í þá stóru stund.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira