Konur dvelja lengur en áður í Kvennaathvarfinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. apríl 2018 13:00 Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, kynnti áform um byggingu nýs húsnæðis á fundi Íbúðalánasjóðs. Byggingin verður fjármögnuð með stofnframlögum. Vísir/Sigtryggur Ari Áformað er að framkvæmdir við byggingu íbúðarhúsnæðis sem Kvennaathvarfið hyggst reisa hefjist í haust. Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að Reykjavíkurborg sé búin að gefa vilyrði fyrir lóðinni, en staðsetningin verði ekki gefin upp. „Við köllum það bara á besta stað í bænum en við ákváðum að halda því fyrir okkur að sinni,“ segir Sigþrúður. Verið sé að vinna í deiliskipulagsmálum. Stefnt er að því að byggja hús með sextán íbúðum. Í hverri þeirra verða 1 til 3 herbergi. Áætlaður heildarkostnaður við verkið er um 330 milljónir króna. Sigþrúður hélt erindi um nýja húsið á fundi sem Íbúðalánasjóður hélt um úthlutun stofnframlaga. Húsnæðið verður að hluta til reist með stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði, en líka með styrk frá Verkefninu á Allra vörum og Alheims Auði. Heimilinu er ætlað að vera fyrir konur sem þegar hafa dvalið í Kvennaathvarfinu. Á fundi Íbúðalánasjóðs í gær kom fram að tilgangurinn væri að konurnar búi áfram í öruggu húsnæði sem þær fá á viðráðanlegu verði. Áætlað er að dvalartími hverrar konu í húsinu verði 18 til 24 mánuðir. Í einhverjum tilfellum hugsanlega skemmri. Sigþrúður segir að sá tími sem konur dvelji í Kvennaathvarfinu hafi lengst undanfarin fimm til sex ár og sé orðinn helmingi lengri en hann var. „Við erum alltaf að sjá fleiri og fleiri konur sem dvelja í hálft ár eða meira. Það er að hluta til vegna innra starfs hjá okkur en að hluta til vegna þess að konur hafa ekki í annað hús að venda. Þær bara komast ekkert út og já, húsnæðismarkaðurinn spilar svo sannarlega inn í,“ segir hún. Um helmingur kvennanna sem dvelji í kvennaathvarfinu sé erlendur. „Konur dvelja hjá okkur í allt að ellefu mánuði. Einu sinni var fjölskylda hjá okkur í ellefu mánuði og átti þá líklega svona um 200 sambýliskonur og börn á þeim tíma, sem er kannski ekki æskilegt þegar til langs tíma er litið,“ segir Sigþrúður og bætir við að fjöldinn í húsinu verði vissulega mjög mikill með mjög löngum dvalartíma. Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira
Áformað er að framkvæmdir við byggingu íbúðarhúsnæðis sem Kvennaathvarfið hyggst reisa hefjist í haust. Sigþrúður Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að Reykjavíkurborg sé búin að gefa vilyrði fyrir lóðinni, en staðsetningin verði ekki gefin upp. „Við köllum það bara á besta stað í bænum en við ákváðum að halda því fyrir okkur að sinni,“ segir Sigþrúður. Verið sé að vinna í deiliskipulagsmálum. Stefnt er að því að byggja hús með sextán íbúðum. Í hverri þeirra verða 1 til 3 herbergi. Áætlaður heildarkostnaður við verkið er um 330 milljónir króna. Sigþrúður hélt erindi um nýja húsið á fundi sem Íbúðalánasjóður hélt um úthlutun stofnframlaga. Húsnæðið verður að hluta til reist með stofnframlögum frá Íbúðalánasjóði, en líka með styrk frá Verkefninu á Allra vörum og Alheims Auði. Heimilinu er ætlað að vera fyrir konur sem þegar hafa dvalið í Kvennaathvarfinu. Á fundi Íbúðalánasjóðs í gær kom fram að tilgangurinn væri að konurnar búi áfram í öruggu húsnæði sem þær fá á viðráðanlegu verði. Áætlað er að dvalartími hverrar konu í húsinu verði 18 til 24 mánuðir. Í einhverjum tilfellum hugsanlega skemmri. Sigþrúður segir að sá tími sem konur dvelji í Kvennaathvarfinu hafi lengst undanfarin fimm til sex ár og sé orðinn helmingi lengri en hann var. „Við erum alltaf að sjá fleiri og fleiri konur sem dvelja í hálft ár eða meira. Það er að hluta til vegna innra starfs hjá okkur en að hluta til vegna þess að konur hafa ekki í annað hús að venda. Þær bara komast ekkert út og já, húsnæðismarkaðurinn spilar svo sannarlega inn í,“ segir hún. Um helmingur kvennanna sem dvelji í kvennaathvarfinu sé erlendur. „Konur dvelja hjá okkur í allt að ellefu mánuði. Einu sinni var fjölskylda hjá okkur í ellefu mánuði og átti þá líklega svona um 200 sambýliskonur og börn á þeim tíma, sem er kannski ekki æskilegt þegar til langs tíma er litið,“ segir Sigþrúður og bætir við að fjöldinn í húsinu verði vissulega mjög mikill með mjög löngum dvalartíma.
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Sjá meira