Segjast hafa mikið af gögnum gegn Sindra Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. apríl 2018 07:00 Lögreglan telur sig hafa haldgóð sönnungargögn í máli Sindra. Vísir/getty Mikið magn símagagna, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar eru meðal sönnunargagna sem lögregla hefur aflað í máli Sindra Þórs Stefánssonar sem er á flótta, grunaður um stórfelldan þjófnað á tölvum úr gagnaverum. Í yfirlýsingu sem Sindri Þór sendi Fréttablaðinu í fyrradag og fjallað var um í blaðinu í gær, segir hann að lögregla hafi engin sönnunargögn í máli hans. Gæsluvarðhaldsúrskurðir sem kveðnir hafa verið upp í máli hans benda þó til annars. Í úrskurði sem kveðinn var upp 21. mars síðastliðinn kemur fram að mikið magn símagagna sem rakin eru til Sindra hafi að geyma mikilvægar upplýsingar um aðdraganda og framkvæmd innbrotanna. Einnig hafi við húsleit hjá Sindra fundist teikningar sem taldar eru af gagnaverinu sem brotist var inn í 16. janúar. Þá er vísað til gagna sem sögð eru benda til þess að Sindri hafi tekið sendibifreiðar á leigu í kringum þann tíma sem innbrotin voru framin. Einum þessara bíla svipar mjög til bíls sem öryggisvörður sá, sem hafði um tíma stöðu grunaðs manns í málinu, benti á, þegar hann bar vitni um menn sem krafið höfðu hann um upplýsingar um öryggiskerfi í því gagnaveri sem brotist var inn í 16. janúar. Símagögnin sem vikið er að í úrskurðinum eru sögð varpa ljósi á samskipti Sindra við ætlaða samverkamenn hans, sem búsettir eru bæði hér á landi og á Spáni, en Sindri og nokkrir félaga hans, munu hafa fest kaup á fasteignum þar í landi og hugðist Sindri flytjast búferlum til Spánar áður en hann var handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald. Þrátt fyrir að lögregla telji sig hafa haldgóð sönnunargögn í máli Sindra virðist hún engu nær um verustað hinna horfnu tölva. Hinn ætlaði þjófur er einnig týndur sem og eigandi tölvanna, sem hefur raunar aldrei stigið fram í dagsljósið. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Mikið magn símagagna, upplýsingar um bílaleigubíla og teikningar eru meðal sönnunargagna sem lögregla hefur aflað í máli Sindra Þórs Stefánssonar sem er á flótta, grunaður um stórfelldan þjófnað á tölvum úr gagnaverum. Í yfirlýsingu sem Sindri Þór sendi Fréttablaðinu í fyrradag og fjallað var um í blaðinu í gær, segir hann að lögregla hafi engin sönnunargögn í máli hans. Gæsluvarðhaldsúrskurðir sem kveðnir hafa verið upp í máli hans benda þó til annars. Í úrskurði sem kveðinn var upp 21. mars síðastliðinn kemur fram að mikið magn símagagna sem rakin eru til Sindra hafi að geyma mikilvægar upplýsingar um aðdraganda og framkvæmd innbrotanna. Einnig hafi við húsleit hjá Sindra fundist teikningar sem taldar eru af gagnaverinu sem brotist var inn í 16. janúar. Þá er vísað til gagna sem sögð eru benda til þess að Sindri hafi tekið sendibifreiðar á leigu í kringum þann tíma sem innbrotin voru framin. Einum þessara bíla svipar mjög til bíls sem öryggisvörður sá, sem hafði um tíma stöðu grunaðs manns í málinu, benti á, þegar hann bar vitni um menn sem krafið höfðu hann um upplýsingar um öryggiskerfi í því gagnaveri sem brotist var inn í 16. janúar. Símagögnin sem vikið er að í úrskurðinum eru sögð varpa ljósi á samskipti Sindra við ætlaða samverkamenn hans, sem búsettir eru bæði hér á landi og á Spáni, en Sindri og nokkrir félaga hans, munu hafa fest kaup á fasteignum þar í landi og hugðist Sindri flytjast búferlum til Spánar áður en hann var handtekinn og hnepptur í gæsluvarðhald. Þrátt fyrir að lögregla telji sig hafa haldgóð sönnunargögn í máli Sindra virðist hún engu nær um verustað hinna horfnu tölva. Hinn ætlaði þjófur er einnig týndur sem og eigandi tölvanna, sem hefur raunar aldrei stigið fram í dagsljósið.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30 Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40 Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sindri Þór Stefánsson, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, sendi Fréttablaðinu yfirlýsingu, þar sem hann útskýrir sína hlið máls. 20. apríl 2018 07:30
Samkomulag við Sindra kemur ekki til greina Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir liggja ljóst fyrir að finnist Sindri Þór Stefánsson erlendis þá verði hann handtekinn. 20. apríl 2018 09:40
Telur að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur Sindra Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfararnótt þriðjudags, segir að gengið hafi verið of langt í gæsluvarðhaldskröfunni á hendur skjólstæðingi sínum. 20. apríl 2018 10:01