Dóra Björt gagnrýnir aprílgabb um kosningarétt: „Hér makka þau sig saman í yfirlætislegu spaugi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2018 20:48 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, finnst ekki smekklegt að kýla niður. vísir/Ernir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, gagnrýnir harðlega aprílgabb Morgunblaðsins og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í borginni. Aprílgabbið snerist um að ungt fólk á aldrinum 16-18 ára fengju eftir allt saman að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum næstkomandi. Í stöðuuppfærslu á Facebook segir Dóra að sér þyki grínið vera yfirlætislegt spaug. „Aldrei hefur mér þótt sérstaklega fínt þegar kýlt er niður eins og gert er í þessu vægast sagt sérstaka „gríni“ Morgunblaðsins, borgarstjóra, oddvita VG og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Hér makka þau sig saman í yfirlætislegu spaugi sem snýst um að núa krökkum því um nasir að þau fái sko ekkert að kjósa.“ Dóra furðar sig á því að borgarstjóra og frambjóðendunum þyki það vera fyndinn brandari að valdefla valdalausan hóp. „Fyrst tölum við um þau sem óþroskuð börn og að þau geti ekki haft vit fyrir sjálfum sér, hvað þá kosið. Við niðurlægjum þau og segjum að best sé nú fyrir þau að halda bara áfram að vera börn (þó þiggjum við skattana þeirra, að sjálfsögðu). Segjum sí og æ að þau hafi nú bara engan áhuga á pólitík, þó gögn segi annað. Við horfum upp á þau lifa við hlutfallslega verri lífsgæði en fyrri kynslóðir og missa af góðærinu en ypptum öxlum. Völd til að breyta ástandinu skulu þau sko ekki fá,“ segir Dóra. Að sögn Dóru er hér viðhaldið samfélagskerfum sem eru fjandsamleg ungu fólki. „Þegar þau gefast upp og flytja til útlanda spyrjum við okkur hver ástæðan sé.“ Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, gagnrýnir harðlega aprílgabb Morgunblaðsins og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í borginni. Aprílgabbið snerist um að ungt fólk á aldrinum 16-18 ára fengju eftir allt saman að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum næstkomandi. Í stöðuuppfærslu á Facebook segir Dóra að sér þyki grínið vera yfirlætislegt spaug. „Aldrei hefur mér þótt sérstaklega fínt þegar kýlt er niður eins og gert er í þessu vægast sagt sérstaka „gríni“ Morgunblaðsins, borgarstjóra, oddvita VG og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Hér makka þau sig saman í yfirlætislegu spaugi sem snýst um að núa krökkum því um nasir að þau fái sko ekkert að kjósa.“ Dóra furðar sig á því að borgarstjóra og frambjóðendunum þyki það vera fyndinn brandari að valdefla valdalausan hóp. „Fyrst tölum við um þau sem óþroskuð börn og að þau geti ekki haft vit fyrir sjálfum sér, hvað þá kosið. Við niðurlægjum þau og segjum að best sé nú fyrir þau að halda bara áfram að vera börn (þó þiggjum við skattana þeirra, að sjálfsögðu). Segjum sí og æ að þau hafi nú bara engan áhuga á pólitík, þó gögn segi annað. Við horfum upp á þau lifa við hlutfallslega verri lífsgæði en fyrri kynslóðir og missa af góðærinu en ypptum öxlum. Völd til að breyta ástandinu skulu þau sko ekki fá,“ segir Dóra. Að sögn Dóru er hér viðhaldið samfélagskerfum sem eru fjandsamleg ungu fólki. „Þegar þau gefast upp og flytja til útlanda spyrjum við okkur hver ástæðan sé.“
Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Fleiri fréttir Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Sjá meira