Dóra Björt gagnrýnir aprílgabb um kosningarétt: „Hér makka þau sig saman í yfirlætislegu spaugi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2018 20:48 Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, finnst ekki smekklegt að kýla niður. vísir/Ernir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, gagnrýnir harðlega aprílgabb Morgunblaðsins og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í borginni. Aprílgabbið snerist um að ungt fólk á aldrinum 16-18 ára fengju eftir allt saman að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum næstkomandi. Í stöðuuppfærslu á Facebook segir Dóra að sér þyki grínið vera yfirlætislegt spaug. „Aldrei hefur mér þótt sérstaklega fínt þegar kýlt er niður eins og gert er í þessu vægast sagt sérstaka „gríni“ Morgunblaðsins, borgarstjóra, oddvita VG og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Hér makka þau sig saman í yfirlætislegu spaugi sem snýst um að núa krökkum því um nasir að þau fái sko ekkert að kjósa.“ Dóra furðar sig á því að borgarstjóra og frambjóðendunum þyki það vera fyndinn brandari að valdefla valdalausan hóp. „Fyrst tölum við um þau sem óþroskuð börn og að þau geti ekki haft vit fyrir sjálfum sér, hvað þá kosið. Við niðurlægjum þau og segjum að best sé nú fyrir þau að halda bara áfram að vera börn (þó þiggjum við skattana þeirra, að sjálfsögðu). Segjum sí og æ að þau hafi nú bara engan áhuga á pólitík, þó gögn segi annað. Við horfum upp á þau lifa við hlutfallslega verri lífsgæði en fyrri kynslóðir og missa af góðærinu en ypptum öxlum. Völd til að breyta ástandinu skulu þau sko ekki fá,“ segir Dóra. Að sögn Dóru er hér viðhaldið samfélagskerfum sem eru fjandsamleg ungu fólki. „Þegar þau gefast upp og flytja til útlanda spyrjum við okkur hver ástæðan sé.“ Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Sjá meira
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík, gagnrýnir harðlega aprílgabb Morgunblaðsins og frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í borginni. Aprílgabbið snerist um að ungt fólk á aldrinum 16-18 ára fengju eftir allt saman að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum næstkomandi. Í stöðuuppfærslu á Facebook segir Dóra að sér þyki grínið vera yfirlætislegt spaug. „Aldrei hefur mér þótt sérstaklega fínt þegar kýlt er niður eins og gert er í þessu vægast sagt sérstaka „gríni“ Morgunblaðsins, borgarstjóra, oddvita VG og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins. Hér makka þau sig saman í yfirlætislegu spaugi sem snýst um að núa krökkum því um nasir að þau fái sko ekkert að kjósa.“ Dóra furðar sig á því að borgarstjóra og frambjóðendunum þyki það vera fyndinn brandari að valdefla valdalausan hóp. „Fyrst tölum við um þau sem óþroskuð börn og að þau geti ekki haft vit fyrir sjálfum sér, hvað þá kosið. Við niðurlægjum þau og segjum að best sé nú fyrir þau að halda bara áfram að vera börn (þó þiggjum við skattana þeirra, að sjálfsögðu). Segjum sí og æ að þau hafi nú bara engan áhuga á pólitík, þó gögn segi annað. Við horfum upp á þau lifa við hlutfallslega verri lífsgæði en fyrri kynslóðir og missa af góðærinu en ypptum öxlum. Völd til að breyta ástandinu skulu þau sko ekki fá,“ segir Dóra. Að sögn Dóru er hér viðhaldið samfélagskerfum sem eru fjandsamleg ungu fólki. „Þegar þau gefast upp og flytja til útlanda spyrjum við okkur hver ástæðan sé.“
Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Sjá meira