Langar að koma mér aftur í landsliðið Hjörvar Ólafsson skrifar 8. desember 2018 11:00 Arnór reyndist Lilleström afar dýrmætur á lokasprettinum. Lilleström Knattspyrnumaðurinn Arnór Smárason náði ferli sínum á gott flug á nýjan leik þegar hann gekk til liðs við norska liðið Lilleström frá sænska liðinu Hammarby um mánaðamótin júlí og ágúst. Á þeim tíma var Lilleström að ganga í gegnum þjálfaraskipti, en við liðinu tók Jörgen Lennartsson sem þekkti til Arnórs eftir að hafa leikið gegn honum í Svíþjóð. „Ég hafði verið að glíma við meiðsli hjá Hammarby og var dottinn út úr liðinu og það hentað mér bara vel að gera stuttan samning við Lilleström til þess að fá meiri spiltíma. Jörgen mundi eftir mér eftir að við mættumst fjölmörgum sinnum í Svíþjóð og hann lagði áherslu á að fá mig til liðsins. Það var þægileg tilfinning að vera kominn aftur í lið þar sem ég var í lykilhlutverki eftir erfiða tíma hjá Hammarby,“ segir Arnór í samtali við Fréttablaðið. Hann var settur í nýja stöðu. „Þarna var ég settur í hlutverk falskrar níu fyrir aftan framherja og var í nokkuð frjálsu hlutverki. Mér gekk vel persónulega og liðinu tókst að bjarga sér frá falli þannig að þetta gat bara ekki farið betur. Ég skoraði sjö mörk í 13 deildarleikjum og lagði upp nokkur mörk fyrir samherja mína og ég var bara mjög sáttur við eigin frammistöðu,“ segir hann enn fremur um tíma sinn hjá Lilleström. „Eftir tímabilið hef ég fundið fyrir þó nokkrum áhuga frá liðum á kröftum mínum. Það er góð tilfinning að vera kominn aftur á flug og að geta valið úr tilboðum. Ég verð samningslaus í desember og býst við að taka ákvörðun öðrum hvorum megin við næstu áramót um hvar ég mun spila í framhaldinu. Lilleström er búið að bjóða mér nýjan samning og svo er ég kominn með tilboð frá tveimur öðrum norskum liðum. Það eru svo einhverjar fyrirspurnir frá liðum annars staðar í Skandinavíu og einnig annars staðar en í Evrópu,“ segir hann um framtíðina hjá sér. „Nú er bara að vega og meta það sem mér býðst og taka góða ákvörðun fyrir mig. Ég þarf líka að passa upp á það að finna lið þar sem mér er ætlað stórt hlutverk. Mig langar mjög mikið að koma mér inn í landsliðshópinn á komandi ári og til þess að svo geti farið verð ég að spila reglulega og standa mig vel áfram. Ég býst við því að verða valinn í landsliðsverkefnið sem verður í janúar og er staðráðinn í að sýna mig og sanna þar,“ segir Skagamaðurinn enn fremur. – hó Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Sjá meira
Knattspyrnumaðurinn Arnór Smárason náði ferli sínum á gott flug á nýjan leik þegar hann gekk til liðs við norska liðið Lilleström frá sænska liðinu Hammarby um mánaðamótin júlí og ágúst. Á þeim tíma var Lilleström að ganga í gegnum þjálfaraskipti, en við liðinu tók Jörgen Lennartsson sem þekkti til Arnórs eftir að hafa leikið gegn honum í Svíþjóð. „Ég hafði verið að glíma við meiðsli hjá Hammarby og var dottinn út úr liðinu og það hentað mér bara vel að gera stuttan samning við Lilleström til þess að fá meiri spiltíma. Jörgen mundi eftir mér eftir að við mættumst fjölmörgum sinnum í Svíþjóð og hann lagði áherslu á að fá mig til liðsins. Það var þægileg tilfinning að vera kominn aftur í lið þar sem ég var í lykilhlutverki eftir erfiða tíma hjá Hammarby,“ segir Arnór í samtali við Fréttablaðið. Hann var settur í nýja stöðu. „Þarna var ég settur í hlutverk falskrar níu fyrir aftan framherja og var í nokkuð frjálsu hlutverki. Mér gekk vel persónulega og liðinu tókst að bjarga sér frá falli þannig að þetta gat bara ekki farið betur. Ég skoraði sjö mörk í 13 deildarleikjum og lagði upp nokkur mörk fyrir samherja mína og ég var bara mjög sáttur við eigin frammistöðu,“ segir hann enn fremur um tíma sinn hjá Lilleström. „Eftir tímabilið hef ég fundið fyrir þó nokkrum áhuga frá liðum á kröftum mínum. Það er góð tilfinning að vera kominn aftur á flug og að geta valið úr tilboðum. Ég verð samningslaus í desember og býst við að taka ákvörðun öðrum hvorum megin við næstu áramót um hvar ég mun spila í framhaldinu. Lilleström er búið að bjóða mér nýjan samning og svo er ég kominn með tilboð frá tveimur öðrum norskum liðum. Það eru svo einhverjar fyrirspurnir frá liðum annars staðar í Skandinavíu og einnig annars staðar en í Evrópu,“ segir hann um framtíðina hjá sér. „Nú er bara að vega og meta það sem mér býðst og taka góða ákvörðun fyrir mig. Ég þarf líka að passa upp á það að finna lið þar sem mér er ætlað stórt hlutverk. Mig langar mjög mikið að koma mér inn í landsliðshópinn á komandi ári og til þess að svo geti farið verð ég að spila reglulega og standa mig vel áfram. Ég býst við því að verða valinn í landsliðsverkefnið sem verður í janúar og er staðráðinn í að sýna mig og sanna þar,“ segir Skagamaðurinn enn fremur. – hó
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Fleiri fréttir Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Sjá meira