Aðalfundur Framsýnar samþykkti vantraust á forseta ASÍ Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2018 23:03 Frá aðalfundi Framsýnar á Húsavík í kvöld. Vísir/GVA Tillaga um að lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambands Íslands, var samþykkt samhljóða á aðalfundi verkalýðsfélagsins Framsýnar í kvöld. Aðalsteinn Baldurssonar, formaður Framsýnar, segir að félagið geri kröfu um breytingar á forystu ASÍ á þingi þess í haust. Áður hafa VR og Verkalýðsfélag Akraness lýst yfir vantrausti á Gylfa. Um fjörutíu manns sóttu aðalfund Framsýnar á Húsavík í kvöld, að sögn Aðalsteins. Hann segir vantraustsyfirlýsinguna, sem stjórn félagsins lagði til, verða veganesti inn í yfirvofandi kjaraviðræður og þing ASÍ sem fer fram í október. „Við gerum kröfu um breytingar,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Gylfi vildi ekki tjá sig um vantrauststillögu stjórnar Framsýnar þegar Vísir leitaði til hans síðdegis í dag. Í yfirlýsingu sem aðalfundur Framsýnar samþykkti í kvöld er meðal annars vísað til þess að ASÍ hafi ekki orðið við beiðni félagsins um að taka úr umferð auglýsingar þar sem varað hafi verið við launahækkunum til láglaunafólks. Því hafi fundurinn samþykkt að lýsa yfir vantrausti á Gylfa forseta þess. „Það er með ólíkindum að Alþýðusamband Íslands skuli leyfa sér að verja ofurlaunahækkanir til embættismanna þjóðarinnar, forstjóra fyrirtækja og aðila í fjármálageiranum með því að berja niður samtakamátt verkafólks í landinu með áróðursauglýsingum. Samtök sem eiga að setja málstað vinnandi fólks ofar öllu. Það að vara verkafólk við því að fylgja eftir kröfum sínum er undarleg hugmyndafræði. Sú túlkun forystumanna launþega á því að það séu einungis kaupkröfur þeirra sem skapa þjóðarauðinn sem leiða af sér óðaverðbólgu og ólgu á íslenskum vinnumarkaði er með öllu óskiljanleg. Kaupmáttur launa sé það sem menn eigi að horfa til, annað skipti ekki máli,“ segir í yfirlýsingu aðalfundarins. Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Tillaga um að lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson, forseta Alþýðusambands Íslands, var samþykkt samhljóða á aðalfundi verkalýðsfélagsins Framsýnar í kvöld. Aðalsteinn Baldurssonar, formaður Framsýnar, segir að félagið geri kröfu um breytingar á forystu ASÍ á þingi þess í haust. Áður hafa VR og Verkalýðsfélag Akraness lýst yfir vantrausti á Gylfa. Um fjörutíu manns sóttu aðalfund Framsýnar á Húsavík í kvöld, að sögn Aðalsteins. Hann segir vantraustsyfirlýsinguna, sem stjórn félagsins lagði til, verða veganesti inn í yfirvofandi kjaraviðræður og þing ASÍ sem fer fram í október. „Við gerum kröfu um breytingar,“ segir Aðalsteinn í samtali við Vísi. Gylfi vildi ekki tjá sig um vantrauststillögu stjórnar Framsýnar þegar Vísir leitaði til hans síðdegis í dag. Í yfirlýsingu sem aðalfundur Framsýnar samþykkti í kvöld er meðal annars vísað til þess að ASÍ hafi ekki orðið við beiðni félagsins um að taka úr umferð auglýsingar þar sem varað hafi verið við launahækkunum til láglaunafólks. Því hafi fundurinn samþykkt að lýsa yfir vantrausti á Gylfa forseta þess. „Það er með ólíkindum að Alþýðusamband Íslands skuli leyfa sér að verja ofurlaunahækkanir til embættismanna þjóðarinnar, forstjóra fyrirtækja og aðila í fjármálageiranum með því að berja niður samtakamátt verkafólks í landinu með áróðursauglýsingum. Samtök sem eiga að setja málstað vinnandi fólks ofar öllu. Það að vara verkafólk við því að fylgja eftir kröfum sínum er undarleg hugmyndafræði. Sú túlkun forystumanna launþega á því að það séu einungis kaupkröfur þeirra sem skapa þjóðarauðinn sem leiða af sér óðaverðbólgu og ólgu á íslenskum vinnumarkaði er með öllu óskiljanleg. Kaupmáttur launa sé það sem menn eigi að horfa til, annað skipti ekki máli,“ segir í yfirlýsingu aðalfundarins.
Kjaramál Tengdar fréttir Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Framsýn leggur einnig til vantraust á forseta ASÍ Aðalfundur Framsýnar tekur afstöðu til tillögu stjórnar félagsins um að fylgja í fótspor VR og Verkalýðsfélags Akraness lýsa vantrausti á Gylfa Arnbjörnsson í kvöld. 28. maí 2018 18:51