Jákvæð áhrif Queer Eye Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 2. mars 2018 07:00 Strákarnir í nýju Queer Eye þáttunum hafa slegið í gegn og þátturinn virðist hafa góð áhrif. Vísir/Getty Sjónvarpsþátturinn Queer Eye, sem sló í gegn árið 2003, var nýlega endurvakinn af efnisveitunni Netflix. Í byrjun febrúar kom ný þáttaröð af Queer Eye inn á Netflix, en þar taka fimm samkynhneigðir sérfræðingar að sér að fríska upp á útlitið og heimilið hjá gagnkynhneigðum manni og kenna honum að snyrta sig, elda og annað sem hann er í vandræðum með. Í nýju útgáfunni eru fimm nýir sérfræðingar teknir við af þeim sem sáu um gömlu þættina og það má sannarlega fullyrða að þar séu á ferð jafn miklir persónuleikar eins og áður, sem bæði halda uppi fjörinu og bindast viðfangsefninu iðulega vinaböndum. Nýja útgáfan hefur vakið mikla athygli og greinilegt er að það er enn mikill áhugi á þáttum sem þessum, jafnvel þótt samfélagið hafi breyst mikið síðan á gullöld raunveruleikasjónvarps árið 2003. Á vefsíðunni Rotten Tomatoes er tekin saman gagnrýni frá 19 ólíkum gagnrýnendum og allir gefa þættinum jákvæða dóma. Almenn niðurstaða þar er að nýja útgáfan aðlagist nýjum tíma án þess að tapa stíl, sjarma eða skemmtanagildi, sem sanni að formúlan á bak við þáttinn sé jafn ánægjulega ávanabindandi og áður, þrátt fyrir nýja staðsetningu og stjórnendur. Margir hafa líka talað um að hann sé hið fullkomna mótefni gegn skaðlegum gamaldags hugmyndum um karlmennskuHrósað í hástert á Guardian Á vef The Guardian er Queer Eye hrósað á þeim nótum að loks sé kominn góður tískuþáttur þar sem fjallar er um miklu meira en bara útlit. Greinarhöfundur Guardian, Hadley Freeman, vill meina að Queer Eye sé einn mikilvægasti nýi sjónvarpsþátturinn í langan tíma. Hún segir að það sem geri þessa þætti mikilvæga sé að þeir taki á erfiðum félagslegum vandamálum og fjalli um leið um vandamálin sem fylgja gamaldags hugmyndum um karlmennsku á sérlega gagnlegan hátt, en það sé eitt mikilvægasta umræðuefnið í heiminum í dag. Henni finnst þátturinn eiga rosalega vel við árið 2018.Strákarnir skála að loknu góðu dagsverki.netflixÁ vefmiðlinum Polygon er líka að finna mikla lofræðu um Queer Eye og áhrif hans á gamaldags hugmyndir um ímynd karlmennsku. Greinarhöfundurinn, Ben Kuchera, segir að þessi þáttur sé hið fullkomna svar við röddum ótalmargra ungra karlmanna, sem finnst þeir sniðgengnir í samfélagsbreytingum síðari ári. Margir ungir menn, sérstaklega hvítir menn í Bandaríkjunum, eru þeirrar skoðunar að í samfélagsþróun síðustu ára hafi þeir setið eftir og finnst þeir eiga á brattann að sækja. Kuchera segir að þessir menn séu á villigötum þegar þeir spyrja „hvað með okkur?“. Það sé ekki samfélagið sem eigi að bjarga þeim, heldur verði hver og einn að bera ábyrgð á sér, stjórna sínu lífi og bjarga sér sjálfur. Hann segir að það séu skilaboðin sem Queer Eye sendir. Kuchera segir að gamaldags hugmyndir um karlmennsku dragi karlmenn frá því að eyða tíma í sjálfa sig og sambönd sín við annað fólk. En Queer Eye sýni að með því að taka sér tíma til að sjá um sjálfan sig og bæta samskipti sín við annað fólk geti fólk sjálft breytt stöðu sinni til hins betra, verið ánægðara með sig og notið betra sambands við aðra. Lykillinn að því að fá aðra til að vilja eyða tíma með sér sé að eyða sjálfur tíma í sig. Kuchera segir að það sé erfitt að ofmeta áhrifin sem þátturinn gæti haft á þá karlmenn sem séu tilbúnir til að hlusta og vilji líða betur með sjálfa sig.Samkynhneigðir þurfa að sjást Snyrtisérfræðingur þáttarins, Jonathan Van Ness, hefur líka talað um mikilvægi þess að þáttur eins og Queer Eye sé í sýningu á meðan Repúblikanaflokkurinn sé við völd í Bandaríkjunum. Honum finnst málefni hinsegin fólks ekki hafa þróast í rétta átt eftir valdaskiptin. Hann minnist þess líka hvað gamli þátturinn skipti hann miklu máli á sínum tíma, því hann ólst upp í smábæ í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna, þar sem hann skorti fyrirmyndir sem hann tengdi við. Hann segir að það sé mikilvægt að samkynhneigðar fyrirmyndir sjáist í sjónvarpinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Lifði með fjögur prósent sjón án greiningar Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Lifði með fjögur prósent sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Sjá meira
Sjónvarpsþátturinn Queer Eye, sem sló í gegn árið 2003, var nýlega endurvakinn af efnisveitunni Netflix. Í byrjun febrúar kom ný þáttaröð af Queer Eye inn á Netflix, en þar taka fimm samkynhneigðir sérfræðingar að sér að fríska upp á útlitið og heimilið hjá gagnkynhneigðum manni og kenna honum að snyrta sig, elda og annað sem hann er í vandræðum með. Í nýju útgáfunni eru fimm nýir sérfræðingar teknir við af þeim sem sáu um gömlu þættina og það má sannarlega fullyrða að þar séu á ferð jafn miklir persónuleikar eins og áður, sem bæði halda uppi fjörinu og bindast viðfangsefninu iðulega vinaböndum. Nýja útgáfan hefur vakið mikla athygli og greinilegt er að það er enn mikill áhugi á þáttum sem þessum, jafnvel þótt samfélagið hafi breyst mikið síðan á gullöld raunveruleikasjónvarps árið 2003. Á vefsíðunni Rotten Tomatoes er tekin saman gagnrýni frá 19 ólíkum gagnrýnendum og allir gefa þættinum jákvæða dóma. Almenn niðurstaða þar er að nýja útgáfan aðlagist nýjum tíma án þess að tapa stíl, sjarma eða skemmtanagildi, sem sanni að formúlan á bak við þáttinn sé jafn ánægjulega ávanabindandi og áður, þrátt fyrir nýja staðsetningu og stjórnendur. Margir hafa líka talað um að hann sé hið fullkomna mótefni gegn skaðlegum gamaldags hugmyndum um karlmennskuHrósað í hástert á Guardian Á vef The Guardian er Queer Eye hrósað á þeim nótum að loks sé kominn góður tískuþáttur þar sem fjallar er um miklu meira en bara útlit. Greinarhöfundur Guardian, Hadley Freeman, vill meina að Queer Eye sé einn mikilvægasti nýi sjónvarpsþátturinn í langan tíma. Hún segir að það sem geri þessa þætti mikilvæga sé að þeir taki á erfiðum félagslegum vandamálum og fjalli um leið um vandamálin sem fylgja gamaldags hugmyndum um karlmennsku á sérlega gagnlegan hátt, en það sé eitt mikilvægasta umræðuefnið í heiminum í dag. Henni finnst þátturinn eiga rosalega vel við árið 2018.Strákarnir skála að loknu góðu dagsverki.netflixÁ vefmiðlinum Polygon er líka að finna mikla lofræðu um Queer Eye og áhrif hans á gamaldags hugmyndir um ímynd karlmennsku. Greinarhöfundurinn, Ben Kuchera, segir að þessi þáttur sé hið fullkomna svar við röddum ótalmargra ungra karlmanna, sem finnst þeir sniðgengnir í samfélagsbreytingum síðari ári. Margir ungir menn, sérstaklega hvítir menn í Bandaríkjunum, eru þeirrar skoðunar að í samfélagsþróun síðustu ára hafi þeir setið eftir og finnst þeir eiga á brattann að sækja. Kuchera segir að þessir menn séu á villigötum þegar þeir spyrja „hvað með okkur?“. Það sé ekki samfélagið sem eigi að bjarga þeim, heldur verði hver og einn að bera ábyrgð á sér, stjórna sínu lífi og bjarga sér sjálfur. Hann segir að það séu skilaboðin sem Queer Eye sendir. Kuchera segir að gamaldags hugmyndir um karlmennsku dragi karlmenn frá því að eyða tíma í sjálfa sig og sambönd sín við annað fólk. En Queer Eye sýni að með því að taka sér tíma til að sjá um sjálfan sig og bæta samskipti sín við annað fólk geti fólk sjálft breytt stöðu sinni til hins betra, verið ánægðara með sig og notið betra sambands við aðra. Lykillinn að því að fá aðra til að vilja eyða tíma með sér sé að eyða sjálfur tíma í sig. Kuchera segir að það sé erfitt að ofmeta áhrifin sem þátturinn gæti haft á þá karlmenn sem séu tilbúnir til að hlusta og vilji líða betur með sjálfa sig.Samkynhneigðir þurfa að sjást Snyrtisérfræðingur þáttarins, Jonathan Van Ness, hefur líka talað um mikilvægi þess að þáttur eins og Queer Eye sé í sýningu á meðan Repúblikanaflokkurinn sé við völd í Bandaríkjunum. Honum finnst málefni hinsegin fólks ekki hafa þróast í rétta átt eftir valdaskiptin. Hann minnist þess líka hvað gamli þátturinn skipti hann miklu máli á sínum tíma, því hann ólst upp í smábæ í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna, þar sem hann skorti fyrirmyndir sem hann tengdi við. Hann segir að það sé mikilvægt að samkynhneigðar fyrirmyndir sjáist í sjónvarpinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Lifði með fjögur prósent sjón án greiningar Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Lifði með fjögur prósent sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Sjá meira