Enn vegið að Hugarafli sem missir húsnæðið Sigurður Mikael Jónsson skrifar 22. janúar 2018 05:00 Frá mótmælum Hugaraflsfólks við niðurskurði í fyrra. Vísir/Anton Brink „Það þýðir að við verðum húsnæðislaus,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Samtökin standa nú á krossgötum í kjölfar ákvörðunar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót um að leggja niður núverandi teymi Geðheilsu – eftirfylgdar. Hugarafl á í virku samstarfi við teymið og hefur haft aðsetur í húsnæði þess. Skipulagsbreytingarnar hafa því miklar afleiðingar fyrir Hugarafl sem barist hefur í bökkum með fjármögnun undanfarin misseri. Stjórn Hugarafls fundar í dag um stöðuna og hvað sé til ráða.Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Fréttablaðið/Stefán„Auk þess að verða húsnæðislaus missum við fagfólkið í teyminu sem er mjög alvarlegt fyrir fólkið sem leitar til okkar. Við verðum að hafa húsnæði til að geta rekið starfsemina og staðið við okkar samninga.“ Meðal þeirra er þjónustusamningur Hugarafls við Vinnumálastofnun um starfsendurhæfingu ungs fólks með geðraskanir sem gerður var síðastliðið haust. Sá samningur tryggði áframhaldandi rekstur Hugarafls sem stóð frammi fyrir fjársvelti síðastliðið vor. „Staðan nú er enn alvarlegri en í vor. Við þurfum að berjast áfram fyrir tilveru okkar, en gefumst ekki upp.“ Bæði forsvarsmenn Hugarafls og Geðheilsu – eftirfylgdar hafa gagnrýnt breytingarnar sem Málfríður segir að fari í raun gegn geðheilsustefnunni sem samþykkt var á Alþingi árið 2016.Magnea Rivera Reinaldsdóttir. Fréttablaðið/ValliHugarafl verður að óbreyttu húsnæðislaust um mitt þetta ár. Málfríður kveðst vera búin að senda nýjum félagsmálaráðherra þrjá pósta um stöðuna en kveðst enn eiga eftir að fá svar. Fundur hennar með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra nýverið hafi þó verið ágætur og hún fundið fyrir miklum velvilja frá ráðherra í garð Hugarafls. Skráðar komur til Hugarafls voru 12.000 á síðasta ári og eiga margir samtökunum og því góða starfi sem þar er unnið mikið að launa. Ein þeirra er Magnea Rivera Reinaldsdóttir, sem bæði hefur sótt þar þjónustu og sinnt sjálfboðaliðastarfi fyrir samtökin. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert hefði ég ekki haft Hugarafl þegar ég var útskrifuð af geðdeild, ekki nærri því orðin góð, haustið 2014. Ég fer enn tvisvar, þrisvar í viku. Þetta er eins og annað heimili manns. Ég er mest að hugsa um hvert fólkið eigi að fara sem leitar til teymisins, sem er sálfræðingur, iðjuþjálfari og félagsráðgjafi. Þetta er allt saman frítt og tilvísunarlaust. Þetta er hræðilega sorglegt og ég fullyrði að þetta teymi vinnur alveg einstaklega gott starf.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira
„Það þýðir að við verðum húsnæðislaus,“ segir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Samtökin standa nú á krossgötum í kjölfar ákvörðunar Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir áramót um að leggja niður núverandi teymi Geðheilsu – eftirfylgdar. Hugarafl á í virku samstarfi við teymið og hefur haft aðsetur í húsnæði þess. Skipulagsbreytingarnar hafa því miklar afleiðingar fyrir Hugarafl sem barist hefur í bökkum með fjármögnun undanfarin misseri. Stjórn Hugarafls fundar í dag um stöðuna og hvað sé til ráða.Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls. Fréttablaðið/Stefán„Auk þess að verða húsnæðislaus missum við fagfólkið í teyminu sem er mjög alvarlegt fyrir fólkið sem leitar til okkar. Við verðum að hafa húsnæði til að geta rekið starfsemina og staðið við okkar samninga.“ Meðal þeirra er þjónustusamningur Hugarafls við Vinnumálastofnun um starfsendurhæfingu ungs fólks með geðraskanir sem gerður var síðastliðið haust. Sá samningur tryggði áframhaldandi rekstur Hugarafls sem stóð frammi fyrir fjársvelti síðastliðið vor. „Staðan nú er enn alvarlegri en í vor. Við þurfum að berjast áfram fyrir tilveru okkar, en gefumst ekki upp.“ Bæði forsvarsmenn Hugarafls og Geðheilsu – eftirfylgdar hafa gagnrýnt breytingarnar sem Málfríður segir að fari í raun gegn geðheilsustefnunni sem samþykkt var á Alþingi árið 2016.Magnea Rivera Reinaldsdóttir. Fréttablaðið/ValliHugarafl verður að óbreyttu húsnæðislaust um mitt þetta ár. Málfríður kveðst vera búin að senda nýjum félagsmálaráðherra þrjá pósta um stöðuna en kveðst enn eiga eftir að fá svar. Fundur hennar með Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra nýverið hafi þó verið ágætur og hún fundið fyrir miklum velvilja frá ráðherra í garð Hugarafls. Skráðar komur til Hugarafls voru 12.000 á síðasta ári og eiga margir samtökunum og því góða starfi sem þar er unnið mikið að launa. Ein þeirra er Magnea Rivera Reinaldsdóttir, sem bæði hefur sótt þar þjónustu og sinnt sjálfboðaliðastarfi fyrir samtökin. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert hefði ég ekki haft Hugarafl þegar ég var útskrifuð af geðdeild, ekki nærri því orðin góð, haustið 2014. Ég fer enn tvisvar, þrisvar í viku. Þetta er eins og annað heimili manns. Ég er mest að hugsa um hvert fólkið eigi að fara sem leitar til teymisins, sem er sálfræðingur, iðjuþjálfari og félagsráðgjafi. Þetta er allt saman frítt og tilvísunarlaust. Þetta er hræðilega sorglegt og ég fullyrði að þetta teymi vinnur alveg einstaklega gott starf.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Sjá meira