Heimatilbúið tímahrak við skipan dómaranna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. janúar 2018 06:00 Sjö af dómurunum voru skipaðir við Héraðsdóm Reykjavíkur. vísir/gva „Það er ekki bara við hæfnisnefndina að sakast. Ferlið allt var óheppilegt frá upphafi,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Í vikunni skipaði settur dómsmálaráðherra átta einstaklinga í stöður héraðsdómara. Skipunin var gerð með semingi þar sem settur ráðherra hafði ýmislegt út á störf dómnefndar um hæfni umsækjenda að setja. „Tímahrak“ og „einstrengingsleg“ afstaða nefndarinnar hefðu gert það að verkum að ráðherra væri sá kostur nauðugur að fallast á mat nefndarinnar.Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarVÍSIR/HANNA„Það lá fyrir í júní að skipa þyrfti átta héraðsdómara en stöðurnar voru ekki auglýstar fyrr en í september. Þá var hæfnisnefndin ekki fullskipuð fyrr en um miðjan október. Það þarf að skoða hvernig ferlið allt var unnið til að tryggja að ekki sé staðið svona illa að þessu,“ segir Helga Vala. Hún segir enn fremur óheppilegt að settur ráðherra og formaður nefndarinnar hafi farið að munnhöggvast á opinberum vettvangi. „Slíkt er ekki til þess að auka trú almennings á dómstólum. Réttarkerfið þarf að virka og það þarf að vera þannig úr garði gert að við treystum því að það virki og að þar fari fram algerlega hlutlaust mat,“ segir Helga Vala. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú þegar stjórnsýslu í kringum skipan Landsréttar til skoðunar. Sérfræðingar munu koma fyrir nefndina í næstu viku þegar þing kemur saman. Formaðurinn segir að möguleiki sé á að skipanin nú geti tvinnast þar saman við telji nefndin ástæðu til.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sést hér lengst til hægri. Hann var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins á síðasta kjörtímabili.vísir/anton brinkBrynjar Níelsson, nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og fyrrverandi fulltrúi Lögmannafélagsins í hæfnisnefndinni, telur þörf á að breyta fyrirkomulaginu við skipan dómara. „Ég er ekki sáttur við hvernig nefndin framkvæmir þessi möt. Að búið sé til eitthvert skjal, þar sem einhver einkunn er gefin og það svo lagt saman. Þannig var það ekki þegar ég var í nefndinni,“ segir Brynjar. Brynjar segir að hann sé hlynntur því að hafa matsnefnd sem myndi draga saman hvaða einstaklingar væru hæfir. Síðan væri það ráðherra að ákveða hverjir væri hentugastir á hverjum tíma, til dæmis út frá bakgrunni þeirra eða kyni. „Sé verulegur munur á umsækjendum finnst mér að draga ætti það fram. Það er í það minnsta afar erfitt fyrir ráðherra að bera ábyrgð á skipaninni meðan hún er unnin með þessum hætti,“ segir Brynjar. „Þetta kerfi eins og það er núna gengur ekki og var heldur ekki hugsunin í upphafi með lögunum. Við erum komin í pattstöðu sem við verðum að leysa úr.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
„Það er ekki bara við hæfnisnefndina að sakast. Ferlið allt var óheppilegt frá upphafi,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Í vikunni skipaði settur dómsmálaráðherra átta einstaklinga í stöður héraðsdómara. Skipunin var gerð með semingi þar sem settur ráðherra hafði ýmislegt út á störf dómnefndar um hæfni umsækjenda að setja. „Tímahrak“ og „einstrengingsleg“ afstaða nefndarinnar hefðu gert það að verkum að ráðherra væri sá kostur nauðugur að fallast á mat nefndarinnar.Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarVÍSIR/HANNA„Það lá fyrir í júní að skipa þyrfti átta héraðsdómara en stöðurnar voru ekki auglýstar fyrr en í september. Þá var hæfnisnefndin ekki fullskipuð fyrr en um miðjan október. Það þarf að skoða hvernig ferlið allt var unnið til að tryggja að ekki sé staðið svona illa að þessu,“ segir Helga Vala. Hún segir enn fremur óheppilegt að settur ráðherra og formaður nefndarinnar hafi farið að munnhöggvast á opinberum vettvangi. „Slíkt er ekki til þess að auka trú almennings á dómstólum. Réttarkerfið þarf að virka og það þarf að vera þannig úr garði gert að við treystum því að það virki og að þar fari fram algerlega hlutlaust mat,“ segir Helga Vala. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú þegar stjórnsýslu í kringum skipan Landsréttar til skoðunar. Sérfræðingar munu koma fyrir nefndina í næstu viku þegar þing kemur saman. Formaðurinn segir að möguleiki sé á að skipanin nú geti tvinnast þar saman við telji nefndin ástæðu til.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sést hér lengst til hægri. Hann var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins á síðasta kjörtímabili.vísir/anton brinkBrynjar Níelsson, nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og fyrrverandi fulltrúi Lögmannafélagsins í hæfnisnefndinni, telur þörf á að breyta fyrirkomulaginu við skipan dómara. „Ég er ekki sáttur við hvernig nefndin framkvæmir þessi möt. Að búið sé til eitthvert skjal, þar sem einhver einkunn er gefin og það svo lagt saman. Þannig var það ekki þegar ég var í nefndinni,“ segir Brynjar. Brynjar segir að hann sé hlynntur því að hafa matsnefnd sem myndi draga saman hvaða einstaklingar væru hæfir. Síðan væri það ráðherra að ákveða hverjir væri hentugastir á hverjum tíma, til dæmis út frá bakgrunni þeirra eða kyni. „Sé verulegur munur á umsækjendum finnst mér að draga ætti það fram. Það er í það minnsta afar erfitt fyrir ráðherra að bera ábyrgð á skipaninni meðan hún er unnin með þessum hætti,“ segir Brynjar. „Þetta kerfi eins og það er núna gengur ekki og var heldur ekki hugsunin í upphafi með lögunum. Við erum komin í pattstöðu sem við verðum að leysa úr.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent