Heimatilbúið tímahrak við skipan dómaranna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. janúar 2018 06:00 Sjö af dómurunum voru skipaðir við Héraðsdóm Reykjavíkur. vísir/gva „Það er ekki bara við hæfnisnefndina að sakast. Ferlið allt var óheppilegt frá upphafi,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Í vikunni skipaði settur dómsmálaráðherra átta einstaklinga í stöður héraðsdómara. Skipunin var gerð með semingi þar sem settur ráðherra hafði ýmislegt út á störf dómnefndar um hæfni umsækjenda að setja. „Tímahrak“ og „einstrengingsleg“ afstaða nefndarinnar hefðu gert það að verkum að ráðherra væri sá kostur nauðugur að fallast á mat nefndarinnar.Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarVÍSIR/HANNA„Það lá fyrir í júní að skipa þyrfti átta héraðsdómara en stöðurnar voru ekki auglýstar fyrr en í september. Þá var hæfnisnefndin ekki fullskipuð fyrr en um miðjan október. Það þarf að skoða hvernig ferlið allt var unnið til að tryggja að ekki sé staðið svona illa að þessu,“ segir Helga Vala. Hún segir enn fremur óheppilegt að settur ráðherra og formaður nefndarinnar hafi farið að munnhöggvast á opinberum vettvangi. „Slíkt er ekki til þess að auka trú almennings á dómstólum. Réttarkerfið þarf að virka og það þarf að vera þannig úr garði gert að við treystum því að það virki og að þar fari fram algerlega hlutlaust mat,“ segir Helga Vala. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú þegar stjórnsýslu í kringum skipan Landsréttar til skoðunar. Sérfræðingar munu koma fyrir nefndina í næstu viku þegar þing kemur saman. Formaðurinn segir að möguleiki sé á að skipanin nú geti tvinnast þar saman við telji nefndin ástæðu til.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sést hér lengst til hægri. Hann var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins á síðasta kjörtímabili.vísir/anton brinkBrynjar Níelsson, nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og fyrrverandi fulltrúi Lögmannafélagsins í hæfnisnefndinni, telur þörf á að breyta fyrirkomulaginu við skipan dómara. „Ég er ekki sáttur við hvernig nefndin framkvæmir þessi möt. Að búið sé til eitthvert skjal, þar sem einhver einkunn er gefin og það svo lagt saman. Þannig var það ekki þegar ég var í nefndinni,“ segir Brynjar. Brynjar segir að hann sé hlynntur því að hafa matsnefnd sem myndi draga saman hvaða einstaklingar væru hæfir. Síðan væri það ráðherra að ákveða hverjir væri hentugastir á hverjum tíma, til dæmis út frá bakgrunni þeirra eða kyni. „Sé verulegur munur á umsækjendum finnst mér að draga ætti það fram. Það er í það minnsta afar erfitt fyrir ráðherra að bera ábyrgð á skipaninni meðan hún er unnin með þessum hætti,“ segir Brynjar. „Þetta kerfi eins og það er núna gengur ekki og var heldur ekki hugsunin í upphafi með lögunum. Við erum komin í pattstöðu sem við verðum að leysa úr.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
„Það er ekki bara við hæfnisnefndina að sakast. Ferlið allt var óheppilegt frá upphafi,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Í vikunni skipaði settur dómsmálaráðherra átta einstaklinga í stöður héraðsdómara. Skipunin var gerð með semingi þar sem settur ráðherra hafði ýmislegt út á störf dómnefndar um hæfni umsækjenda að setja. „Tímahrak“ og „einstrengingsleg“ afstaða nefndarinnar hefðu gert það að verkum að ráðherra væri sá kostur nauðugur að fallast á mat nefndarinnar.Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndarVÍSIR/HANNA„Það lá fyrir í júní að skipa þyrfti átta héraðsdómara en stöðurnar voru ekki auglýstar fyrr en í september. Þá var hæfnisnefndin ekki fullskipuð fyrr en um miðjan október. Það þarf að skoða hvernig ferlið allt var unnið til að tryggja að ekki sé staðið svona illa að þessu,“ segir Helga Vala. Hún segir enn fremur óheppilegt að settur ráðherra og formaður nefndarinnar hafi farið að munnhöggvast á opinberum vettvangi. „Slíkt er ekki til þess að auka trú almennings á dómstólum. Réttarkerfið þarf að virka og það þarf að vera þannig úr garði gert að við treystum því að það virki og að þar fari fram algerlega hlutlaust mat,“ segir Helga Vala. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú þegar stjórnsýslu í kringum skipan Landsréttar til skoðunar. Sérfræðingar munu koma fyrir nefndina í næstu viku þegar þing kemur saman. Formaðurinn segir að möguleiki sé á að skipanin nú geti tvinnast þar saman við telji nefndin ástæðu til.Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sést hér lengst til hægri. Hann var formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins á síðasta kjörtímabili.vísir/anton brinkBrynjar Níelsson, nefndarmaður í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og fyrrverandi fulltrúi Lögmannafélagsins í hæfnisnefndinni, telur þörf á að breyta fyrirkomulaginu við skipan dómara. „Ég er ekki sáttur við hvernig nefndin framkvæmir þessi möt. Að búið sé til eitthvert skjal, þar sem einhver einkunn er gefin og það svo lagt saman. Þannig var það ekki þegar ég var í nefndinni,“ segir Brynjar. Brynjar segir að hann sé hlynntur því að hafa matsnefnd sem myndi draga saman hvaða einstaklingar væru hæfir. Síðan væri það ráðherra að ákveða hverjir væri hentugastir á hverjum tíma, til dæmis út frá bakgrunni þeirra eða kyni. „Sé verulegur munur á umsækjendum finnst mér að draga ætti það fram. Það er í það minnsta afar erfitt fyrir ráðherra að bera ábyrgð á skipaninni meðan hún er unnin með þessum hætti,“ segir Brynjar. „Þetta kerfi eins og það er núna gengur ekki og var heldur ekki hugsunin í upphafi með lögunum. Við erum komin í pattstöðu sem við verðum að leysa úr.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira