„Áhugavert hvernig enginn í ríkisstjórninni virðist bera ábyrgð á setu ráðherra“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 14:45 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. vísir/hanna „Svörin hans Bjarna Benediktssonar við óundirbúinni fyrirspurn minni í dag voru á ýmsan hátt áhugaverð. Í fyrsta lagi er áhugavert hvernig enginn í ríkisstjórninni virðist bera ábyrgð á setu ráðherra.“ Svona hefst færsla á Facebook-síðu Píratans Helga Hrafns Gunnarssonar sem á Alþingi í dag spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, hvort að hann sem formaður þess flokks væri ábyrgur fyrir setu annarra ráðherra flokksins í ríkisstjórn. Ef svo væri ekki spurði Helgi Hrafn hver væri það þá. Þingmaðurinn lagði reyndar út af fyrirspurninni með nokkrum orðum um Landsdóm sem hugsaður væri sem dómstóll um ráðherraábyrgð. „Hann hefur einungis einu sinni dæmt í máli og það var í máli Geirs H. Haardes á sínum tíma. Síðan þá hefur nákvæmlega enginn pólitískur vilji verið til þess að nýta þennan landsdóm. Ég hendi því svona inn í leiðinni að tekið er á þessu í frumvarpi stjórnlagaráðs, eins og mörgu öðru sem maður talar um hérna. Það liggur fyrir að ákveðið tómarúm er í pólitískri ábyrgð á Íslandi. Maður hefði þá haldið að hæstvirtur forsætisráðherra bæri ábyrgð á setu annarra ráðherra en ef maður spyr hana bendir hún á formann Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn — ég er augljóslega að tala um hæstv. dómsmálaráðherra — nefnilega hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktsson. Einn bendir á annan og öll þessi ábyrgðarkeðja virðist vera heldur óskýr,“ sagði Helgi Hrafn.Lögin um Landsdóm að enn í gildi Bjarni svaraði því til að honum þætti sem þingmaðurinn væri að hræra í eina skál alls konar ólíkum álitamálum. „Það er talað um Landsrétt og landsdóm og einhvern pólitískan vilja sem kann að vera til að virkja ákvæði laganna um landsdóm. Ég ætla fyrst að afgreiða það mál. Ég lýsi mikilli furðu á umræðum um að lögin um landsdóm séu ekki virk eða niður fallin fyrir sakir umræðu á hinum pólitíska vettvangi um að menn telji þörf á að endurskoða lögin. Að sjálfsögðu standa lögin eins og þau eru. Það er ekki langt síðan menn ákváðu að virkja þau. Ég var andmæltur því á þeim tíma. Ég hef talað fyrir því að þau lög þurfi að endurskoða. En lögin eru þarna. Ef háttvirtur þingmaður telur ástæðu til að virkja lögin og kalla saman landsdóm og draga þar ráðherra til ábyrgðar á hann að tala fyrir því en ekki skáka í skjóli þess að það sé enginn almennur pólitískur vilji sem komi í veg fyrir að hann geti fengið þeim vilja sínum framgengt,“ sagði Bjarni. Hann bætti svo við að varðandi í hvers skjóli ráðherrar sitja þá væri það tiltölulega einfalt í tilfelli Sjálfstæðisflokksins. Bjarni sagðist leggja fram tillögu í þingflokknum sem fengi þá blessun og hann færi með hana til samstarfsflokkanna. Vonaði að hann væri að misskilja ráðherrann Helgi Hrafn furðaði sig á svari ráðherra og sagðist ekki hafa átt von á slíku svari. „Ef ég skil hæstvirtan ráðherra rétt, og ég vona að ég sé að misskilja hann, leggur hæstvirtur ráðherra tillögu fyrir þingflokkinn um það hverjir verði aðrir ráðherrar, svo sem hæstvirtur dómsmálaráðherra í þessu tilfelli, og þar við sitji. Og síðan gerist ekkert þegar dómsmálaráðherra grefur undan nýju dómstigi á landinu með lögbroti. Er svarið sum sé nei? Að formaður Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn beri ekki ábyrgð á setu annarra ráðherra flokks síns í ríkisstjórn? Er það svarið? Þannig skildi ég svarið. Ég vona að hæstvirtur ráðherra leiðrétti það. Nú er svo komið að þessi ágæti þingflokkur hefur ákveðið þetta. Og hvað? Er þá aldrei snúið við? Hver ber ábyrgð á því að hæstvirtur dómsmálaráðherra víki þegar hún stendur sig ekki í starfinu ef ekki formaður Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn?“Benti á að á Íslandi væri þingbundin stjórn Bjarni sagði að á grundvelli stjórnarskrárinnar ætti þetta að liggja nokkuð í augum uppi. „Við erum hér með þingbundna stjórn. Tapi ráðherrar trausti Alþingis gerist það að jafnaði að fram getur komið vantrauststillaga á einstaka ráðherra. Háttvirtur þingmaður þarf því ekki að horfa til formanns Sjálfstæðisflokksins með það hvort einstaka ráðherrar í ríkisstjórninni starfi áfram í hans skjóli, það er vilji meiri hluta þingsins sem hefur úrslitaáhrif á hvort ráðherrar sitja í ríkisstjórn eða ekki. Þetta er þingbundin stjórn. Það er lagaumhverfið sem ég og við öll störfum við. Ég var einfaldlega að reyna að útskýra fyrir hv. þingmanni hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á hinum pólitíska vettvangi í mínum stjórnmálaflokki. Þar geta vissulega orðið breytingar af ýmsum ástæðum. Tapi menn trausti getur það m.a. leitt til breytinga á skipan ráðherralista Sjálfstæðisflokksins eins og hjá öðrum flokkum og eru dæmi um það í sögunni í hinu íslenska stjórnmálalífi,“ sagði Bjarni.Sammála um að almennir dómstólar eigi að taka við af Landsdómi Annað sem Helgi Hrafn segir að hafi verið áhugavert við svör Bjarna var það að hann myndi vilja að almennir dómstólar myndu taka við af Landsdómi þegar kæmi að úrlausn mála er varða ráðherraábyrgð. „Það vill svo skemmtilega til að ég er sammála honum, en þessi ágæta hugmynd er einmitt líka hluti af frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Það sem er svo merkilegt við það frumvarp, nefnilega, er að það er raunverulega gott. Það er sífellt talað um að þetta frumvarp rífi allt stjórnkerfið okkar í tætlur og setji allt á annan endann, en það er einfaldlega ekki þannig. Það eru eflaust lagatæknileg atriði og orðalag sem mætti laga til hér og þar, en það líður varla sú vika að ekki komi eitthvað upp í stjórnmálum á Íslandi sem frumvarp um nýja stjórnarskrá tekur á með beinum hætti. Það frumvarp endurspeglar allskonar hluti sem er miklu meiri samhugur um efni frumvarpsins heldur en andstæðingar þess halda,“ segir Helgi Hrafn á Facebook-síðu sinni. Alþingi Tengdar fréttir Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15 Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00 Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Veita með því umboðsmanni Alþingis svigrúm til að taka málið til athugunar. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
„Svörin hans Bjarna Benediktssonar við óundirbúinni fyrirspurn minni í dag voru á ýmsan hátt áhugaverð. Í fyrsta lagi er áhugavert hvernig enginn í ríkisstjórninni virðist bera ábyrgð á setu ráðherra.“ Svona hefst færsla á Facebook-síðu Píratans Helga Hrafns Gunnarssonar sem á Alþingi í dag spurði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, hvort að hann sem formaður þess flokks væri ábyrgur fyrir setu annarra ráðherra flokksins í ríkisstjórn. Ef svo væri ekki spurði Helgi Hrafn hver væri það þá. Þingmaðurinn lagði reyndar út af fyrirspurninni með nokkrum orðum um Landsdóm sem hugsaður væri sem dómstóll um ráðherraábyrgð. „Hann hefur einungis einu sinni dæmt í máli og það var í máli Geirs H. Haardes á sínum tíma. Síðan þá hefur nákvæmlega enginn pólitískur vilji verið til þess að nýta þennan landsdóm. Ég hendi því svona inn í leiðinni að tekið er á þessu í frumvarpi stjórnlagaráðs, eins og mörgu öðru sem maður talar um hérna. Það liggur fyrir að ákveðið tómarúm er í pólitískri ábyrgð á Íslandi. Maður hefði þá haldið að hæstvirtur forsætisráðherra bæri ábyrgð á setu annarra ráðherra en ef maður spyr hana bendir hún á formann Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn — ég er augljóslega að tala um hæstv. dómsmálaráðherra — nefnilega hæstvirtur fjármála- og efnahagsráðherra Bjarna Benediktsson. Einn bendir á annan og öll þessi ábyrgðarkeðja virðist vera heldur óskýr,“ sagði Helgi Hrafn.Lögin um Landsdóm að enn í gildi Bjarni svaraði því til að honum þætti sem þingmaðurinn væri að hræra í eina skál alls konar ólíkum álitamálum. „Það er talað um Landsrétt og landsdóm og einhvern pólitískan vilja sem kann að vera til að virkja ákvæði laganna um landsdóm. Ég ætla fyrst að afgreiða það mál. Ég lýsi mikilli furðu á umræðum um að lögin um landsdóm séu ekki virk eða niður fallin fyrir sakir umræðu á hinum pólitíska vettvangi um að menn telji þörf á að endurskoða lögin. Að sjálfsögðu standa lögin eins og þau eru. Það er ekki langt síðan menn ákváðu að virkja þau. Ég var andmæltur því á þeim tíma. Ég hef talað fyrir því að þau lög þurfi að endurskoða. En lögin eru þarna. Ef háttvirtur þingmaður telur ástæðu til að virkja lögin og kalla saman landsdóm og draga þar ráðherra til ábyrgðar á hann að tala fyrir því en ekki skáka í skjóli þess að það sé enginn almennur pólitískur vilji sem komi í veg fyrir að hann geti fengið þeim vilja sínum framgengt,“ sagði Bjarni. Hann bætti svo við að varðandi í hvers skjóli ráðherrar sitja þá væri það tiltölulega einfalt í tilfelli Sjálfstæðisflokksins. Bjarni sagðist leggja fram tillögu í þingflokknum sem fengi þá blessun og hann færi með hana til samstarfsflokkanna. Vonaði að hann væri að misskilja ráðherrann Helgi Hrafn furðaði sig á svari ráðherra og sagðist ekki hafa átt von á slíku svari. „Ef ég skil hæstvirtan ráðherra rétt, og ég vona að ég sé að misskilja hann, leggur hæstvirtur ráðherra tillögu fyrir þingflokkinn um það hverjir verði aðrir ráðherrar, svo sem hæstvirtur dómsmálaráðherra í þessu tilfelli, og þar við sitji. Og síðan gerist ekkert þegar dómsmálaráðherra grefur undan nýju dómstigi á landinu með lögbroti. Er svarið sum sé nei? Að formaður Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn beri ekki ábyrgð á setu annarra ráðherra flokks síns í ríkisstjórn? Er það svarið? Þannig skildi ég svarið. Ég vona að hæstvirtur ráðherra leiðrétti það. Nú er svo komið að þessi ágæti þingflokkur hefur ákveðið þetta. Og hvað? Er þá aldrei snúið við? Hver ber ábyrgð á því að hæstvirtur dómsmálaráðherra víki þegar hún stendur sig ekki í starfinu ef ekki formaður Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn?“Benti á að á Íslandi væri þingbundin stjórn Bjarni sagði að á grundvelli stjórnarskrárinnar ætti þetta að liggja nokkuð í augum uppi. „Við erum hér með þingbundna stjórn. Tapi ráðherrar trausti Alþingis gerist það að jafnaði að fram getur komið vantrauststillaga á einstaka ráðherra. Háttvirtur þingmaður þarf því ekki að horfa til formanns Sjálfstæðisflokksins með það hvort einstaka ráðherrar í ríkisstjórninni starfi áfram í hans skjóli, það er vilji meiri hluta þingsins sem hefur úrslitaáhrif á hvort ráðherrar sitja í ríkisstjórn eða ekki. Þetta er þingbundin stjórn. Það er lagaumhverfið sem ég og við öll störfum við. Ég var einfaldlega að reyna að útskýra fyrir hv. þingmanni hvernig hlutirnir ganga fyrir sig á hinum pólitíska vettvangi í mínum stjórnmálaflokki. Þar geta vissulega orðið breytingar af ýmsum ástæðum. Tapi menn trausti getur það m.a. leitt til breytinga á skipan ráðherralista Sjálfstæðisflokksins eins og hjá öðrum flokkum og eru dæmi um það í sögunni í hinu íslenska stjórnmálalífi,“ sagði Bjarni.Sammála um að almennir dómstólar eigi að taka við af Landsdómi Annað sem Helgi Hrafn segir að hafi verið áhugavert við svör Bjarna var það að hann myndi vilja að almennir dómstólar myndu taka við af Landsdómi þegar kæmi að úrlausn mála er varða ráðherraábyrgð. „Það vill svo skemmtilega til að ég er sammála honum, en þessi ágæta hugmynd er einmitt líka hluti af frumvarpi um nýja stjórnarskrá. Það sem er svo merkilegt við það frumvarp, nefnilega, er að það er raunverulega gott. Það er sífellt talað um að þetta frumvarp rífi allt stjórnkerfið okkar í tætlur og setji allt á annan endann, en það er einfaldlega ekki þannig. Það eru eflaust lagatæknileg atriði og orðalag sem mætti laga til hér og þar, en það líður varla sú vika að ekki komi eitthvað upp í stjórnmálum á Íslandi sem frumvarp um nýja stjórnarskrá tekur á með beinum hætti. Það frumvarp endurspeglar allskonar hluti sem er miklu meiri samhugur um efni frumvarpsins heldur en andstæðingar þess halda,“ segir Helgi Hrafn á Facebook-síðu sinni.
Alþingi Tengdar fréttir Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15 Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00 Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Veita með því umboðsmanni Alþingis svigrúm til að taka málið til athugunar. 7. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15
Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson voru gestir Heimis Más í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þeir ræddu dómsmál landsins og Jón Þór útilokar ekki að lögð verið fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra. 3. febrúar 2018 14:00
Umboðsmanni Alþingis gefið rými til rannsóknar á ráðherra Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur frestað rannsókn sinni á embættisfærslum Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra. Veita með því umboðsmanni Alþingis svigrúm til að taka málið til athugunar. 7. febrúar 2018 06:00