Jón Þór útilokar ekki vantrauststillögu Þórdís Valsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 14:00 Jón Þór Ólafsson, fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og varaformaður nefndarinnar segir að lögð verði fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra ef gögn málsins styðji það að lokinni skoðun. Jón Þór var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt Jóni Steindóri Valdimarssyni fulltrúa Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Jón Þór segir að eftir að lögð er fram vantrauststillaga þá hafi þingið þrjá daga til þess að taka ákvörðun um hana, því hafi hún ekki verið lögð fram nú þegar. „Þingmenn verða að vera mjög varkárir þegar það kemur að vantrauststillögum. Við viljum að allir þingmenn hafi upplýsingar í málinu og getum því ekki á málefnalegum forsendum lagt fram vantrauststillögu strax.“ Sigríður Andersen dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af þingmönnum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í vikunni fyrir að hafa leynt þingið upplýsingum varðandi skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Þingmenn Pírata hafa hvatt ráðherra til að segja af sér. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut stjórnsýslulög þegar hún skipaða dómara í Landsrétt á síðasta ári. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða tveimur umsækjendum bætur vegna þess.Vísir/Stefán Aðspurður hvort það sé markmið flokksins að linna ekki látum fyrr en ráðherra segir af sér segir Jón Þór að markmiðið sé að efla traust á réttarkerfinu á Íslandi. „Markmiðið er að við séum með réttnæmt traust á réttarkerfinu okkar, á dómsmálunum okkar og ég get ekki séð að það muni vera staðan ef ráðherra situr áfram. Þess vegna viljum við að hún axli sína ábyrgð með því að segja af sér, að sjálfsögðu,“ segir Jón Þór. Jón Þór segir að brot Sigríðar séu nægjanleg til þess að hún ætti að segja af sér og að afsögn hennar sé grundvöllur þess að hægt sé að byggja upp traust á dómskerfinu á ný. „Ef þú ert með ráðherra dómsmála í ríkinu sem á ólöglegan hátt skipar dómara og grefur þannig undan dómskerfi landsins, mér finnst það næg sök. Hún axlar þannig ábyrgð, hún gerði þá mistök mögulega þó margt bendi til þess að þetta hafi verið meðvitað gert, hún stígur til hliðar og þá er hægt að réttlæta stöðuna.“ Viðreisn átti ekki annarra kosta völ en að treysta ráðherra Meirihluti fyrri ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar samþykkti lista dómsmálaráðherra yfir fimmtán fyrstu dómara Landsréttar á Alþingi fyrir um ári. Nú gagnrýna þingmenn Viðreisnar sem og aðrir stjórnarandstöðuþingmenn dómsmálaráðherrann fyrir að hafa ekki upplýst þingið um aðvaranir embættismanna gegn hugmyndum ráðherrans um að skipta út fjórum dómaraefnum á lista hæfisnefndar. Jón Steindór Valdimarsson fulltrúi Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir að þingflokkur Viðreisnar hafi sagt við Sigríði Andersen að kynjasjónarmið ættu að vera höfð í huga þegar skipað væri í nýjan rétt en að hún hafi alla tíð haldið því fram að kynjasjónarmið hafi ekki ráðið neinu við ákvörðun hennar um skipun dómara, heldur hafi dómarareynsla vegið þyngra. „Hitt sem veldur því að við gagnrýnum ráðherrann núna er að það hefur komið í ljós er að hún kýs að fara gegn ráðleggingum sérfræðinga sinna í ráðuneytunum. Það virðist vera þannig að hún sjálf sé eini sérfræðingurinn, hún sjálf kallar sig sérfræðing á þessu sviði, sem telur þá leið sem hún valdi vera færa,“ segir Jón Steindór og útskýrir að Viðreisn hafi ekki átt annarra kosta völ en að treysta því sem ráðherrann sagði á sínum tíma. Jón Steindór segir að ráðherra hafi ítrekað verið spurð að því, meðal annars á fundum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hvort hún hefði gætt rannsóknarskyldu sinni. „Hún fullyrti alltaf að hún hefði gert það. Síðan kemur í ljós núna að hún hefur verið dæmd fyrir að gera það ekki og í öðru lagi að hún fór gegn ráðleggingum sérfræðinga í sínu ráðuneyti og hún kaus að minnast ekki einu orði á þetta við þingið, við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og hvað þá samstarfsflokka sína. Þess vegna eru þær forsendur sem við byggðum á aðrar en við héldum. Það er mergur málsins í okkar huga,“ segir Jón Steindór og bætir við að það hafi verið skýrt hversu umdeilt málið væri á þinginu og að það hefðu komið fram sterk sjónarmið um að málið væri ekki á réttri leið. Jón Steindór Valdimarsson fulltrúi Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis segir að ráðherra hafi haldið aftur upplýsingum sem hefðu getað breytt afstöðu flokksins.Vísir/Anton Brink „Fyrir okkur í Viðreisn snýst þetta fyrst og fremst um það að það var haldið til baka upplýsingum sem hefðu getað breytt okkar afstöðu,“ segir Jón Steindór. Hann segir að Sigríður Andersen hafi alla tíð haldið því fram að málið væri á hennar eigin ábyrgð sem ráðherra. „En núna segir hún hins vegar að málið sé á ábyrgð þingsins . Ef það er á ábyrgð þingsins þá er það beinlínis skylda hennar að upplýsa þingið svo það geti tekið réttar ákvarðanir um allt sem skiptir máli í meðferð málsins og það gerði hún einfaldlega ekki.“ Ekki sérstakt markmið Viðreisnar að ráðherra segi af sér Jón Steindór segir að það sé ekki sérstakt markmið flokksins að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segi af sér vegna málsins. „Það sem ég hef vakið athygli á er hvort þingið geti sætt sig við að ráðherra leyni þinginu mikilvægum upplýsingum þegar verið er að ákvarða mál. Það leiðir til þess að það verður að fara mjög gaumgæfilega yfir það. Mér finnst að þingið sjálft þurfi að velta þessari spurningu mjög almennt fyrir sér því ef þetta er látið átölulaust þá þýðir það að þingið verði að draga allt í efa sem ráðherrar gera.“ „Það er ekkert sérstakt markmið okkar í Viðreisn að hrekja ráðherra frá. En ég spyr, er henni sætt eftir þetta allt saman?,“ spyr Jón Steindór að lokum.Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan. Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Víglínan Tengdar fréttir Skorað á dómsmálaráðherra að sýna sóma sinn í að segja af sér Sigríður Andersen dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af þingmönnum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag fyrir að hafa leynt þingið upplýsingum varðandi skipan fimmtán dómara í Landsrétt. 1. febrúar 2018 19:30 Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15 Ólík sjónarmið um heimild ráðherra til að breyta tillögu hæfisnefndar Dómsmálaráðherra segir lög ekki gera ráð fyrir að hæfisnefnd hafi úrskurðarvald um hverjir skuli skipaðir í embætti dómara. Geri ráðherra breytingar á tillögu hæfisnefndar sé að Alþingis að ljúka skipun í dómaraembætti. 31. janúar 2018 19:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Jón Þór Ólafsson, fulltrúi Pírata í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og varaformaður nefndarinnar segir að lögð verði fram vantrauststillaga á hendur Sigríði Andersen dómsmálaráðherra ef gögn málsins styðji það að lokinni skoðun. Jón Þór var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 í dag ásamt Jóni Steindóri Valdimarssyni fulltrúa Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Jón Þór segir að eftir að lögð er fram vantrauststillaga þá hafi þingið þrjá daga til þess að taka ákvörðun um hana, því hafi hún ekki verið lögð fram nú þegar. „Þingmenn verða að vera mjög varkárir þegar það kemur að vantrauststillögum. Við viljum að allir þingmenn hafi upplýsingar í málinu og getum því ekki á málefnalegum forsendum lagt fram vantrauststillögu strax.“ Sigríður Andersen dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af þingmönnum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í vikunni fyrir að hafa leynt þingið upplýsingum varðandi skipan fimmtán dómara í Landsrétt. Þingmenn Pírata hafa hvatt ráðherra til að segja af sér. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra braut stjórnsýslulög þegar hún skipaða dómara í Landsrétt á síðasta ári. Íslenska ríkið var dæmt til að greiða tveimur umsækjendum bætur vegna þess.Vísir/Stefán Aðspurður hvort það sé markmið flokksins að linna ekki látum fyrr en ráðherra segir af sér segir Jón Þór að markmiðið sé að efla traust á réttarkerfinu á Íslandi. „Markmiðið er að við séum með réttnæmt traust á réttarkerfinu okkar, á dómsmálunum okkar og ég get ekki séð að það muni vera staðan ef ráðherra situr áfram. Þess vegna viljum við að hún axli sína ábyrgð með því að segja af sér, að sjálfsögðu,“ segir Jón Þór. Jón Þór segir að brot Sigríðar séu nægjanleg til þess að hún ætti að segja af sér og að afsögn hennar sé grundvöllur þess að hægt sé að byggja upp traust á dómskerfinu á ný. „Ef þú ert með ráðherra dómsmála í ríkinu sem á ólöglegan hátt skipar dómara og grefur þannig undan dómskerfi landsins, mér finnst það næg sök. Hún axlar þannig ábyrgð, hún gerði þá mistök mögulega þó margt bendi til þess að þetta hafi verið meðvitað gert, hún stígur til hliðar og þá er hægt að réttlæta stöðuna.“ Viðreisn átti ekki annarra kosta völ en að treysta ráðherra Meirihluti fyrri ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar samþykkti lista dómsmálaráðherra yfir fimmtán fyrstu dómara Landsréttar á Alþingi fyrir um ári. Nú gagnrýna þingmenn Viðreisnar sem og aðrir stjórnarandstöðuþingmenn dómsmálaráðherrann fyrir að hafa ekki upplýst þingið um aðvaranir embættismanna gegn hugmyndum ráðherrans um að skipta út fjórum dómaraefnum á lista hæfisnefndar. Jón Steindór Valdimarsson fulltrúi Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd segir að þingflokkur Viðreisnar hafi sagt við Sigríði Andersen að kynjasjónarmið ættu að vera höfð í huga þegar skipað væri í nýjan rétt en að hún hafi alla tíð haldið því fram að kynjasjónarmið hafi ekki ráðið neinu við ákvörðun hennar um skipun dómara, heldur hafi dómarareynsla vegið þyngra. „Hitt sem veldur því að við gagnrýnum ráðherrann núna er að það hefur komið í ljós er að hún kýs að fara gegn ráðleggingum sérfræðinga sinna í ráðuneytunum. Það virðist vera þannig að hún sjálf sé eini sérfræðingurinn, hún sjálf kallar sig sérfræðing á þessu sviði, sem telur þá leið sem hún valdi vera færa,“ segir Jón Steindór og útskýrir að Viðreisn hafi ekki átt annarra kosta völ en að treysta því sem ráðherrann sagði á sínum tíma. Jón Steindór segir að ráðherra hafi ítrekað verið spurð að því, meðal annars á fundum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hvort hún hefði gætt rannsóknarskyldu sinni. „Hún fullyrti alltaf að hún hefði gert það. Síðan kemur í ljós núna að hún hefur verið dæmd fyrir að gera það ekki og í öðru lagi að hún fór gegn ráðleggingum sérfræðinga í sínu ráðuneyti og hún kaus að minnast ekki einu orði á þetta við þingið, við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og hvað þá samstarfsflokka sína. Þess vegna eru þær forsendur sem við byggðum á aðrar en við héldum. Það er mergur málsins í okkar huga,“ segir Jón Steindór og bætir við að það hafi verið skýrt hversu umdeilt málið væri á þinginu og að það hefðu komið fram sterk sjónarmið um að málið væri ekki á réttri leið. Jón Steindór Valdimarsson fulltrúi Viðreisnar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis segir að ráðherra hafi haldið aftur upplýsingum sem hefðu getað breytt afstöðu flokksins.Vísir/Anton Brink „Fyrir okkur í Viðreisn snýst þetta fyrst og fremst um það að það var haldið til baka upplýsingum sem hefðu getað breytt okkar afstöðu,“ segir Jón Steindór. Hann segir að Sigríður Andersen hafi alla tíð haldið því fram að málið væri á hennar eigin ábyrgð sem ráðherra. „En núna segir hún hins vegar að málið sé á ábyrgð þingsins . Ef það er á ábyrgð þingsins þá er það beinlínis skylda hennar að upplýsa þingið svo það geti tekið réttar ákvarðanir um allt sem skiptir máli í meðferð málsins og það gerði hún einfaldlega ekki.“ Ekki sérstakt markmið Viðreisnar að ráðherra segi af sér Jón Steindór segir að það sé ekki sérstakt markmið flokksins að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra segi af sér vegna málsins. „Það sem ég hef vakið athygli á er hvort þingið geti sætt sig við að ráðherra leyni þinginu mikilvægum upplýsingum þegar verið er að ákvarða mál. Það leiðir til þess að það verður að fara mjög gaumgæfilega yfir það. Mér finnst að þingið sjálft þurfi að velta þessari spurningu mjög almennt fyrir sér því ef þetta er látið átölulaust þá þýðir það að þingið verði að draga allt í efa sem ráðherrar gera.“ „Það er ekkert sérstakt markmið okkar í Viðreisn að hrekja ráðherra frá. En ég spyr, er henni sætt eftir þetta allt saman?,“ spyr Jón Steindór að lokum.Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Dómstólar Landsréttarmálið Stj.mál Víglínan Tengdar fréttir Skorað á dómsmálaráðherra að sýna sóma sinn í að segja af sér Sigríður Andersen dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af þingmönnum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag fyrir að hafa leynt þingið upplýsingum varðandi skipan fimmtán dómara í Landsrétt. 1. febrúar 2018 19:30 Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15 Ólík sjónarmið um heimild ráðherra til að breyta tillögu hæfisnefndar Dómsmálaráðherra segir lög ekki gera ráð fyrir að hæfisnefnd hafi úrskurðarvald um hverjir skuli skipaðir í embætti dómara. Geri ráðherra breytingar á tillögu hæfisnefndar sé að Alþingis að ljúka skipun í dómaraembætti. 31. janúar 2018 19:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Skorað á dómsmálaráðherra að sýna sóma sinn í að segja af sér Sigríður Andersen dómsmálaráðherra var harðlega gagnrýnd af þingmönnum stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag fyrir að hafa leynt þingið upplýsingum varðandi skipan fimmtán dómara í Landsrétt. 1. febrúar 2018 19:30
Sóttu hart að dómsmálaráðherra: „Er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur að falla á fyrsta prófinu?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu hver á fætur öðrum í pontu Alþingis við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta. 1. febrúar 2018 11:15
Ólík sjónarmið um heimild ráðherra til að breyta tillögu hæfisnefndar Dómsmálaráðherra segir lög ekki gera ráð fyrir að hæfisnefnd hafi úrskurðarvald um hverjir skuli skipaðir í embætti dómara. Geri ráðherra breytingar á tillögu hæfisnefndar sé að Alþingis að ljúka skipun í dómaraembætti. 31. janúar 2018 19:30