Orðið epalhommi reynist umdeilt: Baldur segir Hildi eitt helsta nettröll landsins Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2018 14:30 Og auðvitað gera þessar stofnanir ekki annað en að endurspegla staðalímynd nettröllsins, kjósendahópsins og Epals um homma, segir Baldur um orðið epalhommi og Hildi. Vísir Baldur Þórhallsson, deildarforseti í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, skrifar pistil á Facebooksíðu sína í tilefni þess að orðið „epalhommi“ var í vikunni útnefnt orð ársins. Baldur er afdráttarlaus í greiningu sinni: „Epalhommi! Orð ársins 2017? Stutt hugleiðing til gamans og í alvöru um val á orði ársins: Orðið Epalhommi var fyrst notað sem fúkyrði um homma af einu helsta nettrölli landsmanna. Níðið bitnaði líka á Epal sem reyni að snúa neikvæðri umfjöllun yfir í jákvæða með því að birta mynd af sex þekktum hommum í verslun sinni. Mörgum fannst fyrirtækinu hafa vel tekist til og RÚV fullyrðir að merkinu orðsins hafi verið snúið við.“Orðið til þess fallið að jaðarsetja hommaBaldur heldur áfram að fara yfir orðið, tilurð þess og merkingu: „Epalhommi er sagt merkja „samkynhneigður karlmaður sem hefur áhuga á vandaðri hönnun“ samkvæmt íslenskri nútímaorðabók á gáttinni malið.is. Allt málið hafði líka visst skemmtigildi á sínum tíma. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að orðið EPALHOMMI ýtir undir staðalímyndir um homma. HOMMAR eru auðvitað bara þeir sem hafa áhuga á VANDAÐRI hönnun. Þeir eru jaðarsettir og engin ástæða er til að taka mark á þeim! Gagnkynhneigðir karlar hafa EKKI áhuga á VANDAÐRI hönnum. Þeir eru aðal og tala skýrt og skorinort!“ Baldur telur vafasamt að helstu og virtustu stofnanir landsins (RÚV, Stofnun Árna Magnússonar og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við HÍ) standi með þessum hætti að vali á orði ársins og ýti þar með undir staðalímyndir um homma.Staðalímynd nettröllsins „Þær verðlauna fúkyrðið með því að tilkynna valið þegar menningarviðurkenningar RÚV voru veittar við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu. Ég er viss um valið er gert í góðri trú og að þessar stofnanir hafi talið sig vera að gera gott með því að velja þetta orð sem eitt af þeim tíu orðum sem almenningur mátti velja úr og kjósa um í netkosningu á RUV.is. Og auðvitað gera þessar stofnanir ekki annað en að endurspegla staðalímynd nettröllsins, kjósendahópsins og Epals um homma,“ skrifar Baldur. Hann bætir því svo við til gamans og í alvöru að það hljóti að vera gagnkynhneigðir karlar sem „eru með HRÚTSKÝRINGAR en það orð var valið orð ársins árið 2016 – enda eru samkynhneigðir karlar bara að hugsa um VANDAÐA HÖNNUN. – Og hver ætli að viðbrögðin hefðu verið ef svona orð um gagnkynheigðar konur eða lesbíur hefðu orðið fyrir valinu hjá þessum ágætu stofnunum? – Hefðu til dæmis orðið trukkalessa eða ljóska geta orðið orð ársins 2017? - En auðvitað hefur maður líka bara gaman af þessu öllu saman ... en þessar hugleiðingar skutu eigi að síður upp kollinum og ég ætla bara að láta þær flakka.“Aumingja kúgaði hvíti ófatlaði epalhomminn Fram hefur komið að merkingin orðisins eins og hún hefur verið lögð upp er ekki að skapi höfundar orðsins, Hildar Lilliendahl. En upphafleg skrif hennar voru sett fram á Facebook í tengslum við umræðu sem spratt í kjölfar viðtals Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur: „Jaðarsetning á Sindra Sindrasyni ætlar bara ekki að stoppa. Allar fiðlur og öll kertin fyrir hann. Mér er skapi næst að kveikja í hárinu á mér fyrir aumingja kúgaða hvíta ófatlaða epalhommann með alla sjónvarpsþættina.“ Tengdar fréttir Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Orðið epalhommi var í gær valið orð ársins. 4. janúar 2018 17:48 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Baldur Þórhallsson, deildarforseti í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, skrifar pistil á Facebooksíðu sína í tilefni þess að orðið „epalhommi“ var í vikunni útnefnt orð ársins. Baldur er afdráttarlaus í greiningu sinni: „Epalhommi! Orð ársins 2017? Stutt hugleiðing til gamans og í alvöru um val á orði ársins: Orðið Epalhommi var fyrst notað sem fúkyrði um homma af einu helsta nettrölli landsmanna. Níðið bitnaði líka á Epal sem reyni að snúa neikvæðri umfjöllun yfir í jákvæða með því að birta mynd af sex þekktum hommum í verslun sinni. Mörgum fannst fyrirtækinu hafa vel tekist til og RÚV fullyrðir að merkinu orðsins hafi verið snúið við.“Orðið til þess fallið að jaðarsetja hommaBaldur heldur áfram að fara yfir orðið, tilurð þess og merkingu: „Epalhommi er sagt merkja „samkynhneigður karlmaður sem hefur áhuga á vandaðri hönnun“ samkvæmt íslenskri nútímaorðabók á gáttinni malið.is. Allt málið hafði líka visst skemmtigildi á sínum tíma. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að orðið EPALHOMMI ýtir undir staðalímyndir um homma. HOMMAR eru auðvitað bara þeir sem hafa áhuga á VANDAÐRI hönnun. Þeir eru jaðarsettir og engin ástæða er til að taka mark á þeim! Gagnkynhneigðir karlar hafa EKKI áhuga á VANDAÐRI hönnum. Þeir eru aðal og tala skýrt og skorinort!“ Baldur telur vafasamt að helstu og virtustu stofnanir landsins (RÚV, Stofnun Árna Magnússonar og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við HÍ) standi með þessum hætti að vali á orði ársins og ýti þar með undir staðalímyndir um homma.Staðalímynd nettröllsins „Þær verðlauna fúkyrðið með því að tilkynna valið þegar menningarviðurkenningar RÚV voru veittar við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu. Ég er viss um valið er gert í góðri trú og að þessar stofnanir hafi talið sig vera að gera gott með því að velja þetta orð sem eitt af þeim tíu orðum sem almenningur mátti velja úr og kjósa um í netkosningu á RUV.is. Og auðvitað gera þessar stofnanir ekki annað en að endurspegla staðalímynd nettröllsins, kjósendahópsins og Epals um homma,“ skrifar Baldur. Hann bætir því svo við til gamans og í alvöru að það hljóti að vera gagnkynhneigðir karlar sem „eru með HRÚTSKÝRINGAR en það orð var valið orð ársins árið 2016 – enda eru samkynhneigðir karlar bara að hugsa um VANDAÐA HÖNNUN. – Og hver ætli að viðbrögðin hefðu verið ef svona orð um gagnkynheigðar konur eða lesbíur hefðu orðið fyrir valinu hjá þessum ágætu stofnunum? – Hefðu til dæmis orðið trukkalessa eða ljóska geta orðið orð ársins 2017? - En auðvitað hefur maður líka bara gaman af þessu öllu saman ... en þessar hugleiðingar skutu eigi að síður upp kollinum og ég ætla bara að láta þær flakka.“Aumingja kúgaði hvíti ófatlaði epalhomminn Fram hefur komið að merkingin orðisins eins og hún hefur verið lögð upp er ekki að skapi höfundar orðsins, Hildar Lilliendahl. En upphafleg skrif hennar voru sett fram á Facebook í tengslum við umræðu sem spratt í kjölfar viðtals Sindra Sindrasonar sjónvarpsmanns við Töru Margréti Vilhjálmsdóttur: „Jaðarsetning á Sindra Sindrasyni ætlar bara ekki að stoppa. Allar fiðlur og öll kertin fyrir hann. Mér er skapi næst að kveikja í hárinu á mér fyrir aumingja kúgaða hvíta ófatlaða epalhommann með alla sjónvarpsþættina.“
Tengdar fréttir Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Orðið epalhommi var í gær valið orð ársins. 4. janúar 2018 17:48 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Sjá meira
Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Orðið epalhommi var í gær valið orð ársins. 4. janúar 2018 17:48