Þjarmað að þingflokksformanni á samfélagsmiðlum Jakob Bjarnar skrifar 15. mars 2018 12:36 Bjarkey segist hafa orðað klaufalega hvað hún vildi sagt hafa. Þetta snýst um aðstöðumun. visir/vilhelm „Fólk tengir þetta út og suður. Og fer strax að tala um afkomu aldaðra og öryrkja. En þetta snýst bara um aðstöðumun,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Nokkur reiði braust út á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla sem Bjarkey lét falla fyrir nokkru í viðtali við Lindu Blöndal í þættinum Þjóðbraut á Hringbraut og eru margir innilega hneykslaðir á henni.Hin umdeildu ummæliUmmælin eru eftirfarandi: „Ég fæ í kringum 180 þúsund á mánuði því ég held tvö heimili og það dugar ekki fyrir afborgunum af lánum af þeirri íbúð sem ég fjárfesti hér í 2013, sem var þó á þokkalegu góðu verði miðað við gengi dagsins í dag.Og nýju þingmennirnir í mínu kjördæmi sem voru kjörnir á þing í fyrra eru enn verr staddir, vegna þess að þeir koma hér inn á leigumarkaðinn undir þessum kringumstæðum eða að reyna að fjárfesta sér, það kostar auðvitað eins og við þekkjum og húsnæðismarkaðsverðið hefur hækkað mikið, þannig að þeir eru enn verr settir en ég. Og eins og ég segi, við þekkjum það og þetta dugar ekki til,“ sagði Bjarkey.Úthrópuð á netinuÞetta féll í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum. Vægast sagt. Í ljósi mikillar umræðu um sporslur til handa þingmönnum var þetta líkast til ekki rétti tíminn til að benda á þetta. Til að mynda segir ráðgjafi Pírata, Thor Fanndal, Bjarkey hafa þetta um „nísku kjósenda og almennings“ að segja; „sem gefur henni bara 180 þúsund á mánuði til að 'fjárfesta' í íbúð. Hún þarf sem sagt að borga aðeins á milli fyrir að eignast húsnæði númer tvö. Skammarlega illa komið fram við okkar besta fólk.“Skjáskot af umræðum á Pírataspjallinu í framhaldi af umdeildum ummælum Bjarkeyjar.Á Pírataspjallinu er Bjarkey svo í framhaldinu ekki vandaðar kveðjurnar. Nokkrar stikkprufur: „Sjálftakan er botnlaus hjá þessu liði...“ „Og hún fær bílaleigubíl til afnota þegar hún fer norður.Og frítt flugfar.“ „VG er náttúrulega kominn í þannig félagsskap að það er smá lúðaskapur að eiga ekki fasteignir, í fleirtölu, sem ríkið hefur á einn eða annan máta greitt leið þeirra að eignast.“ Bjarkey segist aldrei fara inná Pírataspjallið en hún kannast vissulega við það að ummæli hennar hafi ekki vakið mikla lukku.Klaufalega orðað „Já, já, má vel vera að ég hafi getað orðað þetta eitthvað öðru vísi og ekki svona klaufalega. Í grunninn snýst þetta um að við vorum að ræða um starfskjör þingmanna, sem verið hafa til umræðu að undanförnu, og bara til góða. En, kjarninn í mínu máli er sá að þingmenn eiga að sitja við sama borð, þingmenn á stórhöfuðborgarsvæðinu og þingmenn af landsbyggðinni,“ segir Bjarkey.Bjarkey í þætti Lindu Blöndal. Ummæli hennar hafa valdið verulegri ólgu.Hún segir þetta snúast um aðstöðumun. „Þannig að við þurfum ekki að sætta okkur við lægri afkomu en þeir þingmenn. Sem fælist þá í því að við vinnum hlið við hlið en af því að vinnustaðurinn er jú hér í Reykjavík, þá er óeðlilegt að landsbyggðarþingmenn þurfi að borga með sér til að sækja vinnuna. Það er inntak þess sem ég var að reyna að segja. Ég var að tala um að það kostar að hafa þingmenn allstaðar að að landinu og þarna er í raun verið að mæta þeim aðstöðumun.“Hefðu viðbrögðin verið öðru vísi hefði verið vísað til leigu? Þá segir Bjarkey þetta ekki snúast um það „hvort maður kaupir sér eign eða er á leigumarkaði. Það er kannski það sem þarf, verið að hrauna yfir mig, ætti þingið að kaupa fyrir mig aðra íbúð, snýst ekki um það heldur að jafna þennan aðstöðumun. Annars erum við farin að tala um landsbyggðaskatt.“ Bjarkey segist telja það mikilvægt að hún búi eftir sem áður í sinni heimabyggð, að hún og aðrir landsbyggðaþingmenn séu ekki fluttir hreppaflutningum á suðvesturhornið til fastrar búsetu. „Hefði gagnrýnin verið öðru vísi ef ég hefði sagt að maður hafi ekki fyrir leigunni. Nei, þetta snýst um þennan aðstöðumun sem annars væri til staðar ef þingið legði þetta ekki til.“ Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra með frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í smíðum Þingmaður Pírata gagnrýnir að laun þeirra sem sitja í kjararáði hafi verið hækkuð um áramótin samkvæmt launavísitölu og spyr hvort ekki væri þá eðlilegt að miða kkjör almennings og kjörinna fulltrúa við vísitöluna. 8. mars 2018 12:56 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
„Fólk tengir þetta út og suður. Og fer strax að tala um afkomu aldaðra og öryrkja. En þetta snýst bara um aðstöðumun,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna í samtali við Vísi. Nokkur reiði braust út á samfélagsmiðlum í kjölfar ummæla sem Bjarkey lét falla fyrir nokkru í viðtali við Lindu Blöndal í þættinum Þjóðbraut á Hringbraut og eru margir innilega hneykslaðir á henni.Hin umdeildu ummæliUmmælin eru eftirfarandi: „Ég fæ í kringum 180 þúsund á mánuði því ég held tvö heimili og það dugar ekki fyrir afborgunum af lánum af þeirri íbúð sem ég fjárfesti hér í 2013, sem var þó á þokkalegu góðu verði miðað við gengi dagsins í dag.Og nýju þingmennirnir í mínu kjördæmi sem voru kjörnir á þing í fyrra eru enn verr staddir, vegna þess að þeir koma hér inn á leigumarkaðinn undir þessum kringumstæðum eða að reyna að fjárfesta sér, það kostar auðvitað eins og við þekkjum og húsnæðismarkaðsverðið hefur hækkað mikið, þannig að þeir eru enn verr settir en ég. Og eins og ég segi, við þekkjum það og þetta dugar ekki til,“ sagði Bjarkey.Úthrópuð á netinuÞetta féll í grýttan jarðveg á samfélagsmiðlum. Vægast sagt. Í ljósi mikillar umræðu um sporslur til handa þingmönnum var þetta líkast til ekki rétti tíminn til að benda á þetta. Til að mynda segir ráðgjafi Pírata, Thor Fanndal, Bjarkey hafa þetta um „nísku kjósenda og almennings“ að segja; „sem gefur henni bara 180 þúsund á mánuði til að 'fjárfesta' í íbúð. Hún þarf sem sagt að borga aðeins á milli fyrir að eignast húsnæði númer tvö. Skammarlega illa komið fram við okkar besta fólk.“Skjáskot af umræðum á Pírataspjallinu í framhaldi af umdeildum ummælum Bjarkeyjar.Á Pírataspjallinu er Bjarkey svo í framhaldinu ekki vandaðar kveðjurnar. Nokkrar stikkprufur: „Sjálftakan er botnlaus hjá þessu liði...“ „Og hún fær bílaleigubíl til afnota þegar hún fer norður.Og frítt flugfar.“ „VG er náttúrulega kominn í þannig félagsskap að það er smá lúðaskapur að eiga ekki fasteignir, í fleirtölu, sem ríkið hefur á einn eða annan máta greitt leið þeirra að eignast.“ Bjarkey segist aldrei fara inná Pírataspjallið en hún kannast vissulega við það að ummæli hennar hafi ekki vakið mikla lukku.Klaufalega orðað „Já, já, má vel vera að ég hafi getað orðað þetta eitthvað öðru vísi og ekki svona klaufalega. Í grunninn snýst þetta um að við vorum að ræða um starfskjör þingmanna, sem verið hafa til umræðu að undanförnu, og bara til góða. En, kjarninn í mínu máli er sá að þingmenn eiga að sitja við sama borð, þingmenn á stórhöfuðborgarsvæðinu og þingmenn af landsbyggðinni,“ segir Bjarkey.Bjarkey í þætti Lindu Blöndal. Ummæli hennar hafa valdið verulegri ólgu.Hún segir þetta snúast um aðstöðumun. „Þannig að við þurfum ekki að sætta okkur við lægri afkomu en þeir þingmenn. Sem fælist þá í því að við vinnum hlið við hlið en af því að vinnustaðurinn er jú hér í Reykjavík, þá er óeðlilegt að landsbyggðarþingmenn þurfi að borga með sér til að sækja vinnuna. Það er inntak þess sem ég var að reyna að segja. Ég var að tala um að það kostar að hafa þingmenn allstaðar að að landinu og þarna er í raun verið að mæta þeim aðstöðumun.“Hefðu viðbrögðin verið öðru vísi hefði verið vísað til leigu? Þá segir Bjarkey þetta ekki snúast um það „hvort maður kaupir sér eign eða er á leigumarkaði. Það er kannski það sem þarf, verið að hrauna yfir mig, ætti þingið að kaupa fyrir mig aðra íbúð, snýst ekki um það heldur að jafna þennan aðstöðumun. Annars erum við farin að tala um landsbyggðaskatt.“ Bjarkey segist telja það mikilvægt að hún búi eftir sem áður í sinni heimabyggð, að hún og aðrir landsbyggðaþingmenn séu ekki fluttir hreppaflutningum á suðvesturhornið til fastrar búsetu. „Hefði gagnrýnin verið öðru vísi ef ég hefði sagt að maður hafi ekki fyrir leigunni. Nei, þetta snýst um þennan aðstöðumun sem annars væri til staðar ef þingið legði þetta ekki til.“
Alþingi Tengdar fréttir Fjármálaráðherra með frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í smíðum Þingmaður Pírata gagnrýnir að laun þeirra sem sitja í kjararáði hafi verið hækkuð um áramótin samkvæmt launavísitölu og spyr hvort ekki væri þá eðlilegt að miða kkjör almennings og kjörinna fulltrúa við vísitöluna. 8. mars 2018 12:56 Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00 4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Fjármálaráðherra með frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í smíðum Þingmaður Pírata gagnrýnir að laun þeirra sem sitja í kjararáði hafi verið hækkuð um áramótin samkvæmt launavísitölu og spyr hvort ekki væri þá eðlilegt að miða kkjör almennings og kjörinna fulltrúa við vísitöluna. 8. mars 2018 12:56
Akstursgreiðslur þingmanna: Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Vísir sendi fyrirspurn á alla þingmenn varðandi endurgreiðslur á aksturskostnaði. 16. febrúar 2018 13:00
4,6 milljónir endurgreiddar vegna 47 þúsund kílómetra aksturs þingmanns Alþingi endurgreiddi þingmönnum tæpar 30 milljónir króna vegna aksturskostnaðar á síðasta ári. 8. febrúar 2018 16:25