Fjármálaráðherra með frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í smíðum Heimir Már Pétursson skrifar 8. mars 2018 12:56 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, boðar frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í samræmi við nýlegar tillögur nefndar. Vísir/Hanna Þingmaður Pírata gagnrýnir að laun þeirra sem sitja í kjararáði hafi verið hækkuð um áramótin samkvæmt launavísitölu og spyr hvort ekki væri þá eðlilegt að miða kjör almennings og kjörinna fulltrúa við vísitöluna. Fjármálaráðherra boðar frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í samræmi við nýlegar tillögur nefndar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að laun þeirra sem sitja í kjararáði hefðu verið hækkuð í desember að tillögu ráðsins sjálfs um 7,3 prósent. Sú hækkun hafi miðast við hækkun launavísitölu frá árinu 2016 til 2017. „Launavísitala er mjög spes (sérstakt) mælitæki. Hækkun miðað við launavísitölu er hækkun umfram aðra,“ sagði Björn Leví. Hann spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem féllst á ósk kjararáðs í byrjun desember, hvort ekki væri eðlilegt að laun fólks á vinnumarkaði hækkaði einnig um 7,3 prósent og að laun þingmanna og ráðherra tækju einnig mið af launavísitölu. „Ég held að ef væri gáð kæmi í ljós að tímagjald sem ríkið er almennt að greiða fyrir sérfræðiþjónustu liggi einhvers staðar á þessu bili sem kjararáðs meðlimir hafa haft í tímagjald í verktöku,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagði sjálfsagt að ræða við þingið um taxta fjármálaráðuneytinsins fyrir veitta sérfræðiþjónustu. Hvað varðaði breytingar á launum þingmanna og ráðherra litist honum hins vegar betur á tillögur nefndar um breytingar á þeim málum en að miðað yrði við launavísitölu. „Háttvirtur þingmaður fær mig ekki til að koma með nýjar útfærslur á því með hvaða hætti eigi að taka ákvarðanir um þessi efni fyrir þingmenn eða ráðherra. Við höfum gert grein fyrir því að við hyggjumst fylgja eftir þeirri niðurstöðu sem birtist í nýrri skýrslu um þessi efni. Ég vinn að frumvarpi til breytinga á lögum í samræmi við þá niðurstöðu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Kjararáð Tengdar fréttir Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00 Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þóknun til þeirra sem sitja í kjararáði er nú 16.290 krónur á tímann og hafa launin hækkað um 62,9 prósent á tíu árum. Allar þrjár óskir formanns kjararáðs um launahækkun til ráðsmanna á undanförnum sex árum hafa verið samþykktar. 8. mars 2018 07:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Þingmaður Pírata gagnrýnir að laun þeirra sem sitja í kjararáði hafi verið hækkuð um áramótin samkvæmt launavísitölu og spyr hvort ekki væri þá eðlilegt að miða kjör almennings og kjörinna fulltrúa við vísitöluna. Fjármálaráðherra boðar frumvarp um laun kjörinna fulltrúa í samræmi við nýlegar tillögur nefndar. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata gagnrýndi í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að laun þeirra sem sitja í kjararáði hefðu verið hækkuð í desember að tillögu ráðsins sjálfs um 7,3 prósent. Sú hækkun hafi miðast við hækkun launavísitölu frá árinu 2016 til 2017. „Launavísitala er mjög spes (sérstakt) mælitæki. Hækkun miðað við launavísitölu er hækkun umfram aðra,“ sagði Björn Leví. Hann spurði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem féllst á ósk kjararáðs í byrjun desember, hvort ekki væri eðlilegt að laun fólks á vinnumarkaði hækkaði einnig um 7,3 prósent og að laun þingmanna og ráðherra tækju einnig mið af launavísitölu. „Ég held að ef væri gáð kæmi í ljós að tímagjald sem ríkið er almennt að greiða fyrir sérfræðiþjónustu liggi einhvers staðar á þessu bili sem kjararáðs meðlimir hafa haft í tímagjald í verktöku,“ sagði Bjarni. Fjármálaráðherra sagði sjálfsagt að ræða við þingið um taxta fjármálaráðuneytinsins fyrir veitta sérfræðiþjónustu. Hvað varðaði breytingar á launum þingmanna og ráðherra litist honum hins vegar betur á tillögur nefndar um breytingar á þeim málum en að miðað yrði við launavísitölu. „Háttvirtur þingmaður fær mig ekki til að koma með nýjar útfærslur á því með hvaða hætti eigi að taka ákvarðanir um þessi efni fyrir þingmenn eða ráðherra. Við höfum gert grein fyrir því að við hyggjumst fylgja eftir þeirri niðurstöðu sem birtist í nýrri skýrslu um þessi efni. Ég vinn að frumvarpi til breytinga á lögum í samræmi við þá niðurstöðu,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Kjararáð Tengdar fréttir Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00 Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þóknun til þeirra sem sitja í kjararáði er nú 16.290 krónur á tímann og hafa launin hækkað um 62,9 prósent á tíu árum. Allar þrjár óskir formanns kjararáðs um launahækkun til ráðsmanna á undanförnum sex árum hafa verið samþykktar. 8. mars 2018 07:00 Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Greiðslur til borgarstjóra á pari við launakjör forsætisráðherra Talsverður munur er á kjörum borgarstjórnarfulltrúa eftir í hve mörgum nefndum og ráðum þeir sitja. Borgarstjóri er með fimmfalt hærri laun en sá launalægsti. 7. mars 2018 09:00
Fá sextán þúsund á tímann í kjararáði Þóknun til þeirra sem sitja í kjararáði er nú 16.290 krónur á tímann og hafa launin hækkað um 62,9 prósent á tíu árum. Allar þrjár óskir formanns kjararáðs um launahækkun til ráðsmanna á undanförnum sex árum hafa verið samþykktar. 8. mars 2018 07:00
Kjararáð fékk launahækkun eftir að hafa beðið um hana Kjararáð fékk launahækkun í fyrra eftir að hafa sent fjármála-og efnahagsráðuneytinu bréf og óskað eftir hækkuninni til handa þeim sitja í ráðinu. 7. mars 2018 15:33