Enn ekki ljóst hversu margir létust Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2018 23:46 Viðbragðsaðilar njóta aðstoðar leitarhunda við björgunaraðgerðir á slysstað. Vísir/AFP Enn hefur ekki fengist staðfest hversu margir létust þegar göngubrú hrundi í Miami í Flórída-ríki í Bandaríkjunum um klukkan 13:30 að staðartíma, eða um 17:30 að íslenskum tíma, í dag. Ljóst þykir að um nokkur dauðsföll er að ræða en viðbragðsaðilar vinna enn björgunarstarf á vettvangi.Fréttastofa CNN hefur eftir yfirvöldum á svæðinu að a.m.k. einn sé látinn. Þá tjáði öldungardeildarþingmaðurinn Bill Nelson blaðamönnum að tala látinna væri á bilinu 6-10, að því er fram kemur í frétt BBC. Yfirvöldum og viðbragðsaðilum kemur þó saman um að nokkrir hafi látist. Þá hafa tíu verið fluttir á Kendall Regional-sjúkrahússið í grennd við slysstað, að sögn Marks McKenney, forstöðumanns sjúkrahússins, og eru tvö þeirra í lífshættu. Þá er talið að fleiri slasaðir hafi verið fluttir á önnur sjúkrahús í nágrenninu.Witnesses to the pedestrian bridge collapse on Florida International University Miami campus say they "didn't hear anything, didn't see anything, it just fell." https://t.co/3kekuhfTgx pic.twitter.com/pofrpR7U94— ABC News (@ABC) March 15, 2018 Slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar halda áfram björgunarstarfi á vettvangi fram eftir kvöldi en ekki er vitað hvort fólk sé enn fast undir rústunum. Samkvæmt frétt BBC voru a.m.k. átta bifreiðar undir brúnni þegar hún hrundi. Þá virðast einhverjir iðnaðarmenn hafa verið við störf á brúnni þegar hún hrundi, að því er fram kemur í frétt ABC-fréttastofunnar, en ekki hefur fengist staðfest hversu margir þeir voru. Fjölmiðlar ytra hafa margið rætt við vitni að hamförunum en þau segja öll aðstæður hafa verið hryllilegar á vettvangi. „Ég heyrði gríðarlegan hvell, mér heyrðist hann vera stöðugur. Við horfðum út, við héldum að eitthvað hefði dottið en þá var það brúin sem hrundi. Þetta var óraunverulegt og mjög óhugnanlegt,“ sagði eitt vitnanna, Damany Reed, í samtali við CBS-fréttastofuna.Frá vettvangi í Miami í dag.Vísir/AFPGöngubrúin, sem vegur um 950 tonn, liggur yfir mikla umferðargötu og tengir saman háskólabyggingu Alþjóðaháskólans í Flórída og íbúðir nemenda. Hún var nýreist, raunar hafði hún aðeins staðið síðan á laugardag, og ekki stóð til að klára byggingu hennar fyrr en árið 2019. Þá hefur komið fram að nemendur og kennarar við Alþjóðaháskólann hafi ítrekað beðið um að brúin yrði byggð svo auðveldara væri fyrir þá að komast á milli bygginga. Árið 2017 varð nemandi við skólann fyrir bíl á leið sinni yfir hraðbrautina og lést. Tengdar fréttir Göngubrú hrundi í Miami: Lögregla segir nokkra látna Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut. 15. mars 2018 19:36 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Enn hefur ekki fengist staðfest hversu margir létust þegar göngubrú hrundi í Miami í Flórída-ríki í Bandaríkjunum um klukkan 13:30 að staðartíma, eða um 17:30 að íslenskum tíma, í dag. Ljóst þykir að um nokkur dauðsföll er að ræða en viðbragðsaðilar vinna enn björgunarstarf á vettvangi.Fréttastofa CNN hefur eftir yfirvöldum á svæðinu að a.m.k. einn sé látinn. Þá tjáði öldungardeildarþingmaðurinn Bill Nelson blaðamönnum að tala látinna væri á bilinu 6-10, að því er fram kemur í frétt BBC. Yfirvöldum og viðbragðsaðilum kemur þó saman um að nokkrir hafi látist. Þá hafa tíu verið fluttir á Kendall Regional-sjúkrahússið í grennd við slysstað, að sögn Marks McKenney, forstöðumanns sjúkrahússins, og eru tvö þeirra í lífshættu. Þá er talið að fleiri slasaðir hafi verið fluttir á önnur sjúkrahús í nágrenninu.Witnesses to the pedestrian bridge collapse on Florida International University Miami campus say they "didn't hear anything, didn't see anything, it just fell." https://t.co/3kekuhfTgx pic.twitter.com/pofrpR7U94— ABC News (@ABC) March 15, 2018 Slökkviliðsmenn og aðrir viðbragðsaðilar halda áfram björgunarstarfi á vettvangi fram eftir kvöldi en ekki er vitað hvort fólk sé enn fast undir rústunum. Samkvæmt frétt BBC voru a.m.k. átta bifreiðar undir brúnni þegar hún hrundi. Þá virðast einhverjir iðnaðarmenn hafa verið við störf á brúnni þegar hún hrundi, að því er fram kemur í frétt ABC-fréttastofunnar, en ekki hefur fengist staðfest hversu margir þeir voru. Fjölmiðlar ytra hafa margið rætt við vitni að hamförunum en þau segja öll aðstæður hafa verið hryllilegar á vettvangi. „Ég heyrði gríðarlegan hvell, mér heyrðist hann vera stöðugur. Við horfðum út, við héldum að eitthvað hefði dottið en þá var það brúin sem hrundi. Þetta var óraunverulegt og mjög óhugnanlegt,“ sagði eitt vitnanna, Damany Reed, í samtali við CBS-fréttastofuna.Frá vettvangi í Miami í dag.Vísir/AFPGöngubrúin, sem vegur um 950 tonn, liggur yfir mikla umferðargötu og tengir saman háskólabyggingu Alþjóðaháskólans í Flórída og íbúðir nemenda. Hún var nýreist, raunar hafði hún aðeins staðið síðan á laugardag, og ekki stóð til að klára byggingu hennar fyrr en árið 2019. Þá hefur komið fram að nemendur og kennarar við Alþjóðaháskólann hafi ítrekað beðið um að brúin yrði byggð svo auðveldara væri fyrir þá að komast á milli bygginga. Árið 2017 varð nemandi við skólann fyrir bíl á leið sinni yfir hraðbrautina og lést.
Tengdar fréttir Göngubrú hrundi í Miami: Lögregla segir nokkra látna Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut. 15. mars 2018 19:36 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Sjá meira
Göngubrú hrundi í Miami: Lögregla segir nokkra látna Fréttamiðlar á svæðinu segja ótilgreindan fjölda fólks fastan undir rústum brúarinnar, sem liggur yfir hraðbraut. 15. mars 2018 19:36