Átta bíla árekstur í Kópavogi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 13:52 Tanja situr föst í bíl rétt fyrir aftan áreksturinn. Hún reiknar með því að vera þar í nokkurn tíma í viðbót. Tanja Teresa Leifsdóttir Átta bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópabogi klukkan tíu mínútur fyrir eitt í dag. Mikil umferðarteppa varð á svæðinu og var veginum lokað til suðurs. „Þeir eru byrjaðir að losa bílana núna og við verðum hérna örugglega í klukkutíma í viðbót,“ segir Tanja Teresa Leifsdóttir en hún situr föst í bílaröðinni aftan við áreksturinn. Hún segir mikið mildi að ekki hafi farið verr. „Það voru engin alvarleg slys á fólki, bara minniháttar en ein í sjokki,“ segir Tanja. Sjálf var hún á leið í vinnu en hvetur aðra til að fara ekki út úr húsi á meðan óveðrinu stendur. Frá árekstrinum á Kringlumýrarbraut sunnan við Kópavogsháls í dag.Vísir/Jói K„Ekki fara neitt. Þetta er bara bilun. Það kemur blindbylur allt í einu. Það er ekkert vit í því." Viðbragðsaðilar eru nú að störfum á vettvangi en aðstæður eru erfiðar og skyggnið takmarkað. „Við viljum koma því til fólks að halda sig heima því það er mannskaðaveður í Reykjavík eins og er,“ segir Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort Hafnarfjarðarvegur verði opnuð aftur. „Við þurfum að byrja á því að koma bílunum í burtu og svo sjáum við til. Fólk á bara að halda sig heima, það eru skilaboðin frá slökkviliði og lögreglu.“ Löng bílaröð á Kringlumýrarbraut.Vísir/Jói KEyþór segir að allar björgunarsveitir séu komnar með hópa í hús en eins og kom fram á Vísi voru þær allar kallaðar út núna eftir hádegið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum í höfuðborginni í dag. „Menn eru viðbúnir hinu versta.“Nánar er fjallað um veðrið á veðurvef Vísis og í Veðurvaktinni hér að neðan.
Átta bíla árekstur varð á Hafnarfjarðarvegi í Kópabogi klukkan tíu mínútur fyrir eitt í dag. Mikil umferðarteppa varð á svæðinu og var veginum lokað til suðurs. „Þeir eru byrjaðir að losa bílana núna og við verðum hérna örugglega í klukkutíma í viðbót,“ segir Tanja Teresa Leifsdóttir en hún situr föst í bílaröðinni aftan við áreksturinn. Hún segir mikið mildi að ekki hafi farið verr. „Það voru engin alvarleg slys á fólki, bara minniháttar en ein í sjokki,“ segir Tanja. Sjálf var hún á leið í vinnu en hvetur aðra til að fara ekki út úr húsi á meðan óveðrinu stendur. Frá árekstrinum á Kringlumýrarbraut sunnan við Kópavogsháls í dag.Vísir/Jói K„Ekki fara neitt. Þetta er bara bilun. Það kemur blindbylur allt í einu. Það er ekkert vit í því." Viðbragðsaðilar eru nú að störfum á vettvangi en aðstæður eru erfiðar og skyggnið takmarkað. „Við viljum koma því til fólks að halda sig heima því það er mannskaðaveður í Reykjavík eins og er,“ segir Eyþór Leifsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi. Hann sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hvort Hafnarfjarðarvegur verði opnuð aftur. „Við þurfum að byrja á því að koma bílunum í burtu og svo sjáum við til. Fólk á bara að halda sig heima, það eru skilaboðin frá slökkviliði og lögreglu.“ Löng bílaröð á Kringlumýrarbraut.Vísir/Jói KEyþór segir að allar björgunarsveitir séu komnar með hópa í hús en eins og kom fram á Vísi voru þær allar kallaðar út núna eftir hádegið. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum í höfuðborginni í dag. „Menn eru viðbúnir hinu versta.“Nánar er fjallað um veðrið á veðurvef Vísis og í Veðurvaktinni hér að neðan.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu opnum Lögregla hvetur fólk til að halda sig heima. 11. febrúar 2018 13:20 Búið að kalla út allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu Vonskuveður er á höfuðborgarsvæðinu í dag og er fólk beðið að fara ekki út að óþörfu. 11. febrúar 2018 12:49 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32
Ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu opnum Lögregla hvetur fólk til að halda sig heima. 11. febrúar 2018 13:20
Búið að kalla út allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu Vonskuveður er á höfuðborgarsvæðinu í dag og er fólk beðið að fara ekki út að óþörfu. 11. febrúar 2018 12:49