Búið að kalla út allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. febrúar 2018 12:49 Hundruð björgunarsveitarmanna voru að störfum í nótt víða um landið vegna veðurs. Vísir Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út. Davíð Már Bjarnason talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir í samtali við Vísi að sveitirnar séu ekki komnar af stað í verkefni. Þær hafi þó allar verið beðnar að hafa að minnsta kosti einn hóp kláran í húsi. Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur versnað hratt síðasta klukkutímann en samkvæmt veðurspám á ekki að lægja fyrr en í kvöld. Veðrið er orðið mjög slæmt í borginni og full ástæða til að fara ekki af stað heldur halda sig heima. Kringlumýrarbraut í suður er lokuð og ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. Er fólk hvatt til að vera heima. Skyggni í borginni er slæmt og er appelsínugul viðvörun á svæðinu, vestlæg átt 18-25 og snjókoma eða él. Mjög blint í snjókomu eða skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum. Sjá einnig: Vonskuveður og mikilvægt að fólk virði lokanir Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Reykjanesbraut og samkvæmt Vegagerðinni verður henni hugsanlega lokað í dag. Eftirfarandi vegir eru lokaðir í augnablikinu: Hellisheiði - Þrengsli - Kjalarnes - Biskupstungnabraut - Mosfellsheiði, Kjósarskarð og Lyngdalsheiði - Fróðárheiði - Brattabrekka - Holtavörðuheiði - Vatnsskarð - Þverárfjall - Öxnadalsheiði - Mývatns- og Möðrudalsöræfi - Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu. Auk þessara lokana er víða ófært eða ekki ferðaveður. Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir lokist fyrirvaralaust og þjónustu hætt. Vegagerðin hvetur fólk til að fylgjast með tilkynningum um færð á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777. Yfirlit yfir hugsanlegar lokanir má sjá hér: Lokanir 11. febrúarFréttin hefur verið uppfærð. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Stormur og takmarkað skyggni í dag Veðrið á Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi verður slæmt í dag og má búast við samgöngutruflunum. 11. febrúar 2018 08:15 Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út. Davíð Már Bjarnason talsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir í samtali við Vísi að sveitirnar séu ekki komnar af stað í verkefni. Þær hafi þó allar verið beðnar að hafa að minnsta kosti einn hóp kláran í húsi. Veðrið á höfuðborgarsvæðinu hefur versnað hratt síðasta klukkutímann en samkvæmt veðurspám á ekki að lægja fyrr en í kvöld. Veðrið er orðið mjög slæmt í borginni og full ástæða til að fara ekki af stað heldur halda sig heima. Kringlumýrarbraut í suður er lokuð og ekki ljóst hvort takist að halda stofnbrautum opnum samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu. Er fólk hvatt til að vera heima. Skyggni í borginni er slæmt og er appelsínugul viðvörun á svæðinu, vestlæg átt 18-25 og snjókoma eða él. Mjög blint í snjókomu eða skafrenningi og líkur á samgöngutruflunum. Sjá einnig: Vonskuveður og mikilvægt að fólk virði lokanir Óvissustigi hefur verið lýst yfir á Reykjanesbraut og samkvæmt Vegagerðinni verður henni hugsanlega lokað í dag. Eftirfarandi vegir eru lokaðir í augnablikinu: Hellisheiði - Þrengsli - Kjalarnes - Biskupstungnabraut - Mosfellsheiði, Kjósarskarð og Lyngdalsheiði - Fróðárheiði - Brattabrekka - Holtavörðuheiði - Vatnsskarð - Þverárfjall - Öxnadalsheiði - Mývatns- og Möðrudalsöræfi - Súðavíkurhlíð er lokuð vegna snjóflóðahættu. Auk þessara lokana er víða ófært eða ekki ferðaveður. Vegfarendur mega gera ráð fyrir að vegir lokist fyrirvaralaust og þjónustu hætt. Vegagerðin hvetur fólk til að fylgjast með tilkynningum um færð á heimasíðu Vegagerðarinnar og í síma 1777. Yfirlit yfir hugsanlegar lokanir má sjá hér: Lokanir 11. febrúarFréttin hefur verið uppfærð.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Stormur og takmarkað skyggni í dag Veðrið á Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi verður slæmt í dag og má búast við samgöngutruflunum. 11. febrúar 2018 08:15 Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32 Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Stormur og takmarkað skyggni í dag Veðrið á Faxaflóasvæðinu og Suðurlandi verður slæmt í dag og má búast við samgöngutruflunum. 11. febrúar 2018 08:15
Vonskuveður og mikilvægt að ökumenn virði lokanir Fólk er hvatt til að halda sig heima í dag og fylgjast vel með fréttum af færð og veðri ef það ætlar að fara eitthvað. 11. febrúar 2018 11:32
Flugi aflýst vegna veðurs Fólk sem á bókað flug hvatt til að fylgjast vel með í dag. 11. febrúar 2018 08:33