Fátækir fórnarlömbin í aftökusögu Íslendinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 25. júlí 2018 08:00 Saga Þingvalla geymir marga óhugnanlega atburði. Vísir/Vilhelm „Þetta er frekar óhugguleg rannsókn hjá mér,“ játar Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, sem rannsakar nú aftökur á Íslandi eftir siðaskiptin. Vitað er um 220 aftökur á Íslandi á tímabilinu frá 1596 til 1830. Steinunn fræðir um þessa sögu á Þingvöllum annað kvöld klukkan átta. Mismunandi aftökuaðferðum var beitt. Til dæmis var konum drekkt fyrir blóðskömm og fyrir að koma nýfæddum börnum fyrir kattarnef en karlar hálshöggnir. Öxin beið líka þeirra sem fundnir voru sekir um morð. Hengt var fyrir þjófnað en brennt fyrir galdra. „Á Þingvöllum er Drekkingarhylur, Höggstokkseyri, Brennugjáin og Gálgaklettur,“ segir Steinunn. „Ég ætla að ganga að þessum stöðum og fjalla almennt um þennan tíma.“ Að sögn Steinunnar voru teknar upp dauðarefsingar á Íslandi árið 1564 í kjölfar siðaskipta 1551; þegar Íslendingar hættu að tilheyra kaþólsku kirkjunni og færðust undir þá lútersku. Kirkjan hafi þá misst rétt til refsinga til Danakonungs. Fyrsta aftakan hafi farið fram 1596. „Kaþólska kirkjan græddi mjög mikið á syndum annarra. Hún refsaði yfirleitt ekki líkamlega heldur átti fólk að gefa til kirkjunnar og bæta fyrir syndir með samfélagsþjónustu eða skrifta,“ segir Steinunn. Danakonungur hafi einfaldlega hirt eigur fólks sem tekið var af lífi. Eftir siðaskiptin var tekið til við að refsa fyrir sifjaspell og barneignir utan hjónabands.Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði. Vísir/GVA„Það sem gerði að verkum að mig langaði að skoða þetta er að það er mest lágstéttarfólk sem er tekið af lífi. Það eru vinnukonur sem eignast börn sem er ekki hægt að feðra og vinnumenn sem geta börn utan hjónabands,“ segir Steinunn. „Mig langar til að skoða þessi mál líka út frá metoo-umræðunni og órétti gagnvart lágstéttarfólki því það er greinilegt að valdi var misbeitt í mörgum þessara mála.“ Þeir sem voru líflátnir voru dysjaðir á aftökustað. Fyrir um tuttugu árum var grafnar upp tvær dysjar við Kópavogslæk.„Konan var bara grafin í pokanum sem henni var drekkt í. Höfuð mannsins var sett á stöng.“ Þá nefnir Steinunn svonefnt Sunnevumál frá Borgarfirði eystra. „Þar eignast sextán ára stelpa barn sem hún segir að presturinn eigi. Þá er hún sett í þumalskrúfu þangað til hún segir að bróðir sinn eigi barnið. Hann er fjórtán ára og þau eru bæði dæmd til dauða. Hann er yngsti Íslendingurinn sem ég veit um sem hefur verið dæmdur til dauða,“ segir Steinunn. Á Þingvöllum voru 65 manns líflátnir. Steinunn segir að þar hafi lík jafnvel verið sett í gjótur því erfitt hafi verið að búa til dysjar. Almenningi hafi verið skylt að fylgjast með aftökum og horfa á líkamshluta sem raðað var upp í Almannagjá. „Það lifir enn með kynslóðunum hversu hræðilegt var að upplifa þetta,“ segir Steinunn en undirstrikar um leið að ekki megi horfa fram hjá þessum atburðum: „Þetta er alveg skelfileg saga en mér finnst við þurfa að draga hana fram svo við getum líka lært af því slæma.“ Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Þetta er frekar óhugguleg rannsókn hjá mér,“ játar Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, sem rannsakar nú aftökur á Íslandi eftir siðaskiptin. Vitað er um 220 aftökur á Íslandi á tímabilinu frá 1596 til 1830. Steinunn fræðir um þessa sögu á Þingvöllum annað kvöld klukkan átta. Mismunandi aftökuaðferðum var beitt. Til dæmis var konum drekkt fyrir blóðskömm og fyrir að koma nýfæddum börnum fyrir kattarnef en karlar hálshöggnir. Öxin beið líka þeirra sem fundnir voru sekir um morð. Hengt var fyrir þjófnað en brennt fyrir galdra. „Á Þingvöllum er Drekkingarhylur, Höggstokkseyri, Brennugjáin og Gálgaklettur,“ segir Steinunn. „Ég ætla að ganga að þessum stöðum og fjalla almennt um þennan tíma.“ Að sögn Steinunnar voru teknar upp dauðarefsingar á Íslandi árið 1564 í kjölfar siðaskipta 1551; þegar Íslendingar hættu að tilheyra kaþólsku kirkjunni og færðust undir þá lútersku. Kirkjan hafi þá misst rétt til refsinga til Danakonungs. Fyrsta aftakan hafi farið fram 1596. „Kaþólska kirkjan græddi mjög mikið á syndum annarra. Hún refsaði yfirleitt ekki líkamlega heldur átti fólk að gefa til kirkjunnar og bæta fyrir syndir með samfélagsþjónustu eða skrifta,“ segir Steinunn. Danakonungur hafi einfaldlega hirt eigur fólks sem tekið var af lífi. Eftir siðaskiptin var tekið til við að refsa fyrir sifjaspell og barneignir utan hjónabands.Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði. Vísir/GVA„Það sem gerði að verkum að mig langaði að skoða þetta er að það er mest lágstéttarfólk sem er tekið af lífi. Það eru vinnukonur sem eignast börn sem er ekki hægt að feðra og vinnumenn sem geta börn utan hjónabands,“ segir Steinunn. „Mig langar til að skoða þessi mál líka út frá metoo-umræðunni og órétti gagnvart lágstéttarfólki því það er greinilegt að valdi var misbeitt í mörgum þessara mála.“ Þeir sem voru líflátnir voru dysjaðir á aftökustað. Fyrir um tuttugu árum var grafnar upp tvær dysjar við Kópavogslæk.„Konan var bara grafin í pokanum sem henni var drekkt í. Höfuð mannsins var sett á stöng.“ Þá nefnir Steinunn svonefnt Sunnevumál frá Borgarfirði eystra. „Þar eignast sextán ára stelpa barn sem hún segir að presturinn eigi. Þá er hún sett í þumalskrúfu þangað til hún segir að bróðir sinn eigi barnið. Hann er fjórtán ára og þau eru bæði dæmd til dauða. Hann er yngsti Íslendingurinn sem ég veit um sem hefur verið dæmdur til dauða,“ segir Steinunn. Á Þingvöllum voru 65 manns líflátnir. Steinunn segir að þar hafi lík jafnvel verið sett í gjótur því erfitt hafi verið að búa til dysjar. Almenningi hafi verið skylt að fylgjast með aftökum og horfa á líkamshluta sem raðað var upp í Almannagjá. „Það lifir enn með kynslóðunum hversu hræðilegt var að upplifa þetta,“ segir Steinunn en undirstrikar um leið að ekki megi horfa fram hjá þessum atburðum: „Þetta er alveg skelfileg saga en mér finnst við þurfa að draga hana fram svo við getum líka lært af því slæma.“
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent