Leyfir sér ekki að gefast upp Starri Freyr Jónsson skrifar 16. febrúar 2018 09:00 „Þetta er erfið vinna og tekur gríðarlegan tíma en er á sama tíma svakalega gefandi og spennandi,” segir Davíð Óskar Ólafsson framleiðandi. Vísir/Anton Tilnefningar til Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna, voru tilkynntar nýlega en þau verða afhent í 19. skiptið seinna í þessum mánuði. Í fyrsta sinn í sögu þeirra er sjónvarpssería með flestar tilnefningarnar en um er að ræða sjónvarpsseríuna Fanga, sem sýnd var á Ríkissjónvarpinu á síðasta ári. Einn af aðstandendum Fanga er Davíð Óskar Ólafsson framleiðandi, sem gegnir stærra hlutverki en margur heldur á bak við tjöldin. Hann segir að fjöldi tilnefninganna hafa komið sér skemmtilega á óvart. „Við áttum von á einhverjum tilnefningum en fjórtán tilnefningar er auðvitað geðveikt. Þetta sýnir að það er gríðarleg gróska í sjónvarpsþáttagerð á Íslandi og gæðin orðin mikil. Við erum ekki lengur að gera efni bara fyrir Íslendinga þótt það sé mjög mikilvægur þáttur heldur stefnum við hærra og hærra með hverri seríu. Við trúum því að við getum gert efni sem verður sýnt á besta tíma á BBC eða verði keypt til sýninga í Bandaríkjunum. Að okkar mati erum við orðin samkeppnishæf við löndin sem við höfum verið að horfa upp til í mörg ár, eins og Danmörku og Bretland.“Davíð með leikkonunum Unni Ösp (t.v.) og Nínu Dögg en hugmyndin að Föngum kviknaði hjá þeim tveimur fyrir tíu árum síðan. MYND/LILJA JÓNSDÓTTIRGefandi vinna Flestir tengja hlutverk framleiðandans við fjármögnun verkefnisins sem er rétt að vissu leyti, segir Davíð. „Þetta hljómar kannski ekki svakalega spennandi en það eru í grunninn tvær týpur af framleiðendum; þeir sem sitja við skrifborðið sitt og vinna í Excel og hinir sem taka þátt í skapandi hlutanum líka. Ég er síðarnefnda týpan og sit m.a. handritsfundi, les öll handrit og kem með nótur. Ég kem að ráðningu leikara og meðlimum tökuliðs. Einnig er ég á tökustað og horfi á allar útgáfur af klippingu frá fyrsta klippi til loka. Mér finnst það stór partur af því að vera framleiðandi og eitt það allra skemmtilegasta. Þetta er erfið vinna og tekur gríðarlegan tíma en er á sama tíma svakalega gefandi og spennandi. Ekkert verkefni er eins og hvert verkefni út af fyrir sig þarf að vinna á annan hátt en það sem unnið var í síðast.“Áhuginn byrjaði snemma Davíð ólst að miklu leyti upp í kvikmyndabransanum en hann er sonur Valdísar Óskarsdóttur klippara sem hefur getið sér gott orð í Hollywood og unnið þar með heimsþekktum leikstjórum og leikurum. „Mamma fór í kvikmyndanám í Danmörku þegar ég var fimm ára og ég eyddi ótal tímum með henni í klippiherberginu. Hún spurði mig oft um skoðanir mínar varðandi senur sem hún var að klippa og lét mig síðan horfa á fyrsta klipp af myndunum og vildi vita hvað mér fannst. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þegar hún bað mig að horfa á myndina Finding Forrester eftir Gus Van Sant, sem m.a. leikstýrði Good Will Hunting. Þegar myndin var búin og ég orðinn svangur vildi ég bara komast út úr sýningarsalnum. Þá hljóp Gus út á eftir mér með mömmu og vildi miklu frekar tala við mig um hvað mér fannst um myndina, frekar en framleiðendurna og hina sem voru á sýningunni. Það var skemmtilegt.“Við tökur við Hegningarhúsið Skólavörðustíg 9. Félagi Davíðs hjá Mystery, Árni Filippusson, er á myndavélinni. MYND/LILJA JÓNSDÓTTIRFerðast um allan heim Eftir að hafa lokið námi við European Film College í Danmörku hóf Davíð störf hjá Zik Zak á Íslandi. Hann segist fljótlega hafa áttað sig á því að hann vildi starfa sem framleiðandi. „Mér fannst mjög skemmtilegt að finna verkefni, þróa þau með höfundum og leikstjóra, setja saman tökurnar og fylgja verkefninu eftir þangað til myndin var tilbúin til sýningar. Úr varð að árið 2006 stofnaði ég framleiðslufyrirtækið Mystery með Árna Filippussyni og Hreini Beck og við vorum farnir í tökur á fyrstu mynd okkar í fullri lengd, Sveitabrúðkaupi, ári síðar. Síðan þá höfum við gert sjö bíómyndir og tvær sjónvarpsseríur, ferðast um allan heim á kvikmyndahátíðir og unnið með frábæru fólki.“Margar góðar stundir Undanfarin ár hafa því verið spennandi og eftirminnilegu stundirnar eru margar, segir Davíð. „Ætli eftirminnilegasta stundin hafi ekki verið þegar fyrsti tökudagur rann upp á fyrstu myndinni okkar, Sveitabrúðkaupi. Það verkefni var svakaleg skemmtilegt og á sama tíma mikill skóli. Við vorum mjög ungir og graðir í að gera vel og um leið að sýna okkur og sanna sem framleiðendur og það tókst nokkuð vel. Myndin var frumsýnd á Toronto-kvikmyndahátíðinni sem er ein af stærstu hátíðum í heimi og myndin ferðaðist um allan heim. Það er enn verið að biðja um Sveitabrúðkaup til sýninga á kvikmyndahátíðum.“ Hann segir fáar slæmar stundir standa upp úr, helst þær þar sem honum hafi þótt hann vera að berjast á móti óyfirstíganlegu ofurafli. „En ég leyfi mér ekki að gefast upp. Að gefast upp er ekki til í mínum huga og þessar slæmu stundir fara í reynslubankann og styrkja mig enn frekar. Ég er jákvæður í hugsun og dvel því lítið í slæmum hlutum. Lífið er of stutt svo það er bara að halda ótrauður áfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Tilnefningar til Eddunnar, íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlaunanna, voru tilkynntar nýlega en þau verða afhent í 19. skiptið seinna í þessum mánuði. Í fyrsta sinn í sögu þeirra er sjónvarpssería með flestar tilnefningarnar en um er að ræða sjónvarpsseríuna Fanga, sem sýnd var á Ríkissjónvarpinu á síðasta ári. Einn af aðstandendum Fanga er Davíð Óskar Ólafsson framleiðandi, sem gegnir stærra hlutverki en margur heldur á bak við tjöldin. Hann segir að fjöldi tilnefninganna hafa komið sér skemmtilega á óvart. „Við áttum von á einhverjum tilnefningum en fjórtán tilnefningar er auðvitað geðveikt. Þetta sýnir að það er gríðarleg gróska í sjónvarpsþáttagerð á Íslandi og gæðin orðin mikil. Við erum ekki lengur að gera efni bara fyrir Íslendinga þótt það sé mjög mikilvægur þáttur heldur stefnum við hærra og hærra með hverri seríu. Við trúum því að við getum gert efni sem verður sýnt á besta tíma á BBC eða verði keypt til sýninga í Bandaríkjunum. Að okkar mati erum við orðin samkeppnishæf við löndin sem við höfum verið að horfa upp til í mörg ár, eins og Danmörku og Bretland.“Davíð með leikkonunum Unni Ösp (t.v.) og Nínu Dögg en hugmyndin að Föngum kviknaði hjá þeim tveimur fyrir tíu árum síðan. MYND/LILJA JÓNSDÓTTIRGefandi vinna Flestir tengja hlutverk framleiðandans við fjármögnun verkefnisins sem er rétt að vissu leyti, segir Davíð. „Þetta hljómar kannski ekki svakalega spennandi en það eru í grunninn tvær týpur af framleiðendum; þeir sem sitja við skrifborðið sitt og vinna í Excel og hinir sem taka þátt í skapandi hlutanum líka. Ég er síðarnefnda týpan og sit m.a. handritsfundi, les öll handrit og kem með nótur. Ég kem að ráðningu leikara og meðlimum tökuliðs. Einnig er ég á tökustað og horfi á allar útgáfur af klippingu frá fyrsta klippi til loka. Mér finnst það stór partur af því að vera framleiðandi og eitt það allra skemmtilegasta. Þetta er erfið vinna og tekur gríðarlegan tíma en er á sama tíma svakalega gefandi og spennandi. Ekkert verkefni er eins og hvert verkefni út af fyrir sig þarf að vinna á annan hátt en það sem unnið var í síðast.“Áhuginn byrjaði snemma Davíð ólst að miklu leyti upp í kvikmyndabransanum en hann er sonur Valdísar Óskarsdóttur klippara sem hefur getið sér gott orð í Hollywood og unnið þar með heimsþekktum leikstjórum og leikurum. „Mamma fór í kvikmyndanám í Danmörku þegar ég var fimm ára og ég eyddi ótal tímum með henni í klippiherberginu. Hún spurði mig oft um skoðanir mínar varðandi senur sem hún var að klippa og lét mig síðan horfa á fyrsta klipp af myndunum og vildi vita hvað mér fannst. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þegar hún bað mig að horfa á myndina Finding Forrester eftir Gus Van Sant, sem m.a. leikstýrði Good Will Hunting. Þegar myndin var búin og ég orðinn svangur vildi ég bara komast út úr sýningarsalnum. Þá hljóp Gus út á eftir mér með mömmu og vildi miklu frekar tala við mig um hvað mér fannst um myndina, frekar en framleiðendurna og hina sem voru á sýningunni. Það var skemmtilegt.“Við tökur við Hegningarhúsið Skólavörðustíg 9. Félagi Davíðs hjá Mystery, Árni Filippusson, er á myndavélinni. MYND/LILJA JÓNSDÓTTIRFerðast um allan heim Eftir að hafa lokið námi við European Film College í Danmörku hóf Davíð störf hjá Zik Zak á Íslandi. Hann segist fljótlega hafa áttað sig á því að hann vildi starfa sem framleiðandi. „Mér fannst mjög skemmtilegt að finna verkefni, þróa þau með höfundum og leikstjóra, setja saman tökurnar og fylgja verkefninu eftir þangað til myndin var tilbúin til sýningar. Úr varð að árið 2006 stofnaði ég framleiðslufyrirtækið Mystery með Árna Filippussyni og Hreini Beck og við vorum farnir í tökur á fyrstu mynd okkar í fullri lengd, Sveitabrúðkaupi, ári síðar. Síðan þá höfum við gert sjö bíómyndir og tvær sjónvarpsseríur, ferðast um allan heim á kvikmyndahátíðir og unnið með frábæru fólki.“Margar góðar stundir Undanfarin ár hafa því verið spennandi og eftirminnilegu stundirnar eru margar, segir Davíð. „Ætli eftirminnilegasta stundin hafi ekki verið þegar fyrsti tökudagur rann upp á fyrstu myndinni okkar, Sveitabrúðkaupi. Það verkefni var svakaleg skemmtilegt og á sama tíma mikill skóli. Við vorum mjög ungir og graðir í að gera vel og um leið að sýna okkur og sanna sem framleiðendur og það tókst nokkuð vel. Myndin var frumsýnd á Toronto-kvikmyndahátíðinni sem er ein af stærstu hátíðum í heimi og myndin ferðaðist um allan heim. Það er enn verið að biðja um Sveitabrúðkaup til sýninga á kvikmyndahátíðum.“ Hann segir fáar slæmar stundir standa upp úr, helst þær þar sem honum hafi þótt hann vera að berjast á móti óyfirstíganlegu ofurafli. „En ég leyfi mér ekki að gefast upp. Að gefast upp er ekki til í mínum huga og þessar slæmu stundir fara í reynslubankann og styrkja mig enn frekar. Ég er jákvæður í hugsun og dvel því lítið í slæmum hlutum. Lífið er of stutt svo það er bara að halda ótrauður áfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira