Forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar umdeildur og til skoðunar að auglýsa starfið Jón Hákon Halldórsson skrifar 24. janúar 2018 07:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er með málið til skoðunar hjá sér. vísir/stefán Hagsmunaaðilar í kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi hafa skorað á mennta- og menningarmálaráðherra að auglýsa starf forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar áður en skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur rennur út um miðjan ágúst. Ef auglýsa á starfið þarf að tilkynna núverandi forstöðumanni það með sex mánaða fyrirvara og auglýsa svo. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort starfið verði auglýst. „Ég er á þeirri grundvallarskoðun að það eigi alltaf að auglýsa eftir fimm ár þegar þú ert með svona stóra stöðu á vegum hins opinbera,“ segir Lilja. Málið sé þess vegna í skoðun. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins sendi Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda erindi vegna málsins í nóvember. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa forsvarsmenn einstakra framleiðenda á borð við Pegasus og Saga film líka sent erindi. Laufey Guðjónsdóttir hefur verið forstöðumaður Kvikmyndasjóðs frá árinu 2003, eða í fimmtán ár. Þar áður var hún forstöðumaður Kvikmyndasjóðs í tvö ár. Almennt gildir sú regla um skipan forstöðumanna ríkisstofnana að þeir eru skipaðir tímabundið, til fimm ára í senn. Sé embættismanni ekki tilkynnt sex mánuðum áður en skipunartími hans rennur út að embættið verði auglýst framlengist skipunartími hans um fimm ár. Þessi regla á sér stoð í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og á líka við um forstöðumann Kvikmyndamiðstöðvar. Um forstöðumenn tveggja annarra menningarstofnana, Þjóðleikhússtjóra og safnstjóra Listasafns Íslands, gildir sú regla að þeir eru skipaðir að hámarki til tíu ára. Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, baðst undan viðtali þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða frá honum. „Mér finnst eðlilegt þegar verið er að útdeila svona miklum peningum inn í svona þröngan geira að það sé skipt um mann í brúnni reglulega,“ segir Snorri Þórisson, stjórnarformaður Pegasusar framleiðslufyrirtækis. Hann segir líka að forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar þurfi að berjast fyrir því að fá meiri fjármuni í sjóðinn til að hafa úr meiru að moða. „Ég hef ekki orðið var við að það hafi gerst,“ segir Snorri, en tekur þó fram að hann viti ekki hvað hafi gengið á í þeim efnum á bak við tjöldin. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2018 nema fjárheimildir til Kvikmyndamiðstöðvar á árinu 1.130 milljónum króna. Þar af eru tæplega 995 milljónir króna framlag í Kvikmyndasjóð. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hagsmunaaðilar í kvikmyndaiðnaðinum á Íslandi hafa skorað á mennta- og menningarmálaráðherra að auglýsa starf forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar áður en skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur rennur út um miðjan ágúst. Ef auglýsa á starfið þarf að tilkynna núverandi forstöðumanni það með sex mánaða fyrirvara og auglýsa svo. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir enga ákvörðun hafa verið tekna um það hvort starfið verði auglýst. „Ég er á þeirri grundvallarskoðun að það eigi alltaf að auglýsa eftir fimm ár þegar þú ert með svona stóra stöðu á vegum hins opinbera,“ segir Lilja. Málið sé þess vegna í skoðun. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins sendi Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda erindi vegna málsins í nóvember. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa forsvarsmenn einstakra framleiðenda á borð við Pegasus og Saga film líka sent erindi. Laufey Guðjónsdóttir hefur verið forstöðumaður Kvikmyndasjóðs frá árinu 2003, eða í fimmtán ár. Þar áður var hún forstöðumaður Kvikmyndasjóðs í tvö ár. Almennt gildir sú regla um skipan forstöðumanna ríkisstofnana að þeir eru skipaðir tímabundið, til fimm ára í senn. Sé embættismanni ekki tilkynnt sex mánuðum áður en skipunartími hans rennur út að embættið verði auglýst framlengist skipunartími hans um fimm ár. Þessi regla á sér stoð í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna og á líka við um forstöðumann Kvikmyndamiðstöðvar. Um forstöðumenn tveggja annarra menningarstofnana, Þjóðleikhússtjóra og safnstjóra Listasafns Íslands, gildir sú regla að þeir eru skipaðir að hámarki til tíu ára. Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, baðst undan viðtali þegar Fréttablaðið leitaði viðbragða frá honum. „Mér finnst eðlilegt þegar verið er að útdeila svona miklum peningum inn í svona þröngan geira að það sé skipt um mann í brúnni reglulega,“ segir Snorri Þórisson, stjórnarformaður Pegasusar framleiðslufyrirtækis. Hann segir líka að forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar þurfi að berjast fyrir því að fá meiri fjármuni í sjóðinn til að hafa úr meiru að moða. „Ég hef ekki orðið var við að það hafi gerst,“ segir Snorri, en tekur þó fram að hann viti ekki hvað hafi gengið á í þeim efnum á bak við tjöldin. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins 2018 nema fjárheimildir til Kvikmyndamiðstöðvar á árinu 1.130 milljónum króna. Þar af eru tæplega 995 milljónir króna framlag í Kvikmyndasjóð.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira